Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 46

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR Ríkisendurskoðun birtir skýrslu um ferliverk Nýlega sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu: Ferliverk á sjúkrahúsum 1999-2000. Skýrslan er gerð að beiðni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðneytisins samkvæmt bréfi frá 21. nóvember 2000 um að gerð yrði úttekt á heildarfyrirkomulagi launagreiðslna til lækna. Sérstaklega var beðið um að metin yrðu áhrif greiðslna fyrir ferliverk og samspil þeirra við önnur laun. Ríkisendurskoðun ákvað að gera tvær mismunandi úttektir: a. Stjómsýsluúttekt á heildarfyrirkomulagi launa- greiðslna til lækna, þar með töldum launa- greiðslum fyrir ferliverk. b. Uttekt á fyrirkomulagi ferliverka á sjúkrahúsum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem nú er komin út er niðurstaða síðarnefndu úttektarinnar (b). Úttekt í tveimur hlutum Uttektin er tvískipt. I fyrri hluta hennar er „reynt að draga upp mynd af heildarþróun með því að vinna úr tölum fyrir árin 1999 og 2000 frá níu sjúkrahúsum um land allt“, eins og segir í inngangi skýrslunnar. Sjúkrahúsin sem um ræðir eru flest stærstu sjúkrahús landsins, þeirra á meðal Landspítalinn og tvö fjórðungssjúkrahús, í Neskaupsstað og á Akureyri. Síðari hluti skýrslunnar nær til sex stofnana: Landspítala, fjórðungssjúkrahúsanna á Akureyri og í Neskaupsstað, Sjúkrahússins og heilsugæslunnar á Akranesi, Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar er farið ítarlegar ofan í saumana á þróuninni hjá hverri og einni með viðtölum við stjórnendur þeirra. I skýrslu Ríkisendurskoðunar er stjórnendum skipt í þrjá hópa: rekstrarlega stjórnendur, lækna og hjúkrunar- fræðinga. „Einnig var leitast við að greina afleiðingar þróunarinnar fyrir rekstur sjúkrahúsanna og aðra þjónustu sem þau veita“, segir ennfremur í innganginum. Tillögur Ríkisendurskoðunar í samantekt og niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að úttektinni væri ætlað að svara því hvers vegna umfang ferliverka á sjúkrahúsum hafi farið vaxandi á tímabilinu 1999-2000. Aukningin milli ára var 4% en munur á milli sjúkrahúsanna var talsverður. Tekið er fram að aðstæður geti verið mjög mismunandi á hverjum stað og erfitt að alhæfa um skýringar af þeim sökum. Þó eru tvær ástæður einkum taldar vera á þessari aukningu: 1. Breytingar á heilbrigðisþjónustu undanfarin ár. Innlögnum hefur farið fækkandi en þörf fyrir dag- og göngudeildarþjónustu aukist, þar með talin ferliverk. Auk þess gerir almenningur auknar kröfur til þjónustu í heilbrigðiskerfinu, segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. 2. Framkvæmd samninga um ferliverk er hin ástæðan sem getið er. „Framfarir í læknisfræði og aukin eftirspurn eftir þjónustu reyna hvort tveggja mjög á framkvæmd þeirra samninga um ferliverk sem í gildi eru milli lækna og sjúkrahúsa“, segir í skýrslunni. 1 niðurstöðunum er einnig fjallað um áhrif vaxandi umfangs ferliverka á rekstur sjúkrahúsanna. Fari sjúkrahús fram úr tilskyldum heimildum um ferliverk er tvennt til, að um semjist við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að greiða umfram- kostnaðinn eða að greiða kostnaðinn af rekstrarfé sjúkrahússins. I lok kaflans koma fram tillögur Ríkisendur- skoðunar til úrbóta í fimm liðum. Þær eru svo hljóðandi: 1. „Stofnanir ættu að móta ítarlegar áætlanir um hvernig þær hyggist mæta þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er á þeirra starfssvæði, með hliðsjón af þeim einingakvóta sem þær hafa til ráðstöfunar. í þessu felst að stofnanir verða að móta ákveðna forgangsröð, í samræmi við stefnumörkun og áætlanir heilbrigðisyfirvalda, til að tryggt sé að þjónustan sé veitt þeim sem mest þurfa á að halda hverju sinni. 2. Ljóst er að það fyrirkomulag sem ríkir á greiðslum til lækna fyrir ferliverk á sjúkrahúsum er að ýmsu leyti óheppilegt. Læknar fá víðast hvar greitt fyrir vinnu sína á sjúkrahúsum samkvæmt tveimur kerfum - sem starfsmenn og sem verktakar. Þessi tilhögun er gjarnan flókin í framkvæmd og útheimtir mikla vinnu af hálfu stjórnenda. Við slíkar aðstæður verður allt eftirlit vandasamt og getur misfarist. Æskilegt væri að greiðslur fyrir ferliverk væru hluti af almennum launakjörum lækna á sjúkrahúsum, líkt og raunin er í tilfellum þeirra lækna sem gert hafa fastlaunasamning, svokallaðan helgunarsamning. (Ath. þó fyrirkomulagið á St. Jósefsspítala). Með helgunarsamningi fær læknir sérstakt álag ofan á föst laun gegn því að „helga sig“ hlutaðeigandi sjúkra- húsi. Það þýðir að hann skuldbindur sig til að starfa 642 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.