Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 61

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 61
61MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 síðan til Íslands. Mig langaði alltaf hingað. Þegar ég var lítil áttum við systkinin íslenska myndabók með hestum. Bókin hét Fákar. Við skoð- uðum hana mikið. Ég hafði áhuga á sveitastörfum og hestum og þekkti fólk sem þekkti íslenskt hestafólk. Í gegnum þau komst ég í vist á búi norður í landi. Þar var ég í eina átta mánuði en fór þá suður að Bjarna- stöðum hér í Hvítársíðu þar sem voru hestar. Ég vann við tamningar og hestaleigu þar og víðar. Svo fór ég að vinna í sláturhúsinu í Borgar- nesi. Þar var ég alltaf í sláturtíðinni þar til því var lokað. Ég vann líka einn vetur við tamningar á Suð- urlandi. Svo fór ég líka einn vetur aftur heim til Svíþjóðar til að fara í skóla og læra handverk. Það var 2003. En ég sneri aftur til Íslands,“ segir Josefina. Settust að á Giljum Þegar Josefina kom aftur frá nám- inu í Svíþjóð kynntist hún mann- inum sínum. „Það var 2004. Hann heitir Einar Guðni Jónsson og er frá Steindórsstöðum. Þá var hann búinn að vera með jörðina Giljar á leigu í nokkur ár. Við keyptum hana svo 2006, fluttum þangað og höf- um búið þar síðan. Á Giljum erum við með 400 kinda sauðfjárbú. Auk þessa erum við með jörðina Úlfs- staði á leigu og nytjum hana. Við rekum líka hestaleigu yfir sumar- tímann á Giljum. Það er traffík alla daga, mikið um að erlendir ferða- menn komi og vilji leigja íslenska hesta. Þetta er fólk víða að, í sum- ar komu til að mynda ferðamenn frá Ísrael, Bandaríkjunum og víð- ar að. Ég hef líka unnið töluvert á hótelinu í Reykholti í eldhúsinu og salnum. Nú keyri ég svo skólabílinn hér um svæðið, um sunnanverðan Reykholtsdalinn og fer með börnin að Kleppjárnsreykjum og svo auð- vitað heim aftur. Einar starfar líka við ýmislegt samhliða bústörfun- um, vélavinnu og fleira.“ Þrátt fyrir búsetuna á Íslandi þá heldur Josefina góðum tengslum við fjölskyldufólk sitt ytra, ekki síst foreldra sína. „Ég fer kannski einu sinni á ári til Svíþjóðar. Sömuleið- is til Spánar þar sem faðir minn býr. Ég væri alveg til í að fara oftar en það er svolítið dýrt að ferðast svona milli landa með fullt af börnum. Móðir mín sem starfar sem sjúkra- þjálfari í Svíþjóð kemur hins vegar oft til okkar. Henni líkar ákaflega vel á Íslandi. Hún er fædd í Kiruna í Norður-Svíþjóð og þar er lands- lagið svipað og hér. Nú síðast var hún í heilan mánuð hjá okkur nú í haust. Hún ætlar svo að koma aft- ur til okkar og vera yfir jólin. Þá ætlum við að færa yngsta son okk- ar til skírnar. Hann fæddist í júní nú í sumar og hefur reyndar fengið nafnið Guðbjörn Roman.“ Frá Augastöðum um Reykjavík til Laxeyrar Bakgrunnur og saga Kristrúnar er nokkuð öðruvísi. Hún er fædd og uppalin í Hálsasveitinni, frá Auga- stöðum og dóttir hjónanna Snorra H. Jóhannessonar og Jóhönnu Björnsdóttur. Hennar maður er Örn Eyfjörð Arnarson og eiga þau tvær dætur. „Við fluttum hingað í Hálsasveitina frá Reykjavík. Þann- ig var að foreldrar mínir á Auga- stöðum skruppu til Japan og við leystum þau af á meðan í sauð- fjárbúskapnum. Erni vantaði eitt- hvað meira að gera en bara að sjá um kindur. Hann fór að líta í kring- um sig með vinnu og það vantaði starfsmann í laxeldisstöðina hér á Laxeyri. Upp frá þessu leigðum við þetta hús sem við búum í á Laxeyri og fluttum hér inn í árslok 1999. Við keyptum húsið svo 2004. Erni líkað svo vel hér í sveitinni og ég var auðvitað héðan. Við ákváðum bara að setjast hér að.“ Örn starfar hjá ferðaþjónustunni í Húsafelli, sér um golfvöllinn þar á sumrin en er annars eins kon- ar þúsund þjalasmiður þar. „Ég var sjálf að vinna í tíu ár á svínabúinu á Hýrumel hér í Hálsasveit. Þar neyddist ég svo til að hætta vegna veikinda þegar ég gekk með eldri dóttur okkar, Sunnu Karen 2011. Hún fæddist svo 13. febrúar 2012. Á meðan ég var í fæðingarorlofi breyttist svo eignarhaldið á svína- búinu en það er önnur saga. Málin æxluðust þannig að ég fór ekki aft- ur þangað. Síðasta vetur starfaði ég svo í barnaskólanum á Kleppjárns- reykjum. Nú er ég í fæðingarorlofi eftir að við eignuðumst yngri dótt- urina, Jóhönnu Mattý 11. ágúst nú í sumar,“ segir Kristrún. Sinna listsköpun af kappi Báðar stunda þær Kristrún og Jose- fina listsköpun af ýmsu tagi. Við verðum nú að koma inn á það í spjallinu. Þær eiga það sameigin- legt að vera náttúrubörn, sækja bæði innblástur, hráefni og fyrirmyndir í umhverfi sitt úr sveitinni. „Ég er mest í að mála,“ seg- ir Kristrún. „Aðallega hef ég mál- að á steina eða steinhellur sem mik- ið finnst af á Augastaðajörðinni hjá foreldrum mínum. Ég bý einn- ig til kertastjaka. Oft er hringt og ég spurð hvort ég eigi eitthvað til dæmis til afmælisgjafa eða svoleið- is en það er sjaldan. Þá er bara að reyna að mála upp í pantanirnar. Við Josefina náum aldrei að koma upp neinum lagerum. Það er ekki tími til þess og allt selst. Eina skipt- ið sem okkur tókst kannski að koma upp smá lager var áður en við áttum börnin,“ segir hún hlæjandi og lítur kankvíslega á vinkonu sína. „Já, við höfum báðar verið að mála,“ samsinnir Josefina. „Ég vann líka með leir og tréskurð, en núna er ég bara að mála. Ég hef ekki tíma í neitt annað.“ Járnsmíði nýjust á döfinni Josefina upplýsir að hún hafi fengið óvænta og allfrumlega sængurgjöf frá Einari manni sínum þegar þau eignuðust Guðbjörn Roman í sumar. „Ég hef svolítið verið að kynna mér járnsmíðina. Þegar ég var ófrísk síð- asta vetur var ég dálítið úti á Akra- nesi á Safnasvæðinu þar til að læra af eldsmiðum sem voru þar að störfum. Einar sá þennan áhuga minn. Þeg- ar hann frétti af því að maður einn í Grundarfirði vildi selja litla smiðju sem hann átti og hafði smíðað fyrir sig þá hafði hann samband og falaði hana til kaups. Það gekk eftir og ég fékk hana í gjöf. Þannig að nú verð ég að fá mér kol og fara að stunda járnsmíði. Ég hef smíðað hnífssköft. Nú get ég líka farið að smíða mín eigin hnífsblöð. Það væri gaman að gera það sjálf. Draumurinn væri að smíða þá úr íslensku járni sem unnið væri úr mýrarrauða eins og gert var til forna.“ Kristrún bætir því við það sé mik- ið um mýrarrauða í jörðu til að mynda í landi Augastaða og víðar. Það er næstum eins og það sé hug- mynd að kvikna í þessu spjalli hér við eldhúsborðið á Laxeyri. Engum ætti að koma á óvart þó þær stöll- ur yrðu farnar að vinna íslenskt járn úr jörðu að fornri fyrirmynd áður en langt um líður, til að nota í list- sköpuninni og handverkinu. Slík- ur er krafturinn hjá þessum tveim- ur dugnaðarkonum. mþhHestamynd sem Kristrún hefur nýlokið við að mála. Josefina Morell í vinnustofu sinni í síðustu viku. Þá hafði hún nýlokið við þetta málverk af stóðhestinum Skálmari frá Nýjabæ sem gefa átti í afmælisgjöf. Henni á vinstri hönd má einnig sjá minni mynd sem hún málaði á steinflögu. Hestamynd eftir Josefinu máluð á steinflögu. Skoða má verk hennar á Facebook- síðunni Horses & handcraft. Heimasíða búsins á Giljum er www.giljar.com Mynd sem Kristrún teiknaði af tíkinni Freyju. Brúðkaupsgjöf til Kára og Möggu eftir Kristrúnu Snorradóttur. Jársmíðaaflinn með verkfærum sem Josefina fékk í sængurgjöf frá Einar manni sínum þegar þau eignuðust soninn Guðbjörn Roman í sumar sem leið.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.