Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 40

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Væntalega er það talsvert átak að taka sig upp með sex manna fjöl- skyldu, yfirgefa jörð og bústofn, flytja landshorna á milli og hefja há- skólanám. Þetta gerði Ólöf María Brynjarsdóttir 34 ára. Hún bjó með kindur og ungnaut á Ferjubakka í Borgarfirði ásamt manni sínum Sveini Þórólfssyni húsasmið og fjórum börnum á aldrinum fjög- urra til fjórtán ára. Það sem meira er; móðir hennar, Birna Konráðs- dóttir á Borgum, fór einnig norður og er með dóttur sinni í Háskólan- um á Akureyri þar sem þær mæðg- ur stunda nám sem kallast nútíma- fræði. Nútími í löngu samhengi „Þetta er einstaklega skemmtilegt nám og nafnið á því kallar fram margar spurningar frá fólki. Nú- tíminn spannar nokkuð langt tíma- bil hjá okkur því við miðum við að upphaf hans hafi verið með frönsku byltingunni árið 1792. Þá var iðn- byltingin að hefjast og borgarsam- félagið að festast í sessi. Þetta nú- tímaskipulag sem við þekkjum var að hefja innreið sína. Við tökum á þessu öllu í mjög víðum skiln- ingi,“ segir Ólöf María þegar hún er spurð um námið. „Þetta heyrir undir hug- og félagsvísindadeildina hér. Eiginlega er allt það besta úr félagsvísindunum tekið upp í þessu námi og nokkuð víða komið við og leitað eftir breiðri þekkingu á þró- un samfélagsins. Þetta er blanda af heimspeki, siðfræði og samfélags- fræði svo ég nefni eitthvað. Það er eiginlega tekið það besta úr öllu. Þetta er fyrir svona „besserwisser“ eins og mig eða svona sjálfvita, eins og farið er að kalla þetta. Það er mjög gott heiti á þessa manngerð. Ég nota það óspart.“ Fer til Kanada sem skiptinemi Ólöf María segir að trúarbragða- fræði sé sitt áherslusvið í nám- inu og þar sem það sé ekki kennt í Háskólanum á Akureyri fari hún sem skiptinemi til Kanada næsta haust ásamt bestu vinkonu sinni úr HA, en skólinn er með tengsl við nokkra háskóla í Kanada. Að sjálf- sögðu tekur Ólöf fjölskylduna með sér þangað líka. Hún er nú á öðru ári í Háskólanum á Akureyri og segist mjög ánægð með námið og skólann. „Ég var búin að fara einn vetur í Háskólann á Bifröst áður í grunnnámi fyrir háskólanámið og það voru nokkur viðbrigði í fyrstu að koma hingað norður. Hóparnir sem ég var í tímum með voru miklu fjölmennari en ég þekkti á Bifröst og ég varð talsvert óörugg í fyrstu. Svo kom það bara í ljós að kenn- ararnir hér virtust alltaf hafa tíma til að hlusta á mann utan kennslu- stunda, svara spurningum sem ég kom ekki að og aðstoða mig á all- an hátt. Þetta er alveg yndisleg- ur skóli og mjög góður. Þeir sem kenna okkur hér eru fræðimenn á heimsklassa.“ Frændinn fóðrar bústofninn Fjölskyldan tók á leigu einbýlishús í Glerárþorpinu á Akureyri í göngu- færi við háskólann. „Mamma er svo í íbúð sem er í kjallaranum. Við vorum búin að athuga með íbúð á stúdentagörðum að það virtist bara alls ekki gert ráð fyrir námsmanni með svona stóra fjölskyldu því yfir- leitt voru íbúðirnar ekki stærri en tveggja eða þriggja herbergja og mest 80 fermetrar,“ segir Ólöf. Yngsta barnið þeirra hjóna er fjög- urra ára og er enn í leikskóla en hin þrjú eru í grunnskóla, en þau eru 9, 11 og 14 ára. „Maðurinn minn hafði verið að vinna hjá Skógrækt ríkisins í Borgarfirði með þessum litla búskap okkar og hann fékk sig fluttan norður. Aðalstöðvar Skóg- ræktarinnar á Norðurlandi eru í Vaglaskógi og hann varð fljótt leið- ur á að þurfa að þvælast til og frá vinnu um Víkurskarð í vetrarveðr- um svo hann fékk sér vinnu í Nor- egi um tíma. Svo urðum við leið á þeirri fjarveru og nú starfar hann sem húsasmiður hjá byggingafyr- irtæki hér á Akureyri.“ Á Ferju- bakka voru þau Ólöf og Sveinn með sauðfé og kálfaeldi. „Þetta var nú svo sem ekkert stórt í sniðum; 75 kindur og svolítið af kálfum. Við björguðum þessu með einu sím- tali til föðurbróður míns sem býr í Borgarnesi. Hann sér um kindurn- ar, sem eru hýstar í Haukatungu í Kolbeinsstaðarhreppi. Þangað fer hann að gefa þeim nokkra daga í viku en amma mín, sem þar býr, sér um að gefa aðra daga. Hann slepp- ir þeim svo í okkar afrétt á sumrin til að viðbrigðin fyrir þær verði ekki eins mikil. Kálfarnir voru hins veg- ar bara látnir vaxa í sláturstærð hjá tengdaforeldrum mínum og klárast þannig.“ Stundaði nám á Hvanneyri Stökkið í háskólanámið var ekkert svo stórt að sögn Ólafar. „Að vísu flosnaði ég upp úr menntaskóla en fór svo í búfræðinám á Hvann- eyri þarna einhvern tímann á milli barnanna,“ segir hún og hlær. „Þetta er því þriðji háskólinn sem ég stunda nám við núna. Það er líka svolítið gaman af því að ég hef alltaf smitað mömmu af námsáhuga líka. Þegar ég byrjaði í grunnnáminu á Bifröst leið ekki langur tími þar til hún var komin þangað líka í nám. Svo fór ég að segja henni frá þessu námi hér og hún fylltist áhuga. Svo sagði hún mér einn morguninn að hún væri búin að liggja á netinu alla nóttina og lesa allt sem hún hefði komist yfir um nútímafræðinám- ið og hún ætlaði að skella sér í það. Hún byrjaði í fjarnámi hérna fyrsta veturinn en svo sá hún að það veitti henni betri félagslegan stuðning að vera á staðnum og er því hér í kjall- aranum hjá okkur núna.“ Ólöf seg- ir þær mæðgur hafa stuðning hvor af annarri og lesi oft yfir hvor fyr- ir hina. „Svo hef ég svolítið gaman af því að sjá viðbrögð samnemenda þegar ég kalla kannski „mamma“ yfir allan hópinn í skólanum því ég er ekkert að fela það að við séum mæðgur. Það eru að vísu aðrar mæðgur í skólanum núna og þetta er bara skemmtilegt. Við erum frek- ar ólíkar en vinnum vel saman og styðjum hvor aðra. Annars hefði ég ekki getað farið í þetta nám nema af því að yndislegar og hjálpfúsar fjöl- skyldur standa að okkur hjónunum eins og kom í ljós með umhirðuna á búpeningnum. Svo þegar ég var í prófum í fyrra þá tók „litli bróð- ir“ minn, 24 ára, sér frí í vinnunni til að koma norður og passa krakk- ana og tengdaforeldrarnir brunuðu norður og náðu í leikskólabarn- ið í sveitina til sín. Svona er þetta alltaf. Allir tilbúnir að hjálpa okk- ur í því sem við tökum okkur fyr- ir hendur.“ Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi Ólöf María segir að að lífið sé bara núna. „Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast, á hvaða aldri sem maður er. Við mæðgur stönd- um svolítið fyrir það sama. Það er sama hvaða hindranir virðast vera í veginum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hvort sem maður er á fertugsaldri með fjögur börn og maka, eða á sextugsaldri með fjög- ur uppkomin börn og maka. Ekki það að ég sé nein ofurkona, það er langur vegur frá því og oft hefur bjargið virst illkleift þegar börnin verða veik og maður þarf samt að taka lokapróf eða þegar prófstress og kvíði eru að fara með mann og fjölskyldan þarf að búa með geð- stirðum námsmanni. Þrátt fyrir all- ar þessar hindranir er mikilvægt að halda í drauma sína og standa með sjálfum sér og vera sáttur við sig. Mig langar til að verða hvatn- ing fyrir fólk sem kannski hefur lát- ið drauma sína sitja lengi á hakan- um, því daglegt líf er orðið svo fast mótað; börn, vinna, heimili og svo framvegis. Ég held að ég sé kannski fínt dæmi um að hægt sé að rífa sig upp og gera eitthvað alveg nýtt og gefast ekki upp. Fyrst ég get það, geta allir það,“ segir Ólöf og bætir við dæmi um hversu fjölbreytt nú- tímafræðin sé og með ólík áherslu- svið. „Mamma er núna að skrifa sína BA ritgerð um áhrif hruns Sparisjóðs Mýrasýslu á samfélagið heima á meðan ég er að skrifa um tengsl áfalla í æsku og sjúkdóma síðar á ævinni.“ Góður grunnur í starfinu hjá RKÍ Áður en Ólöf María fór norður í nám hafði hún verið verkefnisstjóri hjá Borgarfjarðardeild Rauða kross- ins og framkvæmdastjóri um leið. „Þá starfaði ég mikið að málum innflytjenda og það var mjög gef- andi og mikill skóli. Í því verkefni starfaði ég mikið með Önnu Láru Steindal á Akranesi. Hún benti mér á heimspeki og hvatti mig til að fara í frekara nám, sem leiddi mig svo að lokum hingað í nútímafræð- ina. Eiginlega finnst mér að starfið hjá Rauða krossinum hafi leitt mig til frekara náms og er mjög ánægð með það,“ sagði Ólöf María Brynj- arsdóttir nútímafræðinemi og fjög- urra barna móðir. hb Ólöf og Sveinn Þórhallsson maður hennar. Ólöf María Brynjarsdóttir 34 ára Borgfirðingur: Tók sig upp með sex manna fjölskyldu og stundar háskólanám ásamt mömmu sinni Mæðgurnar og háskólanemarnir í nútímafræði: Birna G. Konráðsdóttir og Ólöf María Brynjarsdóttir. Börnin fjögur í vetrarríki á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.