Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 48

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR Móta þarf sess ferliverka í heilbrigðisþjónustunni SlGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi svaraði nokkum spurningum Læknablaðsins skömmu eftir útkomu skýrslunnar: Ferliverk á sjiíkrahúsum 1999- 2000. í inngangskafla hennar er þess getið að unnið hafi verið að tveimur skýrslum í framhaldi að beiðni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um út- tekt varðandi launagreiðslur til lækna. Önnur skýrslan er sú sem hér er til umræðu, en hin mun verða stjómsýsluúttekt á heildarfyrirkomulagi launa- greiðslna til lækna. Sigurður var því fyrst inntur eftir því hvað síðari skýrslunni liði og sagði að skýrslan væri langt komin í vinnslu og yrði væntanlega lokið seinni hluta júlímánaðar. Er sú skýrsla umfangsmeiri en sú sem þegar er komin út? „Hún tekur til 1070 lækna sem þiggja greiðslur frá ríkinu og tekur til ársins 2000. Skýrslan er sambærileg við skýrslu sem gerð var árið 1993 og fjallaði um launagreiðslur á árinu 1992. Við höfum safnað upplýsingum alls staðar í kerfinu og verður framsetningin svipuð og í eldri skýrslunni. I nýju skýrslunni verður að auki að finna samanburð á launagreiðslum milli áranna 2000 og 1992, þannig að unnt verður að draga upp mynd af þróuninni á tímabilinu." í Ijósi þessa samanburðar, er skýrslan þá byggð á meiri tölfrœði og stöðluðum upplýsingum en skýrslan um ferliverkin? „Já, í henni er mun meiri tölfræði og upplýsingarnar eru staðlaðar.“ Hvað ræður aðferðinni sem notuð er við gerð skýrslu hverju sinni, til að mynda hvort viðtöl eru notuð, eins og í skýrslunni um ferliverk? „Efnið hverju sinni ræður mestu um þá aðferð sem notuð er hverju sinni. Við erurn ekki með neinar fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig skýrsla frá Ríkisendurskoðun eigi að vera, heldur verður eðli þeirra upplýsinga sem við leitum eftir að ráða aðferðinni." Var það þá mat ykkar að þið nœðuð mestum árangri með þeirri aðferð sem þið völduð í þessu tilviki? „Já, fyrst og fremst. Tilgangurinn var að leggja mat á fyrirkomulag ferliverla á sjúkrahúsum. Aðferðin var valin út frá því.“ Hvernig standið þið að því að varðveita trúnað viðmœlenda ykkar? „Það hefur alltaf verið grundarvallaratriði hjá okkur, í öllum þeim upplýsingum sem við sendum frá okkur, að birta ekki persónulegar upplýsingar. Þannig að ef til að mynda við fáum fyrirspurn um laun tiltekins einstaklings, þá neitum við ósköp einfaldlega að gefa þau upp.“ Nú er að finna í skýrslunni um ferliverkin tiltölu- lega opið orðalag sem býður upp á túlkun, til dœmis er talað um „stjórnenditr almennt" og „suma hjúkrunarfrœðinga Notið þið einhverja þumal- fmgursreglu til að skilgreina hvað er á bak við slíkt orðalag? Hve margir eru á bak við orðin „almennt“eða „sumir“? „Það verður að leggja mat á slíkt hverju sinni og út af fyrir sig getur það verið persónubundið hvernig menn túlka þessi orð.“ En þegar notað er orðalag eins og „bent er á“, á það við eina eða fleiri manneskjur? „Síkt orðalag er einkum notað þegar upp koma mál sem menn hafa mismunandi skoðanir á. Meginatriðið hjá okkur er að við getum staðið við það sem stendur í skýrslunum. Hins vegar má segja að þó svo ekki séu fleiri en einn einstaklingur á bak við það orðalag sem þú tekur sem dæmi, þá á ekki að segja frá því í skýrslunni.“ Ilokakafla skýrslunnar eru notuð gildishlaðin orð, eins og œðibunugangur. Er algengt að slíkt orðalag komi fram í ykkar úttektum eða er þetta dœmi óvenjulegt? „Ég held ég geti sagt að þetta er frekar sérstætt. Þar með er ég ekki að segja að þetta orðalag eigi ekki rétt á sér. Skýrslugerð er alltaf í þróun hjá okkur og þarna fórunt við þessa leið, ekki síst vegna þess að um umdeilt kerfi er að ræða og mismunandi sjónarmið. Við töldum þýðingar- mikið að það kæmi fram sem bent var á í viðtölunum og ég tek fram að þarna var ekki urn að ræða sjónarmið eins aðila. Hins vegar er í skýrslunni einkum leitast við að reifa það sem telja mátti ríkjandi viðhorf þess hóps sem við vitnum til hverju sinni, stjórnenda, hvort sem þeir voru rekstrarlegir stjórnendur, læknar eða hjúkrunar- fræðingar. Tilgangurinn með framsetningu af þessu tagi er fyrst og fremst að vekja athygli á efninu, svo rnenn fáist til að ræða það.“ Hvað var haft til hliðsjónar við val á stofnunum sem spurðar voru í upphafi og í ítarlegri umfjöllun? „Við völdum þær stofnanir þar sem vitað var að þessi starfsemi færi fram í einhverjum mæli. Þegar valdar voru út stofnanir til að gera ítarlegri athugun var það meðal annars gert út frá 644 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.