Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 46

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Marta Magnúsdóttir er 21 árs Grundfirðingur, sem stundar nú nám í uppeldis- og menntunar- fræði við Háskóla Íslands og tek- ur viðskiptafræði með sem aukafag. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði fyrir jólin 2012 eftir þriggja og hálfs árs nám. Haustið eftir hélt hún til Ekvador í ævintýraleit og fór að vinna þar á vegum AUS – alþjóðlegra ungmennaskipta. Síð- an fór hún á smá flakk um Suður- Ameríku áður en hún kom heim í vor. Eftir sumarvinnu á veitinga- stað í Grundarfirði er hún svo sest á skólabekk í Háskóla Íslands. Upp- eldis- og menntunarfræðina nem- ur hún í húsi fyrrum Kennarahá- skóla Íslands í Hlíðunum en við- skiptafræðin er hins vegar kennd í húsakynnum Háskóla Íslands á Melunum. Marta er yngst fjög- urra systra. Dóttir hjónanna Sig- ríðar Finsen og Magnúsar Soffaní- assonar í Grundarfirði. Marta seg- ist búa núna á æskuslóðum mömmu sinnar í Reykjavík meðan á náms- tímanum stendur. „Ég er í næsta húsi við móðurömmu mína vestur í bæ. Þar bý ég í íbúð með þremur skiptinemum frá Austurríki, Wa- les og Þýskalandi. Þetta er fjölþjóð- legt umhverfi og skemmtilegt, mér leiðist það ekki,“ segir hún, en sam- býlingar Mörtu eru allir í háskóla- námi hér. Frumstæð bústörf „Mig langaði að fara til einhvers lands til að skerpa á enskukunnátt- unni en endaði svo með því að fara til Ekvador í S-Ameríku þar sem nánast eingöngu er töluð spænska. Ég ætlaði ekkert til S-Ameríku en svo sá ég allt í einu að þetta sveita- starf í boði. Ég hugsaði strax með mér að ég yrði að fara þangað og mætti ekki sleppa þessu. Ég fór á vegum samtakannna AUS sem eru alþjóðleg ungmennaskipti og nú er ég komin í stjórn þessara sam- taka hér á landi en það eru alltaf krakkar á vegum þessara samtaka hér. Krakkarnir eru í ýmsum sjálf- boðstörfum á Íslandi og dvelja hér í 1-12 mánuði í senn. Þau eru al- farið í sjálfboðavinnu.“ Sjálf var Marta að vinna í sjálfboðavinnu á bóndabænum í Ekvador og meira en það því hún þurfti að greiða fyr- ir fæði og húsnæði. „Það er eigin- lega meira verið að greiða fyrir ör- yggið þarna en uppihaldið. Þú hef- ur alltaf einhvern tengilið öryggis- ins vegna. Verðið var að vísu mjög hagstætt en fæðið var annað en ég var vön og kröfur um meðferð mat- væla ekki þær sömu og þekkjast hér. Einu sinni borðuðum við kjúkling í einhverju skólamötuneyti þarna. Ég og vinir mínir fengum öll mat- areitrun um nóttina. Við vorum ekki með neitt drykkjarvatn en loksins þegar einhver gat staulast út að ná í almennilegt soðið drykkjar- vatn um morguninn þá fékk ég þann besta vatnssopa sem ég hef fengið á ævinni. Þetta var fremur afskekktur og frumstæður bónda- bær, sem ég vann á og bjó. Það voru eingöngu handverkfæri notuð; öxi, hnífar, járnkarlar, skóflur og hálf- ónýtar hjólbörur voru helstu tæk- in. Þarna var m.a. verið að rækta grænmeti, mjólka kýr og gefa svín- um, naggrísum og hænum, sem síð- an var slátrað fyrir jólin og allt gert heima. Ekkert matvæla- eða heil- brigðiseftirlit þarna. Þetta var mik- il lífsreynsla og mjög magnað allt saman.“ Ferðaðist um Suður­Ameríku Eftir fjóra mánuði á bóndabænum fór Marta í tveggja mánaða ferða- lag um S-Ameríku. Þá fór hún frá Ekvador til Brasilíu í gegnum Perú, Bólivíu, Argentínu og Chile. „Ég endaði á karnivalinu í Ríó og það var heilmikið fjör en karnivalið var í mars. Ég fór svo að vinna á veit- ingastaðnum RúBen í Grundarfirði í sumar. Mig langaði að prófa veit- ingabransann en árið áður var ég í bankanum og þar áður í garðyrkju- störfum og ýmsum öðrum störf- um og hef mjög gaman að því að prófa mig áfram með hin ýmsu störf.“ Marta segist hafa ákveð- ið að halda áfram námi í haust og fara í háskólann því það hafi hentað sér mjög vel núna. Hún situr ekki auðum höndum í frítíma sínum frá námi. Gekk til liðs við Skátafélagið í Grundarfirði þegar það fór á fullu af stað árið 2009 og hefur síðan verið mikið í skátastarfi. Námið hjá Mörtu í Reykjavík tekur þrjú ár og hún er nú á fyrsta ári. „Svo er aldrei að vita nema ég taki einhverja pásu og leggist á flakk. Mér finnst ég hafa lært mikið af þessari hálfs-árs ferð til Suður-Ameríku. Einn félagi minn þarna var frá Perú og hafði kynnst ýmsu misjöfnu. Hann hafði oft á orði að þetta gæti verið verra. Fólkið er líka svo gestrisið þarna í Ekvador. Mér var oft boðið í heim- sóknir til efnaminna fólks í mat og gistingu en einu sinni var mér boð- ið til ríkrar konu og hún rukkaði mig á eftir,“ segir Marta og hlær. Auk þess sem komið hefur fram á Marta nú sæti í stjórn AUS, alþjóða ungmennaskiptanna og er virk í grasrótarstarfi ungra Snæfellinga sem kallast Snæfríður. Snæfríður – ungt fólk á Snæfellsnesi „Starf Snæfríðar byrjaði í tengslum við Svæðisgarðinn á Snæfellsnesi. Að Snæfríði kemur ungt fólk af Snæfellsnesi. Við viljum hag Snæ- fellsness sem mestan. Til að byrja með kallaðist ráðið „Ungmennar- áð Svæðisgarðsins.“ Það þótti okk- ur ekki nógu lýsandi nafn því starf Snæfríðar er hugsað fyrir 20-30 ára einstaklinga svo við breyttum því í Snæfríður – ungt fólk á Snæ- fellsnesi. Þetta verkefni byggist að mörgu leyti á framtíðarpælingum. Eins og staðan er núna er flest unga fólkið fyrir sunnan í námi á vet- urna. Margir vilja þó búa á Snæ- fellsnesi en vantar atvinnuforsend- ur. Með þessum félagsskap viljum við kynnast tækifærunum, efla sam- skiptin og sýna hvað sé í boði og hvað við getum gert. Eins og með margt svona starf fer það hægt af stað en við erum bjartsýn. Næsti viðburður Snæfríðar verður á Snæ- fellsnesi í jólafríinu. Í sumar vorum við með fyrirtækjaheimsóknir. Þá fengum við fyrirtækin til að bjóða okkur í heimsókn. Þá búast stjórn- endur fyrirtækisins við okkur og bjóða upp á fyrirlestur eða fræðslu um viðkomandi fyrirtæki. Þetta er bæði til að kynna fyrirtækin fyr- ir okkur og kynna okkur fyrir for- svarsmönnum fyrirtækjanna. Þetta unga fólk er einmitt núna að velja sér starfsvettvang fyrir framtíðina og fara í nám sem tengist áhuga- sviðum þess og getu. Minn draum- ur var t.d. með þessu námi, sem ég er í núna, að stofna einhvers kon- ar skólabúðir á Snæfellsnesi. Ekki bara með ungu fólki þaðan heldur kannski víða að úr heiminum. Til- gangurinn með náminu er ekkert endilega að stunda beina kennslu, meira að vera með unglingum og börnum í uppbyggilegu starfi.“ Skátastarfið er gefandi og fjölbreytt Skátastarfið á mikið í Mörtu. Hún kynntist því þegar Aðalsteinn Þor- valdsson gerðist prestur Setbergs- prestakalls í Grundarfirði og dreif þar upp skátastarf. „Ég er ofur- mikið í skátunum. Er búin að vera í skátastarfinu heima í fimm ár og núna er ég í skátastarfi í Vesturbæn- um hjá Skátafélaginu Ægisbúum. Við erum að reyna að efla skátastarf á Seltjarnarnesi líka. Skátastarfið er gefandi og býður upp á endalausa möguleika fyrir fólk á öllum aldri.“ Hún segir að margt sé hægt að læra þar auk þess sem hún hefur farið nokkrum sinnum til útlanda á skáta- mót, m.a. á Jamboreemót í Svíþjóð og heimsmót skáta í Kenýa en það sama mót verður hér á landi árið 2017 og er reiknað með um 5.000 skátum þangað. Svo var ég í skáta- sveit í Ekvador, fór á skátafundi og fór með þeim á mót. Það var mjög gaman. Skátastarfið heima í Grund- arfirði heillaði mig strax þegar Aðal- steinn byrjaði með þetta árið 2009. Þetta er mjög gott æskulýðsstarf. Ég er orðin tuttugu og eins árs og fyrir minn aldur sem og aðra býður skátastarf upp á mjög margt. Maður lærir mikið í skátastarfinu og þar er líka unnið mjög gott forvarnarstarf fyrir unglinga,“ segir Grundfirð- ingurinn Marta Magnúsdóttir, sem greinilega hefur nóg fyrir stafni og margar hugmyndir sem hún vill sjá rætast. hb Grundfirðingurinn Marta Magnúsdóttir: Vann á afskekktu bóndabýli í Suður­Ameríku Tjald Mörtu þegar hún var á ferðalagi í Ekvador. Í baksýn er íbúðarhús gest- gjafans. Marta Magnúsdóttir. Systurnar Hulda, Berglind, Marta og Guðbjörg Soffía Magnúsdætur. Marta, lengst til hægri, ásamt þeim Sigrúnu og Kjartani sem eru skátar úr Skátafé- laginu Erninum í Grundarfirði. Myndin var tekin á landsmóti skáta í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.