Læknablaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / DOKTORSVÖRN
Nýr doktor í læknisfræði
Lungnarúmmál og lungnastarfsemi
hjá svæfðum börnum
Aðalbjörn
Þorsteinsson
Þann 8. júní síðastliðinn varði Aðalbjörn Þorsteins-
son doktorsritgerð sína við Háskólann í Lundi.
Ritgerðin nefnist á íslensku Liingnarúmniál og
lungnastarfsemi hjá svæfðum börnum (e. Lung
volumes and lung mechanics in anesthetized
children). Handleiðarar voru Olof Werner dósent og
Anders Larsson prófessor. Andmælandi við
doktorsvörnina var Ulf Sjöstrand prófessor. íslenskt
ágrip doktorsritgerðarinnar fer hér á eftir:
Tilgangur þessarar doktorsritgerðar var að afla
upplýsinga um breytingar sem verða á lungna-
rúmmáli og lungnastarfsemi barna með vaxandi aldri
(0-15 ára). Sérstaklega hefur vantað þessar
upplýsingar um börn á aldrinum 0-7 ára. Rannsóknir
þessar voru gerðar í svæfingu og vöðvalömun.
Mælingar
• Hvfldarrúmmál (lungnarúmmál í lok venjulegrar
útöndunar) var fundið með sporgasaðferð (út-
skolun á brennisteinshexaflúoríði).
• Sambandið á milli þrýstings í loftvegum og
rúmmáls öndunarkerfisins (Þ-R samband) var
kannað við hæga útöndun þar sem þrýstingurinn
var látinn falla smám saman frá 3-0 kPa.
• Síðan var gerð tilraun til að skipta Þ-R sambandi
öndunarkerfisins niður í lungnahluta og brjóst-
veggshluta. Þetta var gert með því að mæla ekki
eingöngu þrýsting í loftvegum heldur einnig í
vélinda. Þrýstingur í vélinda hjá vakandi sjúklingi
er nefnilega oft notaður til að meta þrýsting í
fleiðruholi.
• Loks var sporgas aftur notað og þá til að finna
þann stað við útöndun þar sem marktæk lokun
loftvega byrjar.
Helstu niðurstöður
I. HvQdarrúmmál miðað við þyngd var minna í
ungbörnum en í eldri börnum.
II. Helstu breytingar á Þ-R sambandi öndunar-
kerfisins urðu hjá ungbömum (áhrif stærðar
barns útilokuð).
III. f baklegu hélst þrýstingur í vélinda jákvæður,
jafnvel þegar nálgaðist lok útöndunar, gagnstætt
því sem vænta mátti og hækkaði jafnvel aftur hjá
sumum börnum. Þegar reynt var, þrátt fyrir
þetta, að áætla hluta brjóstveggjarins í
heildarteygjanleika öndunarkerfisins var hann
mjög lítill (1/10 hluti hjá ungbörnum).
IV. Loftvegalokun varð fyrr í útöndun eftir djúpa
innöndun (loftvegaþrýstingur 3 kPa í stað 2 kPa).
Túlkun og möguleg læknisfræðileg not
I. Lungun eru minni í ungbörnum en í eldri börnum
ef miðað er við þyngd. Samt er þekkt úr öðrum
rannsóknum að súrefnisnotkun í hvíld er meiri
hjá yngstu börnunum. Þetta leiðir líkur að því að
ungbörn þoli verr álag eins og aukna súrefnisþörf
(til dæmis við háan hita), öndunarstopp (til
dæmis í byrjun svæfingar) og minnkun á lungna-
stærð (til dæmis brottnám lungnahluta, lungna-
bólgu eða fleiðruvökva).
II. Öndunarkerfi ungbarna hefur minni teygjanleika
en öndunarkerfi eldri bama. Þetta stafar senni-
lega af því að ungbörn hafa lægra innihald af
efninu elastíni í lungnavefjum.
III. Þegar meta á lungnaástand ungbarna sem eru í
öndunarvél er sennilega sjaldnast þörf á að að-
greina Þ-R samband öndunarkerfisins í lungna-
og brjóstveggshluta. Það gefur sennilega nægi-
lega skýra mynd af ástandi lungnanna að notast
eingöngu við loftvegaþrýsting.
IV. Hár innöndunarþrýstingur opnar samfallna loft-
vegi en þeir lokast aftur snemma við útöndun.
Niðurstaða getur bent til að djúp innöndun geti
valdið sliti á lungnavefjum en þetta þarfnast
frekari rannsókna.
Læknablaðið 2001/87 639