Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 18

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Allt í aðventukransinn Kynnið ykkur úrvalið -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar Margt verður að gerast í Borgar- byggð á aðventunni og sérstaklega á fyrstu helgi hennar, það er um næstu helgi. Tónleikar eru áber- andi í dagskránni og ýmsir fleiri menningarviðburðir. Nemendur MB munu ríða á vaðið og frum- sýna Rocky Horror show föstu- dagskvöldið 28. nóvember en nú þegar er uppselt á frumsýninguna eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu. Á föstudagskvöld er einnig jólabingó Kvenfélagsins 19. júní í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag verða tónleikar Freyjukórsins og Gissurar Páls Gissurarsonar bæði í Borgarneskirkju og Reykholts- kirkju. Á sunnudag verða tónleikar í Landnámssetrinu þar sem systurn- ar frá Einarsnesi, Soffía Björg og Kristín Birna Óðinsdætur syngja og Helgi Már Hannesson leikur á hljómborð. Þann sama dag syng- ur Samkór Mýramanna í Ljóma- lind og ljós jólatrés Borgarbyggð- ar verða tendruð á Kveldúlfs- velli. Áætlað er að jólasveinar kíki í heimsókn og boðið verður upp á kakó, ávörp flutt og ýmis skemmti- legheit viðhöfð. Að morgni mánu- dagsins 1. desember verður mynd- uð vinakeðja í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Tendr- að verður á kyndlum og kveikt á jólastjörnunni sem staðsett er á klettinum. Í hádeginu verður kaffi- hús í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Um kvöldið verð- ur í Edduveröld „Lesið í skýin“ þar sem Trausti Jónsson veðurfræðing- ur mun kenna fólki að gá til veðurs með því að skoða skýjafar. Þriðju- daginn 2. desember verður fyrir- lestur í Snorrastofu um lausafjár- eign bænda og búaliðs í Borgarfirði á 19. öld. Már Jónsson sagnfræð- ingur er fyrirlesari. Miðvikudag- inn 3. desember verður Opið hús í Fjöliðjunni í Borgarnesi í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks. Fimmtu- dagskvöldið 4. desember verða að- ventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Reykholtskirkju. Elsa Waage hörpuleikari, Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Hilmar Örn Agnarsson orgelleik- ari. Jólaútvarp félagsmiðstöðvar- innar Óðals byrjar mánudaginn 8. desember og næstu dagana verða viðburðir í Landnámssetri, Snorra- stofu og Ljómalind. Málverkasýn- ing Birnu Þorsteinsdóttur er opin í Safnahúsi Borgarfjarðar til 19. des- ember. Loks má geta viðburða í kirkjum í sveitarfélaginu eins og lesa má um á öðrum stað í blaðinu. Það skal tek- ið fram að hér er ekki um tæmandi skrá að ræða en ljóst að úr miklu er að moða í menningar- og listalífi í héraðinu. þá Margir viðburðir í Borgar­ byggð á aðventunni Kór Akraneskirkju heldur hátíð- lega tónleika í upphafi aðventu á Kalmansvöllum, sunnudaginn 30. nóvember kl. 17. Flutt verður hin gullfallega jólaóratoría, Orato- rio de Noël eftir franska tón- skáldið Camille Saint-Saëns, fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Verkið var frumflutt á jólum árið 1858 og hefur notið mikilla vin- sælda og er flutt víða um heim fyr- ir hver jól. Í hléi bjóða kórfélagar upp jólaglögg og piparkökur. Eftir hlé færir kórinn sig nær nútíman- um og flytur aðventu- og jólalög í fjölbreyttum útgáfum. Einsöngvarar eru þau Elfa Mar- grét Ingvadóttir mezzosópr- an, Halldór Hallgrímsson barí- ton, Hanna Þóra Guðbrandsdótt- ir sópran, Snorri Wium tenór og Þórgunnur Stefánsdóttir sópran. Sérstakir gestasöngvarar verða þau Halla Jónsdóttir og Heiðmar Eyj- ólfsson en þau eru ung og efnileg og hafa getið sér gott orð fyrir fal- legan söng. Allir þessi söngvar- ar eru búsettir á Akranesi eða ná- grenni nema Snorri Wium. Snorri hefur átt farsælan feril sem söngv- ari, bæði hér heima og erlendis og er einn af okkar allra bestu ten- órum. Kammersveit Kalmansvalla er skipuð þeim Aðalheiði Þor- steinsdóttur sem leikur á orgel og píanó, Helgu Steinunni Torfadótt- ur fiðluleikara, Kristínu Sigurjóns- dóttur fiðluleikara, Kristínu Þóru Haraldsdóttur lágfiðluleikara, Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara, Sop- hie Schoonjans hörpuleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara. Aðgangeyrir er kr. 3.000 við inngang en 2.500 í forsölu. For- sala er í versluninni Bjargi, Akra- nesi. Tónleikarnir fara fram að Kal- mansvöllum 1 á Akranesi eins og áður sagði en það húsnæði var áður notað undir verslunarrekst- ur m.a. Þar hefur Kór Akranes- kirkju áður haldið tónleika og nú síðast í mars á þessu ári. Mikið er í lagt að gera „tónleikahöllina“ sem glæsilegasta fyrir þessa tónleika og leggjast allir kórfélagar á eitt í þeim efnum. -fréttatilkynning Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.