Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 73

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 9 Faraldsfræði í dag Sjúklíngasamanburðarrannsóknir María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Val samanburðarhóps Sagt er að samanburðarhópurinn sé Akkilesarhæll hverrar sjúklingasamanburðarrannsóknar (SSR) og verða honum því gerð skil í tveimur pistlum. Val samanburðarhópsins byggist á skilgreiningu og vali sjúklingahópsins og þarf því að sérsníða hann fyrir hverja rannsókn. Tilgangurinn með því að hafa samanburðarhóp er að meta hvort tíðni áreitisins meðal sjúklinga er sambærileg við tíðnina meðal þeirra sem ekki hafa sjúkdóminn en eru sambærilegir við sjúklingana að öðru leyti. Því gildir sú meginregla að í samanburðarhóp skal velja þá sem hefðu verið valdir í sjúklingahópinn hefðu þeir haft sjúkdóminn. Það er að segja, samanburðarhópurinn á að vera eins líkur sjúklingahópnum og kostur er, að öðru leyti en því að sjúkdómurinn er ekki fyrir hendi. Þannig má ekki byggja samanburðarhópinn á grundvelli allra sem ekki hafa sjúkdóminn, heldur þarf að skilgreina upprunaþýðið (source population) á sama hátt og gert er við val sjúklinga. Val samanburðarhóps á að byggjast á sömu reglum um innval (inclusion) og úti- lokun og beitt er við val á sjúklingum til að tryggja að samanburðarhópurinn komi úr sama þýði og sjúklingarnir. Eins og við val á sjúkhngum þarf að gæta þess að val samanburðarhópsins sé ekki háð áreitinu. Ef svo er mun samanburður sjúklinga og samanburðarhópsins með tilliti til áreitis verða ómarktækur. Aðferðir við val samanburðarhópsins eru þannig háðar því hvernig staðið er að vali sjúklinganna en einnig öðrum þáttum svo sem nauðsyn þess að afla sambærilegra gagna frá báðum hópunum og „praktískum" þáttum eins og tíma og kostnaði. Ef sjúklingarnir eru fengnir úr skrám sjúkrahúsa er yfirleitt best að velja samanburðarhópinn þaðan einnig, en auðvitað úr hópi einstaklinga sem komnir eru vegna annars sjúkdóms. Kostir þess að nota samanburðarhóp af sjúkrahúsi eru nokkrir. Auðvelt er að finna þá í skýrslum sjúkrahússins, þeir eru almennt líklegri til að vilja taka þátt en heilbrigðir, þeir valþættir sem stýra því að einstaklingar lenda á tilteknu sjúkrahúsi (búseta, aðgengi að þjónustu og svo framvegis) eru fyrir hendi í svipuðum mæli og hjá sjúklingunum og loks, að því marki sem veikindi og sjúkrahúsvist hvetja fólk til að rifja upp og gefa nákvæmar upplýsingar um áreitið, eru sjúklingar á sjúkrahúsi æskilegur samanburðarhópur. Helsti ókostur þess að nota samanburðarhóp af sjúkrahúsi er að um er að ræða veika einstaklinga sem að ýmsu leyti eru ólíkir þeim sem ekki eru veikir og gefa því ef til vill ekki raunsanna mynd af almennri tíðni áreitisins meðal þeirra sem ekki hafa sjúkdóminn. Ef notaður er samanburðarhópur af sjúkrahúsi þarf að hafa í huga hvort sjúkdómur samanburðarhópsins er tengdur áreitinu. Ef rannsaka á til dæmis samband reykinga og hjartasjúkdóma er óráðlegt að nota einstaklinga með langvinna, teppandi lungnasjúk- dóma sem samanburðarhóp, þar sem reykinga- mynstur þeirra er ólíkt því sem almennt gerist. Eins ber að forðast að velja til samanburðar einstaklinga með sjúkdóma sem geta haft áhrif á áreitið. Ef sjúklingarnir eru valdir úr skilgreindu almennu þýði (ekki sjúkrahúsþýði) er best að velja saman- burðarhópinn úr sama þýði. Slíkan samanburðarhóp má velja á ýmsan hátt, til dæmis með því að hafa samband við slembiúrtak af kjörskrá eða símaskrá. Slíkt er þó ekki einfalt eða ódýrt í framkvæmd og fjölmargir þættir geta leitt til þess að samanburðar- hópurinn verði ekki sambærilegur við sjúklinga- hópinn. Sem dæmi má nefna að hentugir listar eru ekki alltaf fyrir hendi, erfitt getur reynst að ná til fólks í slembiúrtakinu, heilbrigt fólk er almennt síður líklegt til að vilja taka þátt í rannsóknum og á oft erfiðara með að gefa nákvæmar upplýsingar um áreitið. Þriðji möguleikinn er að velja einstaklinga í samanburðarhópinn á grundvelli tengsla þeirra við einstaklinga í sjúklingahópnum. Þannig eru stundum valdir nágrannar, makar, ættingjar eða vinir sjúk- linganna. Slíkur samanburðarhópur hefur ýmsa kosti; hann er almennt heilbrigður og líklegur til að endurspegla tíðni áreitisins meðal heilbrigðra, þátttaka er yfirleitt góð og hópurinn er líklegur til að vera sambærilegur við sjúklingahópinn að ýmsu mikilvægu leyti (nágrannar búa oft við svipuð kjör, vinnufélagar hafa svipaða menntun og svo fram- vegis). Notkun slíks samanburðarhóps getur því dregið verulega úr raskandi áhrifum (confounding) ýmissa utanaðkomandi þátta, svo sem menntunar og þjóðfélagsstéttar. Hins vegar þarf að hafa í huga að slíkur samanburðarhópur getur verið gagnslaus eða jafnvel skaðlegur ef tengsl sjúklinganna við meðlimi samanburðarhópsins eru þannig að þau stýri áreitinu í samanburðarhópnum. Þannig er ekki æskilegt að nota maka til samanburðar ef kanna á tengsl mataræðis eða búsetu við sjúkdóm. I næsta pistli verður fjallað um hlutfallslega stærð samanburðarhópsins miðað við sjúklingahópinn og pörun (matching). Læknablaðið 2001/87 669
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.