Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 28

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 28
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐAOFNÆMI OG ASTMI heilsa var kannað samband reykinga við sértæk IgE mótefni (18). Reykingar voru tengdar aukinni áhættu á rykmauraofnæmi en minnkaðri áhættu á ofnæmi fyrir grasfrjóum og köttum. I rannsókn þar sem ofnæmi var borið saman í Uppsölum og Reykjavík höfðu reykingar ekki marktæk áhrif á algengi ofnæmis (19). Hafa þarf í huga, að þátttakendur í þessari könnun eru ungir og því ekki með langa reykingasögu að baki. Ekki er því líklegt að reykingavenjur þeirra hafi haft áhrif á ofnæmi eða ofnæmistengda sjúkdóma að öðru leyti en því, að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum eru líklegri til að forðast reykingar. Eins og áður hefur komið fram skiptir stærð systkinahópsins máli fyrir tilurð ofnæmis og eru því minni líkur á ofnæmi sem systkinahópurinn er stærri (7-9). Því geta færri systkini í læknanemahópnum skýrt, að minnsta kosti að hluta til, meira ofnæmi og algengari ofnæmissjúkdóma í þeirra hópi. í nýbirtri grein úr Evrópukönnuninni Lungu og heilsa um samband ofnæmis og umhverfisþátta í æsku (9) hafði samnýting svefnherbergis í æsku verndandi áhrif gegn ofnæmi. í okkar könnun var þrisvar sinnum algengara að þátttakendur í samanburðarhópnum samnýttu svefnherbergi í æsku en læknanemar. I fyrrnefndri rannsókn hafði dagvistun í æsku, alvarlegar loftvegasýkingar og reykingar foreldra ekki áhrif á það hvort einstaklingur fékk ofnæmi eða ekki. Eins og fyrr var getið benda rannsóknir til þess að mikil umgengni við dýr í æsku og það að alast upp í sveit sé verndandi þáttur gegn ofnæmi (9-13). 1 könnun okkar var enginn munur á þessum atriðum milli læknanema og samanburðarhópsins. Þegar niðurstöður úr húðprófum eru bornar saman milli læknanema og samanburðarhópsins ber að hafa í huga að ofnæmislausnir voru mismunandi í könnununum nema fyrir heymaurnum Lepido- glyphus destructor. Einnig þarf að hafa hugfast að átta ár liðu milli þess að gagna var aflað fyrir hópana og ef breyting er að verða á algengi ofnæmis og sjúkdóma því tengdu getur það haft veruleg áhrif á samanburð milli hópanna. Eigi að síður er munur á niðurstöðum það mikill að hann verður ekki skýrður eingöngu út frá mismun í tíma og aðferðum. Þetta verður ljósara þegar aðrir þættir rannsóknarinnar en húðprófin, eru bornir saman. Þannig er astmi og saga um ofsakláða marktækt algengari meðal læknanemanna og nef- einkenni og barnaexem er algengara í þeirra hópi þótt munurinn þar nái ekki marktækum gildum. Af óskýrðum ástæðum hafði viðmiðunarhópurinn oftar surg síðustu 12 mánuði, sem ekki samrýmist öðrum niðurstöðum könnunarinnar, en gæti skýrst af miklu meiri reykingum í þeirra hópi. Búast má við því að læknanemar hafi önnur viðhorf til könnunar sem þessarar en aðrir og gæti það haft einhver áhrif svör þeirra við spumingalistanum. Ekki er ólíklegt að þeir muni betur ýmislegt frá æsku sinni vegna þekkingar sinnar, til dæmis hvort þeir hafi haft einkenni um barnaexema í æsku. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að ofnæmi og ofnæmistengdir sjúkdómar eru mjög algengir meðal læknanema borið saman við jafnaldra þeirra í þjóðfélaginu. Þetta skýrist meðal annars af því að vemdandi þættir gegn ofnæmi, eins og fjöldi systkina og samnýting svefnherbergja í æsku, eru ekki eins algengir hjá læknanemunum og í þjóðfélaginu almennt. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en með henni opnast möguleika á því að fylgjast með þróun þessara sjúkdóma í framtíðinni hjá vel aðgengilegum hópi einstaklinga. Heimildir 1. Burney P, Malmberg E, Chinn S, Jarvis D, Luczynska C, Lai E. The distribution of total and specific serum IgE in the European Community Respiratory Health Survey. J Allergy Clin Immunol 1997; 99: 314-22. 2. The International Study of Asthma and Allergies in Childhood (ISAAC) Steering, Committee. Worldwide variation in prevalence of symptoms of asthma, allergic rhinoconjunctivitis, and atopic eczema: ISAAC. Lancet 1998; 351:1225-32. 3. Wuthrich B. In Switzerland pollinosis has really increased in the last decade. ACI News 1991; 3/2: 41-4. 4. Flemning DM, Crombie DL. Prevalence of asthma and hay fever in England and Wales. Br Med J 1987; 294: 279-83. 5. Áberg N. Asthma and allergic rhinitis in Swedish conscripts. Clin Experim Allergy 1989; 19: 59-63. 6. Miyamoto T, Takafuji S, Suzuki S, Tadokoro K, Muranaka M. Allergy and changing environment-industrial/urban pollution. Progress in Allergy Clinical Immunology. Toronto: Hogrefe & Huber Publisher; 1989: 265-70. 7. Strachan DP. Hay fever, hygiene, and household size. Br Med J 1989; 299:1259-60. 8. von Mutius E, Martinez FD, Fritzsch C, Nicolai T, Reitmeir P, Thiemann HH. Skin test reactivity and number of siblings. Br Med J 1994; 308: 692-5. 9. Svanes C, Jarvis D, Chinn S, Burney P. Childhood environment and adult atopy: results from the European Community Respiratory Health Survey. J Allergy Clin Immunol 1999; 103: 415-20. 10. Roost H-P, Kunzli N, Schindler C, Jarvis D, Chinn S, Perruchoud A, et al. Role of current and childhood exposure to cat and atopic sensitization. J Allergy Clin Immunol 1999; 104: 941-7. 11. von Ehrenstein OS, von Mutius E, Illi S, Baumann L, Böhm O, von Kries R. Reduced risk of hay fever and asthma among children of farmers. Clin Exp Allergy 2000; 30:187-93. 12. Riedler J, Eder W, Oberfeld G, Schreuer M. Austrian children living on a farm have less hay fever, asthma and allergic sensitization. Clin Exp Allergy 2000; 30:194-200. 13. Kilpeláinen M, Therho EO, Helenius H, Koskenvuo M. Farm environment in childhood prevents the development of allergies. Clin Exp Allergy 2000; 30: 201-8. 14. Forastiere F, Agabiti N, Corbo GM, DelLOrco V, Porta D, Pistelli R, et al. Socioeconomic status, number of siblings, and respiratory infections in early life as determinants of atopy in children. Epidemiology 1997; 8: 566-70. 15. Heinrich J, Popescu MA, Wjst M, Goldstein IF, Wichmann HE. Atopy in children and parental social class. Am J Public Health 1998; 88:1319-24. 16. Gíslason D, Gíslason Þ, Blöndal Þ, Helgason H. Bráðaofnæmi hjá 20-44 ára íslendingum. Læknablaðið 1995; 81: 606-12. 17. Gíslason Þ, Gíslason D, Blöndal P. Astmi og öndunarfæraeinkenni meðal 20-44 ára Islendinga. Læknablaðið 1997; 83:211-6. 18. Jarvis D, Luczynska C, Chinn S, Burney P. The association of age, gender and smoking with total IgE and specific IgE. Clin Exp Allergy 1995; 25: 1083-91. 19. Gíslason D, Björnsson E, Gíslason Þ, Janson C, Sjöberg O, Elfman L, et al. Sensitization to airborne and food allergens in Reykjavík (Iceland) and Uppsala (Sweden) -a comparative study. Allergy 1999; 54:1160-7. 624 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.