Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 64

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Arnþór Pálsson körfuboltamaður, kokkur og móttökustjóri hjá Hót- el Egilsen, hefur verið búsettur í Stykkishólmi að mestu frá eins árs aldri. „Maður segir nú eiginlega ekki frá því en ég er fæddur 1985 á Selfossi,“ segir hann og glottir við, augljóslega að grínast. „Pabbi er frá sveitabæ við Flúðir í Hrunamanna- hreppi en ég kom hingað í Hólm- inn ársgamall og hef mestmegn- ið verið hér síðan. Þó var ég tvö ár í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og bjó þá á heimavistinni þar. Þá var þetta þannig að það var útibú hér í Stykkishólmi frá fjöl- braut á Akranesi og maður gat tekið fyrsta námsárið þar. Svo var nám- inu haldið áfram á Akranesi.“ Körfuboltinn lokkaði Arnþór dvaldi þó ekki lengi við á Skaganum. Heimabærinn með spennandi körfuboltamenn- ingu kallaði á hinn unga Hólm- ara. Körfuboltinn var hans helsta áhugamál. Það gilti bæði um hann og fleiri. „Þegar ég var í fjölbraut- inni á Akranesi var Fjölbrautaskóli Snæfellinga stofnaður í Grund- arfirði. Við ákváðum þá nokkrir félagarnir héðan úr Stykkishólmi að flytja til baka og heim. Með því lengdum við aðeins námið okkar en gátum á móti spilað næstu árin í unglingaflokki í körfuboltanum.“ Fyrirkomulagið í framhaldsskóla- málum á Snæfellsnesi, þar sem skól- ann vantaði, kom einmitt í veg fyrir að það væru til unglingalið í körfu- boltaíþróttinni. „Það hafði aldrei verið slíkt lið í Hólminum vegna þess að unga fólkið flutti alltaf burt úr bænum til að fara í framhalds- nám eftir grunnskólann. Þarna var ég tvö ár í unglingaflokki en tók svo eitt ár í meistarflokki.“ Stofnuðu Mostra og gekk vel Körfuboltaspil í meistaraflokki reyndist hins vegar afar tímafrek iðja. Arnþór ákvað að draga aðeins saman seglin en þó ekki hætta al- veg. „Ég hafði hreinlega ekki næg- an tíma til að sinna þessu. Það gilti um fleiri. Þá stofnuðum við annað körfuboltalið sem hét Mostri eins og golfklúbburinn hér í Stykkis- hólmi. Við fengum eiginlega að notfæra okkur nafn hans því það er svo dýrt að stofna nýtt félag. Við vorum með Mostra þar til fyrir tveimur árum. Þá komst liðið upp Slagorð Skráargatsins er „Einfalt að velja hollara“. Í því felst ein- mitt grundvallarmarkmið merk- isins, þ.e. að einfalda neytendum val á hollari matvöru. Ef varan ber merkið þýðir það að hún uppfyll- ir ákveðin skilyrði varðandi inni- hald næringarefna sem skilgreind eru fyrir hennar matvælaflokk. Hún inniheldur þá minni og holl- ari fitu, minni sykur, minna salt og meira af trefjum og heilkorni en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrðin til að bera Skrá- argatið. Nú er ár liðið síðan innleiðingu Skráargatsins lauk hér á landi. Í frétt frá Matvælastofnun og Land- læknisembættinu, sem halda utan um verkefnið, segir að strax hafi mátt merkja að matvælafyrirtæki færu að nýta sér merkið í aukn- um mæli til þess að beina athygli neytenda að vörum sínum og þróa hollari vöru í samræmi við markmið og skilyrði Skráargats- ins. „Þetta er mjög æskilegt þró- un því hún stuðlar að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Þessi aukning skráargatsmerktra vara á markaði sýnir að neytend- ur hafa tekið vel á móti Skráargat- inu. Þar sem Skráargatið er opin- bert merki er mikilvægt að fylgj- ast vel með þeim vörum sem nota merkið. Matvælastofnun og heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga fylgj- ast sérstaklega með því að farið sé eftir reglum um notkun Skráar- gatsins og geta neytendur á Íslandi treyst því að svo er. Við eigum enn langt í land til að geta borið okkur saman við samstarfsþjóðirnar um Skráargatið, Svíþjóð, Noreg og Danmörku, en þróun Skráargats- ins hér á landi sýnir að við erum á réttri leið og því ber að sjálfsögðu að fagna líka. Nú er „einfalt að velja hollara“ – kynntu þér málið á skraargat.is,“ segir í tilkynningu frá MAST. mm Skráargatið gerir einfaldara að velja hollara Körfuboltakappi í ferðaþjónustu í Hólminum í 1. deild. Það þótti okkur of mik- ið. Umfangið við að reka lið þegar komið er svo hátt var meira en við réðum við. Því ákváðum við að gefa liðinu frí þegar þarna var komið. Liðsaflinn var líka orðinn dreifð- ur, margir fluttir suður og svona. Það var því erfitt að halda úti æf- ingum. Sjálfur spilaði ég ekki með þetta síðasta tímabil vegna þess að ég sleit hásin í fyrsta leiknum. En þetta var mjög gaman. Við fengum oft ungu strákana úr Snæfelli og leyfðum þeim að spila með okkur. Þeir fengu þarna leikreynslu og það var mjög jákvætt.“ Ferill í ferðaþjónustu Samhliða öllu þessu haslaði Arn- þór sér völl í starfsferli innan ferða- þjónustunnar sem er blómstrandi atvinnugrein í Stykkishólmi. Hann byrjaði á því að vinna á veitingahúsi sem bar nafnið Fimm fiskar en heit- ir nú Plássið. „Þar var alls kyns mat- ur í boði. Við vorum mikið í sjávar- réttum en vorum svo sem með allt í boði. Ég byrjaði sem pizzastrákur og fór svo í hamborgarana og síð- an aðstoðarkokkur, svo kokkur og að lokum yfirkokkur í tvö ár þar til staðurinn skipti um eigendur.“ Undanfarin tvö ár hefur Arnþór svo starfað á Hótel Egilsen. Það er lítið tíu herbergja hótel í einu af gömlu fallegu húsunum mitt í hjarta Stykkishólms. „Þar er ég aðeins í eldhúsinu en hótelið er ekki með eigin veitingastað þannig séð. Við erum bara með morgunmat. Síð- an björgum við okkur ef það koma hópar sem vilja mat eða veitinga- staðir annars staðar í bænum eru lokaðir. Það kemur stundum fyrir nokkra daga á ári um vetrartímann að það er enginn veitingastaður op- inn í Stykkishólmi. Ástæðurnar veit ég svo sem ekki. Eflaust er ströggl að hafa opið allt árið.“ Þróast yfir í dýrmæt heilsárs störf Þrátt fyrir þetta er ýmislegt að breytast í ferðaþjónustunni í Stykk- ishólmi. Hún er að þróast úr því að vera atvinnuvegur sem veitir störf yfir sumartímann í að verða vett- vangur fyrir fjölda heilsársstarfa. Arnþór hefur sjálfur reynt þessa þróun í störfum sínum innan grein- arinnar í bænum undanfarin ár. „Umferð ferðamanna hefur aukist mjög mikið. Fyrir nokkrum árum var lítið sem ekkert opið í Hólmin- um yfir vetrartímann. Sumrin voru hins vegar góð og það hafa þau verið í fjölda ára. Núna hafa gisti- möguleikar stóraukist og það er opið yfir vetrartímann. Síðasti vet- ur var mjög góður í ferðamennsk- unni og stefnir í að verða enn betri nú. Það er ágætt með bókanir hjá okkur til að mynda. Allt skapar þetta atvinnu árið um kring. Ætli við séum ekki sex talsins hjá okkur, reyndar í mismunandi stöðugild- um. Sumir eru í hlutastörfum. Lík- lega eru þetta fjögur heil stöðugildi og svo eitt starf við að sjá um þvotta bæði fyrir okkur og aðra sem reka hótel hér í bænum. Það munar al- veg um þetta,“ segir hann. Hefur ánægju af sam­ skiptum við ferðafólkið Á Hóteli Egilsen gegnir Arnþór stöðu móttökustjóra. Í því felst meðal annars að sjá um bókanir. „Það má segja að ég sé í afgreiðsl- unni. Það eru mikil samskipti við ferðamennina í þessu starfi. Mér finnst það mjög gaman, ég hef ánægju af því að vera í kringum ferðafólk og aðstoða það. Þetta er fín breyting frá því að vera í eld- húsinu. Nú hittir maður fólkið og getur spjallað við það. Þó kæmi það mér ekkert á óvart að ég færi aftur að elda.“ Að sögn Arnþórs eru það helst erlendir ferðalangar sem gista á Hótel Egilsen. „Þó er líka eitthvað um að fyrirtækjahópar að sunnan komi og gisti hjá okkur. Á veturna koma erlendu feðamennirnir mikið á bílaleigubílum og virðast næstum því vera í hálfgerðum óvissuferð- um. Fólkið ekur um landið án þess þó að hafa skipulagt ferðina í smá- atriðum og er bara að skoða sig um. Þeir sem koma á sumrin eru miklu skipulagðari og virðast fylgja ferða- áætlunum. Þá er líka mjög víða fullbókað þannig að fólk verður að skipuleggja ferðirnar fyrirfram. Það er meira los á þessu á veturna, yfir- leitt er þá hægt að fá gistingu með stuttum fyrirvara.“ Líkar vel í Hólminum Arnþór Pálsson segir aðspurður að það sé mjög fínt að búa í Stykkis- hólmi. „Í bænum er allt til alls. Helsti gallinn, ekki síst fyrir ungt fólk, er kannski að leigumarkað- urinn fyrir húsnæði er ekki nógu góður. Það er erfitt að finna hús- næði. Hér hafa mörg hús verið seld og eru notuð sem sumarhús. Þetta hefur rýrt leigumarkaðinn. Það er mikil eftirspurn en lítið fram- boð. Þetta endurspeglast svo í hárri leigu miðað við svona lítið bæjar- félag. Svona ástand hjálpar ekki ungu fólki sem vill setjast hér að. Það hefur þó dregið úr því að unga fólkið flytjist á brott eftir að fjöl- brautaskólinn kom í Grundarfirði. Sá skóli breytti miklu. Hérna hef- ur líka aðeins fjölgað störfum fyr- ir háskólamenntað fólk. Samt flytur mikið af unga fólkinu á brott. Stór hluti af mínum árgangi til dæmis er búsettur annars staðar en þó ekki allir,“ segir hann að lokum. mþh/ Ljósm. Eyþór Benediktsson. Arnþór Pálsson starfar á Hóteli Egilsen í Stykkishólmi. Hér er hann framan við inngangsdyr þar sem hann er móttökustjóri. Arnór í uppstillingu með félögunum í körfuboltaliðinu Mostra þegar það var á toppnum til þessa árið 2012. Reiðubúinn að taka við gestum. Arnór segist hafa mikla ánægju af því að hitta ferðalanga og spjalla við þá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.