Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2001, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.07.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BREYTING Á AFSLÁTTARREGLUM Högni Oskarsson Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum. Nýjar afsláttarreglur Til umhugsunar ÞaNN 17. MAÍ SÍÐASTLIÐINN SAMÞYKKTI FÉLAGS- fundur LR tillögu meirihluta samninganefndar LR við TR um nýjar afsláttarreglur. Samþykktin felur í sér grundvallarbreytingu á því kerfi sem unnið hefur verið eftir um langan tíma og gengur gegn meginhugsun núverandi gjaldskrár. Afsláttarkerfið átti að stuðla að því að ekki væri farið fram úr árlegum fjárveitingum til málaflokksins, þó það tækist aldrei. Annað markmið hefur verið að draga úr því sem mátti kalla ofurafköst lítils en breytilegs hóps sérfræðinga, hvort heldur þeirra sem hafa rekið stofu við hlið spítalavinnu, hér kallaðir spítalalœknar, eða hinna sem hafa að mestu unnið á stofu, hér kallaðir stofulœknar. I þriðja lagi átti afsláttarkerfið að tryggja ákveðið jafnvægi milli sérgreina, þannig að einstakar greinar tækju ekki til sín óeðlilega stóran hluta heildareininga. Með öðrum orðum: afsláttarkerfið mátti nota sem stýritæki, bæði af hálfu TR og LR. Eitt einingarverð hefur gilt fyrir alla, óháð spítalastöðu. Forsenda fyrir afslætti hefur verið sú, að enginn borgi afslátt fyrr en ákveðinni rekstrarhag- kvæmni sé náð. Afsláttarkerfið var stöðutengt og byggðist meðal annars á því, að í raun væri greiðandinn (það er ríkissjóður í gegnum Heilbrigð- isráðuneytið) að tvígreiða spítalalæknum ákveðna þætti sem voru reiknaðir inn í gjaldskrá, svo sem námsferðakostnað og tíma til símenntunar í vinnu- tíma. Auk þessa eru ýmsir þættir dýrari fyrir stofu- lækna, svo sem rekstrar- og sjúkratryggingar. Hefur þannig mátt færa rök fyrir því að spítalalæknar ættu að gefa afslátt af gjaldskrá strax í upphafi. Stofu- læknar hafa stutt kollega sína í spítalastöðum, samheldninnar vegna, þótt fórnarkostnaður hafi hlotist af í formi of lágrar gjaldskrár. Þótt alltaf hafi staðið styr um afsláttinn hefur þróun síðustu ára orðið mjög mildandi fyrir spítalalækna. Samþykkt félagsfundarins felur í sér afnám stöðutengingar. Meginþungi afsláttargreiðslna flyst yfir á stofulækna. Hefja þeir að greiða afslátt löngu áður en þeir hafa unnið heilt vinnuár, það er áður en rekstrarlegri hagkvæmni er náð. Þessu verður ein- ungis mætt með því að skera niður laun, eða til dæmis símenntunarkostnað. Þeir læknar, sem mest hagnast á breytingunni, eru sérfræðingar í fullri spítalastöðu sem eru rneð umfangsmikinn stofurekstur. Hér getur verið um háar fjárhæðir að ræða. Þetta snertir þó ekki velflesta spítalalækna hvorki á einn veg né annan, enda flestir með hóflegan stofurekstur. Upphafleg markmið samninganefndar LR voru allt önnur en að ofan greinir. Samþykktin er í andstöðu við það markmið að draga úr misvægi sem hefur skapast milli sérgreina á skurð- og tækjasviði og annarra. Afleiðingar samþykktarinnar eru að ekkert virkt stýrikerfi verður lengur fyrir hendi, hvorki fyrir einstaklinga, sérgreinar né heild. Frumskógarlögmálið mun ríkja. Og það versta er, að sú samheldni sem hefur ríkt í hópi sérfræðinga tilheyrir að öllum líkindum fortíðinni. Fara hefði mátt aðra leið, sem hefði komið allflestum spítalalæknum til góða, en hefði tryggt það að afsláttargreiðslur stofulækna yrðu sem næst óbreyttar í stað þess að tæplega tvöfaldast. Hefði afsláttur aðallega lent á toppunum í hópi stofu- og spítalalækna, það er hjá þeim sem vegna umfangs rekstrar geta náð mestri hagræðingu. Sú skoðun kom fram á fundinum, og hlaut góðar undirtektir margra, að einnig skyldi afnema helgun- arákvæðið í samningum spítalalækna. Ogæfan í þessu er sú, að ekki er aðeins verið að vega að þeim sem helga sig rekstri utan heilbrigðisstofnana og hafa hag af að stuðla að sem mestri þróun þar, það er stofulæknum, heldur virðist einnig eiga að höggva af þeim, sem vilja helga starfskrafta sína sjúkrahús- vinnu. Hollara væri að tryggja, að bæði utan og innan stofnana heilbrigðiskerfisins starfi kjarnar karla og kvenna, sem einbeita sér að einum starfsvettvangi starfseminni til hagsbóta, ekki síst þeim sem kjósa að skipta tíma sínum milli starfa innan og utan stofnana. Hugsunar er þörf. Læknablaðið 2001/87 647
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.