Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 54

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Kvennafótboltinn á Íslandi hefur verið að eflast síðustu árin og er ís- lenska kvennalandsliðið ofarlega á styrkleikalistanum yfir bestu lands- liðin í heiminum. Reyndar talsvert ofar en karlalandsliðið sem þó þyk- ir gera það gott þessi misserin. Sú landsliðskona íslensk sem Skaga- menn telja sig eiga hvað mest tilkall til síðustu árin er Hallbera Guðný Gísladóttir, enda Skagakona í húð og hár þótt hún hafi ekki spilað með Skagaliðinu frá haustinu 2005. Hallbera er fyrir stuttu komin heim úr atvinnumennsku eftir tvö og hált ár, fyrst í Svíþjóð og svo á Ít- alíu. Hallbera er nýgengin til liðs við Breiðablik í Kópavogi. Í spjalli við blaðamann Skessuhorns sagð- ist hún vera ánægð með reynsluna af atvinnumennskunni. Hún hafði samt ákveðið að koma heim þar sem áhuginn hafi ekki verið 100% í því að halda áfram í atvinnubolt- anum. „Þegar maður er einn síns liðs og ekki með fjölskylduna hjá sér er líf atvinnumannsins einhæft til lengdar. Mér líst vel á að fara til Breiðabliks. Það hefur verið stöð- ugleiki hjá félaginu og kvennalið- inu gert þar jafnhátt undir höfði og karlaliðinu. Metnaðurinn er til staðar, liðið hefur verið númer tvö og þrjú undanfarið og ég vona að ég geti hjálpað því á toppinn,“ seg- ir Hallbera. Í 30 gráðu kulda í Svíþjóð Hallbera ákvað að nýta sér meðbyr- inn sem íslensk kvennaknattspyrna hafði í Evrópu þegar hún fór út í atvinnumennsku til Svíþjóðar í árs- byrjun 2012. „Ég fór til lítils bæj- ar í Norður-Svíþjóð sem heitir Pi- teå. Liðið var nýbúið að vinna sér sæti í efstu deild. Það voru mikil viðbrigði að koma þarna út. Miklu meiri snjór og kuldi en ég hafði vanist. Á morgnana gat frostið farið upp fyrir 30 gráður en þá hrímaði allt og bílarnir fóru stundum ekki í gang þegar frostið var sem mest. En ég kunni samt ágætlega við mig. Liðinu gekk ágætlega miðað við að vera nýkomið í deildina. Við vor- um um miðja deild og að stríða bestu liðunum. Kvennalið bæjar- ins fékk mikla athygli og stuðning. Við vorum að fá upp í 2000 manns á leiki meðan karlaliðið var ekki að fá nema 300 enda voru þeir í deild neðar en við.“ Bombur og skoteldar á Ítalíu Í byrjun þessa árs fór Hallbera svo frá Svíþjóð til félags á Sardiníu á Ít- alíu. „Ég gat ekki sleppt þessu tæki- færi fyrst mér bauðst það. Þetta fé- lag sem heitir Torres var í 5. sæti styrkleikalistans í Evrópu. Það var reyndar farið að halla aðeins und- an fæti fjárhagslega þegar ég kom þangað. Leikmenn voru ekki að fá greidd laun og stuttu eftir að ég kom var allt í einu tilkynnt um verk- fall hjá leikmönnum. Á meðan nýtti ég tækifærið að skreppa til Rómar og Pompai að skoða mig um. Ég fékk reyndar launin greidd og stað- ið var við mína samninga. Félagið mitt Torres lenti í 2. sæti í deild- inni. Við spiluðum nánast úrslita- leik við efsta liðið og það var mikið að gerast í kringum þann leik. Með þeim komu á leikinn Últra stuð- ingsmannahópur þeirra, hálfgerð- ar bullur. Mér var brugðið því þeir voru með reykbombur og skotelda. Það var samt gaman að kynnast þessari ástríðu sem Ítalir hafa fyrir íþróttinni. En þetta var alveg hvítt og svart munurinn frá því að vera í Svíþjóð og á Ítalíu.“ Launin ekki sambærileg og hjá körlunum Spurð um launamál hjá konum í at- vinnumennskunni í boltanum segir Hallbera að þau séu ekki sambæri- legt við það sem karlarnir eru að fá greitt. „Við konurnar getum samt alveg fengið góða samninga, en það er mjög misjafnt. Ég var til dæmis alveg sátt með launin sem ég fékk í Svíþjóð. Þar hjálpaði að það stóð til að ég færi til Örebro en hafði úr öðrum félögum að velja, með- al annars Piteå. Það félag var búið að reyna mikið til að fá mig og var tilbúið að bjóða þokkaleg kjör þeg- ar einn helsti aðalstuðningsaðili Örebro helltist úr lestinni. Ég var með frítt húsnæði og frían bíl og laun sem voru svona svipuð því að ég væri í vinnu hérna heima. Tím- inn á Ítalíu var líka skemmtilegur og ég er sátt að vera komin heim og fara til Breiðabliks. Ég var í raun að henda mér út í djúpu laugina með því að fara ein út í atvinnumennsk- una. Mér finnst ég hafa þroskast sem einstaklingur og hafi lært mik- ið af því að spjara mig upp á eig- in spýtur,” segir Hallbera. Eftir heimkomuna snéri hún sér að námi í viðskipta- og markaðsfræði sem hún stundar í fjarnámi frá Háskól- anum á Akureyri. Pepsídeildin orðin jafnari Hallbera segir að sér sýnist að deildin hérna heima hafi verið að styrkjast síðustu árin og keppnin sé orðin jafnari. „Það er mun minna núna um stórar tölur og burst eins og voru hérna á árum áður. Ég hef bæði unnið stórsigra og líka skít- tapað með liðum sem ég hef spil- að með hérna. Ég er spennt og hef mikla trú á því ég sé að gera rétt með því að ganga til liðs við Breiða- blik. Þar hitti ég fyrir þrjár sem eru með mér í landsliðinu og ég hef mikla trú á þjálfaranum Þorsteini Halldórssyni.“ Vantar enn upp á jafnréttið Hallbera var komin í landsliðið sem keppti á EM í Finnlandi sumarið 2010 en var svo óheppin að bein- brotna fyrir mótið og missti því af þeirri frumraun kvennalands- liðsins að keppa á stórmóti. En Hallbera var í liðinu sem keppti á mótinu síðasta sumar sem fram fór í Svíþjóð. Hún er örfætt og leik- ur í stöðu bakvarðar hjá landslið- inu. Hallbera segir að þrátt fyrir að landsliðið hafi verið að ná langt síð- ustu árin og kvennaboltinn fengið meiri umfjöllun, eigi konurnar enn á brattann að sækja með að fá þá at- hygli sem þær verðskuldi. „Við vor- um til dæmis alls ekki sáttar síð- asta vor þegar við spiluðum mjög mikilvægan leik við Dani á þeirra heimavelli um sæti á HM. Leikur- inn var sýndur beint í danska sjó- varpinu en RÚV sá ekki ástæðu til að sýna hann. Á svona stundum fýkur í mann, en svo er sýnt beint frá öllum leikjum karlalandsliðsins. Þetta er ekki jafnrétti. Þótt þetta hafi lagast, mest fyrir okkar baráttu og árangur, þá er langt í land að við njótum þess sama og karlarnir.“ þá Sátt við að vera komin heim úr atvinnumennsku Spjallað við Hallberu Guðnýju Gísladóttur knattspyrnukonu Hallbera í búningi Torres á Sareníu þar sem hún spilaði hálft tímabilið með liði sem var 5. á styrkleikalistanum í Evrópu. Í Piteå í Norður-Svíþjóð þar sem Hallbera spilað í tvö tímabil. Þennan dag fór frostið upp í 39 gráður. Með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir sigur á Svíþjóð 2:1 á Algarve Cup 2013. Íslenska landsliðið endaði þar í 3. sæti á sterku móti. Sigurvegarar í strandblaksmóti með landsliðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.