Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 10

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafa- kortið í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Það var glaðværð ríkjandi á göng- unum í Heiðarskóla í Hvalfjarðar- sveit í frímínútum fyrir hádegi síð- astliðinn miðvikudag þegar blaða- maður Skessuhorns átti leið í skól- ann. Nemendur voru að koma úr ýmsum tímum og þar á meðal voru nokkrir að koma úr verkefna- vali. Nokkrar stúlknanna voru með kökubakka að koma úr matreiðslu. Þær hlógu og voru glaðlegar þeg- ar þær buðu bollakökur sem þær voru núbúnar að baka. Einhver tor- tryggni var í gangi kannski vegna þess að yfirleitt er fólk ekki skelli- hlæjandi þegar það er að bjóða upp á veitingar. Sumir þáðu þó kök- urnar hjá stúlkunum. „Það er mat- reiðsluþáttur eitt af verkefnavalinu hjá okkur í skólanum og við vorum að gera hann áðan. Það var mjög skemmtilegt og kökurnar eru líka góðar þótt þær líti kannski ekkert sérstaklega vel út,“ sögðu stúlkurn- ar hlæjandi þegar þær buðu einum kennaranum og blaðamanni upp á nýbakaðar og ilmandi bollakökur. þá Á afmælisfagnaði Bókasafns Akra- ness fimmtudaginn 6. nóvember síðastliðinn færði Kiwanisklúbbur- inn Þyrill bókasafninu upplýsinga- skjá að gjöf í tilefni 150 ára afmælis safnsins. Upplýsingaskjárinn verð- ur staðsettur í aðalrými safnsins og notaður til hvers konar kynningar og birtingar á upplýsingum í starfi í myndrænu formi. Það var Jón Trausti Hervarsson sem færði safn- inu gjöfina fyrir hönd klúbbsins. „Safninu er mikill fengur að þess- ari gjöf og kemur hún sér mjög vel í daglegu safnastarfi,“ segir Hall- dóra Jónsdóttir bæjarbókavörð- ur. Þá færði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi bókasafninu ræðupúlt að gjöf frá Akraneskaup- stað og Ingibjörg S. Sverrisdótt- ir landsbókavörður færði safninu Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar, ljósprentað eiginhandrit Hall- gríms Péturssonar frá 1659. grþ Þessa dagana er verið að endur- smíða línubátinn Sverri SH í Báta- höllinni á Hellissandi. Að sögn Viðars Páls Hafsteinssonar, eig- anda Bátahallarinnar, verður Sverr- ir nánast nýr bátur eftir breyting- arnar. Aðeins kjölur og stýrishús voru látin standa eftir. Segir Við- ar ennfremur að Sverrir hafi verið 8,3 tonn að stærð fyrir breytingar en verði 15 brúttótonn. „Við þetta mun lestarrými stækka úr níu 380 lítra körum í fjórtán 660 lítra kör. Einnig verður sett ný John Deere vél, sem er 650 hestöfl að stærð, nýtt rafmagn, tvær bógskrúfur og 1200 lítra olíutankur.“ Auk þessara breytinga verður settur upp skjól- veggur bakborðsmegin og drátt- arhlíf stjórnborðsmegin, auk þess sem þakið á brúnni verður lengt aftur eftir bátnum svo það myndi skjól fyrir veðri og vindum fyrir áhöfnina. Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri, segir bátinn stækka um helming við þessar breytingar. „Öll vinnuaðstaða verður gjörbreytt. Ég vona að báturinn verði tilbú- inn fyrir jól,“ segir Örvar. Tveir Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður og Jón Trausti Hervarsson frá Kiwanis- klúbbnum Þyrli. Kiwanisklúbburinn færir bókasafninu gjöf Buðu upp á bollakökur í frímínútunum Sigríður Elín Sigurðardóttir, Sesselja Rós Guðmundsdóttir, Elfa Dís Daðadóttir og Steinunn Jóhannsdóttir buðu upp á bollakökur í frímínútunum. Viðar fyrir framan nýju vélina. Sverrir SH endursmíðaður og stækkaður í Bátahöllinni menn eru í áhöfn Sverris. Það er Sverrisútgerðin sem gerir bátinn út, ásamt Glað SH. Örvar segir að fyrir skemmstu hafi vél Glaðs bilað og því hafi þeir staðið uppi án báts. „Því leigðum við bátinn Lilju SH á meðan verið er að koma vél Glaðs í lag, en ég vona að það verði í þess- ari viku,“ segir Örvar. af Svona leit báturinn út þegar Viðar og hans menn voru búnir að hreinsa af honum áður en smíðin hófst. Viðar Páll Hafsteinsson ásamt Örvari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.