Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 38

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Neyðarlínan í Reykjavík, 112, er ekki stór vinnustaður. Þar eru átj- án sem sinna vöktum fyrir utan nokkra sem sinna tæknimálum og skrifstofustörfum. Það er svo- lítið sérstakt að meðal þeirra sem sinna vöktum eru ung hjón á Akra- nesi. Þetta eru þau Guðjón Hólm Gunnarsson og Hjördís Garðars- dóttir. Vaktirnar eru langar, 12 tímar, og síðan tekur það upp und- ir klukkutíma að fara á milli Akra- ness og Reykjavíkur hvora leið. Þeir eru ekki nema fjórir dagarn- ir sem þau eru bæði heima núna í nóvember en verða eitthvað fleiri í desember. Þau eru með þrjú börn á heimilinu og það fjórða er á leið- inni. Guðjón og Hjördís segja að það væri ekki möguleiki fyrir þau að stunda þessa vinnu nema eiga góða að sem gæta barnanna þegar þau eru bæði á vöktum. Kynntust í vinnunni Hjördís er Skagamanneskja en Guðjón Hólm úr Reykjavík. Guð- jón var búinn að starfa hjá Örygg- ismiðstöðinni í nokkur ár þegar hann réðst til starfa hjá Neyðarlín- unni í apríl 2006. Hjördís byrjaði þar í október 2007. „Við byrjuð- um svo saman í janúar 2008. Hjör- dís bjó í smátíma hjá mér í Reykja- vík en svo ákváðum við að kaupa hús á Akranesi og búa þar. Við keyptum 27. nóvember og flutt- um inn 3. desember. Þetta gerð- ist allt mjög hratt,“ segir Guðjón. Kannski í stíl við það sem gerist á vinnustaðnum, verður blaðamanni að orði, eða þarf ekki fljót og fum- laus vinnubrögð á Neyðarlínunni? „Jú, við mælum allt þar í sekúnd- um og fólk þarf að vera skjótt í hugsun og ákvörðunum. En þetta þjálfast fljótt og fólk vinnur sam- kvæmt vinnuferlum sem gerðir eru til að hjálpa. Þetta er samt ekki eins mikil aksjón hjá okkur eins og ætla mætti af sjónvarpsþáttum að dæma. Mjög lítill hluti eru stór akútmál, um 60% tengjast tilkynn- ingum til lögreglu án þess að kalla þurfi til sjúkrabíl eða aðra aðstoð,“ segir Guðjón. Vantaði vinnu Hjördís segir að það hafi verið al- gjör tilviljun að hún fór að vinna hjá Neyðarlínunni. „Mig vantaði fasta vinnu. Minn bakgrunnur var í ferðaþjónustustörfum, árstíða- bundnum og ótryggum. Á þessum tíma sótti ég um á fjölda stöðum og það var bara tilviljun að mér bauðst starf hjá Neyðarlínunni. Það var engin hugsun á bak við þetta önnur en fá trygga vinnu. Ég kann bara vel við þetta starf og enn sem komið er lít ég á þetta sem framtíðarstarf. Ég er búin að afla mér kennsluréttinda í nýliðaþjálfun, bóklega hlutanum, sem ég sótti til fyrirtækis í Banda- ríkjunum sem sér um gæðavottun í þessum málum,“ segir Hjördís. Guðjón Hólm sér hins vegar um verklega þjálfun nýliða ásamt fleir- um og var á námskeiði núna í haust sem veitti honum þau réttindi. Aðspurð segja þau að það geti verið mikið álag á starfsfólki Neyð- arlínunnar, sérstaklega þegar stærri mál koma upp, en sem betur fer sé það ekki mjög oft. „Það er persónu- bundið hvernig fólk höndlar álag. Við leggjum mikla áherslu á úr- vinnslu, andlega hjálp, til að minnka þörfina á áfallahjálp. Við erum fá- mennur vinnustaður og í raun eins og lítil fjölskylda, höldum utan um hvort annað. Það veitir ekki af til að lengja líftíma í starfi. Sumir brenna frekar hratt upp í þessu, álag og er- ill er slítandi. Ég er í teymi sem er að fara yfir stuðningsferla og það stendur til að við förum í kerfi að fyrirmynd Slökkviliðs Reykjavíkur sem heitir félagsstuðningur,“ seg- ir Guðjón. Frumkvöðull í að safna fyrir Lúkösum Guðjón Hólm hefur komið nokkuð við sögu á Vesturlandi síðasta árið varðandi það að bæta við búnaði í sjúkraflutningsbíl- um. Það var hann sem var upp- hafsmaður þess að safnað var fyrir tækjum til að veita hjarta- hnoð, svokölluðum Lúkösum, í tvo sjúkrabíla á Akranesi. Það var byrjun á því og síðan tóku aðrir upp merkið og safnað hefur verið fyrir Lúkösum í sjúkrabíla víða á Vesturlandi. Á starfssvæði HVE eru nú bara Borgarnes og Hólmavík án Lúkasa, sem og Grundarfjöður en hjartahnoð- tækið er til staðar bæði í Stykkis- hólmi og Ólafsvík, sem og í Búð- ardal og á Hvammstanga. „Þetta byrjaði þannig að ég frétti af því að félagi minn í Slökkviliðinu á Suðurnesjum hefði ýtt af stað söfnun fyrir Lúkasi á því svæði. Ég greip hugmyndina og hafði samband við Gísla og hann síð- an við Sigurð Má í sjúkraflutn- ingunum hérna á Akranesi. Þeg- ar við fórum að kynna þessa söfnun urðu viðbrögðin tals- vert fram úr björtustu vonum þótt svo við vissum að málefnið væri gott. Fyrirtækin sem studdu söfnunina gerðu það svo rausn- arlega að tækin urðu tvö en ekki eitt sem safnað var fyrir. Að auki var hægt að kaupa viðbótarbúnað í bílana,“ segir Guðjón. Klæðir sig úr vinnunni Spurð hvort að þessi vinna sé ein af þeim sem fólk taki með sér heim, segja þau að það sé sjálfsagt einstaklingsbundið. „Það er held ég kostur fyrir okkur að vinna sömu vinnu. Við fáum stundum útrás í því að ræða saman ef eitt- hvað situr eftir að degi loknum og svo er það bara búið,“ seg- ir Hjördís og Guðjón bætir við. „Mér finnst mjög gott að hafa fataskipti á vinnustaðnum, þá er hreinlega eins og ég sé að klæða mig úr vinnunni. Ég hef hvatt mína vinnufélaga til að gera það sama,“ segir Guðjón. „Ég hef reyndar ekki farið að þessu ráði hans. Fyrir mig skiptir það engu máli hvort ég fer í vinnufötunum heim eða ekki,“ segir Hjördís og brosir. Þau Guðjón og Hjördís segj- ast þurfa að skipuleggja hlut- ina vel fram í tímann og það sé algjörlega stórfjölskyldan sem geri þeim kleift að sinna þessum störfum. Vinna þarf önnur hver jól og það verða einmitt vinnujól núna. „Á aðfangadag er ég í fríi og Guðjón að vinna. Hann kem- ur heim klukkan átta um kvöld- ið og þá á hann jól í stuttan tíma með strákunum. Svo þurfum við að koma þeim í pössun á jóla- dagsnótt og jóladag. En það vill til að þeir eru bara spenntir og ánægðir með að fá að vera hjá ömmu og afa,“ segir Hjördís að endingu. þá Ung hjón á Akranesi vinna bæði hjá Neyðarlínunni Sjúkraflutningamenn í Ólafsvík við móttöku hjartahnoðtæki í bíl þeirra. Fyrir aftan standa Erling Pétursson og Axel Davíðsson. Fyrir framan þá eru Þórarinn Steingrímsson, Guðbjörn Ásgeirsson og Elías Róbertsson. Ljósm. af. Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir ýmiskonar ljúfmeti sem hentar í eftirrétti eða bara sem ábætir milli mála Ljúffengur rjómaís margar bragðtegundir • Skyrkonfekt og gómsætir ostar Einnig hið rómaða gamaldags skyr sem hentar vel í ostakökur og deserta Njótið jólanna Gleðileg Jól Gerum okkur glaðan dag um jólin Rjómabúið Erpsstöðum • erpsstaðir.is • rjomabu@simnet.is • 868 0357 S K E S S U H O R N 2 01 3 Hjördís Garðarsdóttir og Guðjón Hólm Gunnarsson. Ljósm. þá. Félagarnir Sigurður Már og Guðjón Hólm höfðu frumkvæði að söfnun fyrir fyrstu hjartahnoðtækjunum á Vesturlandi. Söfnunin gekk framar vonum og hefur víðar í landhlutanum verið safnað og gefið með góðum árangri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.