Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 60

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Í Hálsasveit í Borgarfirði búa tvær ungar konur. Þær eru mikl­ ar vinkonur og eiga margt sam­ eiginlegt. Í kringum þær er mikið líf og fjör. Stöðugur er­ ill. Lítil börn og allt sem þeim fylgir í heimilisstörfum og upp­ eldi, listsköpun, hrossin og önn­ ur dýr, ferðamenn – og svo auð­ vitað karlarnir þeirra. Ekki má gleyma þeim. Allt þetta eiga þær sameiginlegt. Kristrún Snorra­ dóttir frá Augastöðum en búsett á Laxeyri og Josefina Morell frá Giljum eru efni þessa viðtals. Barnalán í Hálsaveit Við setjumst niður í eldhúsinu heima hjá Kristrúnu Snorradótt- ur og manni hennar Erni Eyfjörð Arnarsyni. Þau búa í húsi við hlið- ina á laxeldisstöðinni að Laxeyri í Hálsasveit. Framhjá rennur Hvítá- in fram til ósa sinna í Borgarfirði. Húsið iðar af fimm ungum börn- um á aldrinum þriggja mánaða til sjö ára. Tvö þau yngstu, Guðbjörn Roman sonur Josefinu og Jóhanna Mattý dóttir Kristrúnar fæddust nú í sumar. Þau eru hjá okkur í eldhús- inu á meðan hin sitja inni í stofu og horfa á Glanna glæp fremja nýjustu afglöp sín í sjónvarpinu. Við tölum aðeins um þetta barna- lán á meðan Josefina og Kristrún sinna þeim tveimur yngstu eftir að við erum nýkomin inn. „Það er fullt af litlum börnum hér á svæð- inu núna.“ Þær líta spyrjandi hvor á aðra. „Hvað eru þau mörg? Eru þau ekki níu talsins?“ spyr Kristrún og lítur á Josefinu. „Það byrjaði í febrúar og er búið núna í bili allavega,“ svarar Josefina og á þar við fjölgunarhrinu smá- barna sem reið yfir sveitina fyrr á þessu ári. Stærsti árgangur síðan 1979 Svona barnalán í sveitum landsins er ekkert sjálfgefinn hlutur. Þró- unin hefur víða verið á þann veg á landsbyggðinni að dregið hafi úr fæðingum og barnafjölda en með- alaldur íbúanna að sama skapi far- ið hækkandi. „Mig minnir að hér í gömlu Hálsasveitinni, sem nú er innan Borgarbyggðar, hafi síðasti stóri árgangurinn komið í heim- inn 1979. Þá fæddust þrjú börn með lögheimili í Hálsasveit. Nú í ár fæddust aftur þrjú. Svo er von á að fleiri lítil hafi flutt í sveitina með foreldrum sínum þegar þetta ár rennur skeið sitt á enda. Það hefur þannig ekki verið stærri árgangur barna samanlagt í gömlu Hálsasveit og á svæði Kleppsjárnsreykjaskóla síðan 1979,“ útskýrir Kristrún. „Ingibjörg Emilía elsta dótt- ir okkar er í öðrum bekk í Klepp- járnsreykjaskóla. Eins og er þá er bara hún og einn drengur í henn- ar árgangi í skólanum. Það stefn- ir í stærri bekk þegar þessi nýju úr 2014 árganginum byrja í skóla,“ bætir Josefina við. Börnin sem búa í Hálsasveit fara í skóla á Kleppjárnsreykjum. Litlu börnin sem hafa ekki náð skóla- aldri geta átt þess kost að fá pláss á leikskólanum Hnoðrabóli á Gríms- stöðum sem er í grennd við Reyk- holt. „Hann er þar í fyrrum íbúð- arhúsi. Fyrir fimm árum síðan stóð til að loka honum en sem bet- ur fer var hætt við það. Nú hefur Borgarbyggð gefið fyrirheit um að hann verði endurbættur eða jafnvel byggður nýr leikskóli. Það er vinnu- hópur að skoða þetta. Hnoðraból er eini leikskólinn í sveitum Borg- arfjarðar fyrir utan Hvanneyri og Bifröst. Þessi leikskóli er fullsetinn. Í fyrra voru nokkur börn á biðlista að komast að,“ segir Kristrún. Umbreytingar í atvinnukostum Við ræðum aðeins meira um byggðamálin og búsetuskilyrði yngra fólks í uppsveitum Borgar- fjarðar í dag. Josefina segir að það sé gott að búa í Hálsasveitinni, þetta sé gott samfélag, mikil nálægð milli fólks enda stutt á milli bæja. Kristrún samsinnir þessu. „Já, það er frábært að eiga heima hér,“ segir hún og bætir síðan við: „Mín tilfinning er að meðalaldur íbúa Hálsasveitar hafi frekar lækk- að heldur en hitt á undanförnum árum. Gamalt fólk hefur flust á brott, í sumum tilfellum hafa jarð- irnar orðið eftir án ábúðar. Á móti hefur svo yngra fólk flutt í sveit- ina á undanförnum árum. Hér er skortur á húsnæði fyrir fólk sem vill flytja hingað. Það vantar líka at- vinnutækifæri fyrir fólk, góð og vel launuð störf. Ekki láglaunastörf. Fólk verður að hafa efni á að koma sér tryggilega fyrir. Stærstu vinnu- staðirnir í uppsveitunum núna eru barnaskólinn á Kleppjárnsreykj- um og hótelið í Reykholti. Nú er vissulega spennandi og áhugaverð uppbygging í ferðaþjónustu og þess háttar. Spurningin er hvernig það þróast. Hversu mörg heilsárs- störf er hægt að skapa þar og hverj- ir verða tekjumöguleikarnir?“ Fleira brennur augljóslega á þeim báðum. Þær nefna að nærþjónust- an þurfi að vera í lagi fyrir íbúana. Hún hafi að ýmsu leyti minnkað. Sem dæmi nefna þær að fyrr á árum hafi bæði verið pósthús og verslun í Reykholti enda mikið líf og umsvif í kringum skólann sem þar var. Sem betur fer hafi versluninni ekki verið lokað þó að í slíkt stefndi á tímabili. Pósthúsið er hins vegar farið. Frá Svíþjóð til Íslands Við snúum talinu annað. Blaða- maður er forvitinn að vita meira um þessar tvær ungu konur. Josef- ina Morell er fædd og uppalin í Sví- þjóð. Hún talar lýtalausa íslensku. Við börnin sín talar hún hins vegar sænsku. Þau svara móður sinni aft- ur á sænskunni, það er þau tvö elstu. Yngsti sonurinn er skiljanlega ekki byrjaður að mæla enn, enda aðeins fimm mánaða gamall. Þannig eru börnin tvítyngd, tala reiprennandi bæði móðurmálið sænskuna og svo íslenskuna. „Ég fæddist í Örebro sunnar- lega í Svíþjóð. Pabbi er frá Spáni þar sem hann starfar og býr í dag sem sjómaður og veiðir kolkrabba. Um tíma bjuggum við í nágrenni við Uppsali. Svo var ég í bænda- skóla í Örebro. Eftir það vann ég á kúabúi í Svíþóð. Árið 1998 flutti ég Kristrún Snorradóttir á Laxeyri og Josefina Morell á Giljum: Listfengar húsfreyjur Hálsasveitar Vinkonurnar Kristrún og Josefina á góðri stundu í Fljótstungurétt haustið 2005. Kristrún og Josefina með barnahópinn níu árum síðar. Josefina situr með börn sín Ingibjörgu Emilíu sjö ára, Guðbjörn Roman fimm mánaða og Samúel Jóhannes fjögurra ára. Kristrún er svo með Sunnu Karen að verða þriggja ára og Jóhönnu Mattý þriggja mánaða. Þessi mynd var tekin af Kristrúnu og Josefinu í sumar. Barnalánið í uppsveitum Borgarfjarðar. Þessi mynd var tekin af mömmuhittingi við Logaland í haust.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.