Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 59

Læknablaðið - 15.07.2001, Side 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS starfsheiti, hjúskaparstöðu, fjölskylduhagi, félags- legar aðstæður og tóbaks-, áfengis- og aðra vímu- efnanotkun. Ekkert segir um þetta í lögunum, en í athugasemdum um 7. tl. 5. gr. frumvarpsins segir, að gert sé ráð fyrir að samráð verði haft meðal annars við sérgreinafélög, forstöðulækna sviða og hjúkrun- arstjórnendur um hvaða upplýsingar séu unnar úr sjúkraskrám og hvort einhverjar upplýsingar séu þess eðlis að ekki sé rétt að flytja þær í miðlægan gagnagrunn (12). í athugasemdum um 7. gr. segir, að gert sé ráð fyrir að inn í grunninn fari aðallega flokkaðar og kóðaðar upplýsingar, sem koma megi á tölulegt form. Að öðru leyti sé gert ráð fyrir að í samningum rekstrarleyfishafa við heilbrigðisstofn- anir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um flutninginn verði settar þær takmarkanir sem heilbrigðisstofnun, heilbrigðisstarfsmenn, Persónu- vernd og nefnd um starfrækslu gagnagrunns telji rétt að setja (13). Allar þessar upplýsingar, einar sér og saman með heilsufarsupplýsingum, er unnt að nota til að þekkja einstakling, ekki síst í því litla samfélagi sem við búum í, og samkvæmt 7. gr. ber því að dulkóða þessar upplýsingar í eina átt þeim tilvikum sem unnt er að nota upplýsingarnar til að bera kennsl á einstaklinga. Vandséð er að það skipti sköpum miðað við smæð hins íslenska samfélags að úr gagnagrunninum skuli aðeins gefnar upplýsingar um hópa, eins og kveðið er á um í 14. gr. reglugerðar nr. 32/2000 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Er því hætt við að litlar upplýsingar séu í sumum tilvikum eftir fyrir rannsakendur til að vinna með. Samkvæmt þessu verður það einnig tilviljanakennt, hvenær unnt er að nota heilsufars- upplýsingar til að bera kennsl á einstakling. Til dæmis kann að vera unnt að þekkja einstakling eða hóp einstaklinga af sjaldgæfum sjúkdómsgreiningum, sjaldgæfum lyfjum eða sjaldgæfum ættarsjúkdómum. Einnig virðist leika vafi á því, hver eigi síðan að taka af skarið um það hvaða upplýsingar teljist til persónuauðkenna í einstökum tilvikum og eigi þar af leiðandi að dulkóða í eina átt. Afar óheppilegt er að ekki sé kveðið á um þessi mikilvægu atriði í lögunum sjálfum. Illskárra hefði þó verið að afmörkun þessi hefði verið greind í reglugerð, en sú leið var ekki heldur farin. Er ástæða þessa líklega sú, að erfitt er vegna rann- sóknarhagsmuna rekstrarleyfishafa að afmarka nánar hvaða upplýsingar skuli færðar í gagnagrunn- inn. Öfugt við venjulega framkvæmd vísindarann- sókna þar sem fyrir liggur skýrt, yfirlýst markmið með rannsókninni strax í byrjun, er vísast ekki vitað hvaða vísindarannsóknir verða framkvæmdar í fram- tíðinni með notkun upplýsinga úr gagnagrunninum. Þegar þannig liggur ekki fyrir skýrt, yfirlýst rannsóknarmarkmið af hálfu rekstrarleyfishafa, þar sem einfaldlega ekki er búið að taka ákvarðanir um það hvaða rannsóknir verði framkvæmdar, er vitaskuld erfitt að afmarka þær upplýsingar sem fara skulu í gagnagrunninn. I öðru lagi er erfitt að sjá samræmi milli annars vegar áðurgreindra markmiða GRL urn að gagna- grunnurinn hafi aðeins að geyma ópersónulegar upplýsingar og ákvæða 2. mgr. 7. gr. laganna um að persónuauðkenni skuli dulkóðuð í eina átt, það er með dulkóðun sem ekki sé hægt að rekja til baka með greiningarlykli, og hins vegar umsagnar Tölvu- nefndar til Alþingis um frumvarpið til GRL (14). Af umsögninni má ráða, að dulkóðun persónuauðkenna verður að vera hægt að rekja til baka, þar sem gert sé ráð fyrir að upplýsingar í grunninum verði uppfærðar reglulega þegar nýjar bætast við. Til þess sé nauðsynlegt að greina megi hvar eldri upplýsingar um sama mann sé að finna, og því verði upplýsingar í grunninum ekki aftengdar, heldur aðeins dul- kóðaðar. Fyrrgreind vísan athugasemda við 2. tl. 3. gr. GRL til þess að ákvæði tilskipunar Evrópusam- bandsins nr. 95/46/EC um persónuvernd eigi ekki við um GRL þar sem upplýsingar í gagnagrunninum væru nafnlausar, virðist ekki standast (15). í þriðja lagi er í 2. mgr. 10. gr. GRL heimiluð samtenging upplýsinga úr gagnagrunni á heil- brigðissviði, gagnagrunni með ættfræðiupplýsingum og gagnagrunni með erfðafræðilegum upplýsingum. Var heimild þessari bætt inn í frumvarpið á síðustu stigum í meðförum Alþingis. Samkvæmt þessu ákvæði er samtenging ekki háð heimild Persónu- verndar. Hins vegar skal rekstrarleyfishafi móta verklag og vinnuferli við samtenginguna sem uppfylli skilyrði Persónuverndar. I 2. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 32/2000 um gagnagrunn á heilbrigðissviði segir, að skilyrði fyrir samþykki Persónuverndar á verklagi og vinnuferli rekstrarleyfishafa sé meðal annars að niðurstöður séu ópersónugreinanlegar. Komi í ljós, að niðurstöður sem fengnar eru með samtengingu upplýsinga séu persónugreinanlegar, geti Persónu- vernd afturkallað samþykki sitt og fyrirskipað eyðingu þeirra í heild eða að hluta. Á meðan mál sé til rannsóknar, geti Persónuvernd bannað frekari samtengningu upplýsinga á grundvelli samþykkis síns og tekið niðurstöðurnar í sínar vörslur. Sam- kvæmt þessu virðist það vera rekstrarleyfishafi sjálfur sem tekur ákvörðun um samtengingu og er ekki gert ráð fyrir inngripi Persónuverndar fyrr en hugsanlegur skaði er skeður. Veruleg óvissa ríkir því um þetta atriði, þrátt fyrir að við umræður á Alþingi hafi komið fram sú skoðun þingmanns, að Persónu- vernd skyldi heimila samtengingu, en þessi orð stangast á við lagatextann sjálfan. Er það afar bagalegt, þar sem líkurnar á að upplýsingar verði persónugreinanlegar hljóta að aukast verulega við samkeyrslu við ættfræði- og erfðaupplýsingar, og þá ekki síst í svo litlu samfélagi sem Island er. Hætt er Læknablaðið 2001/87 655

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.