Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 75

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 75
75MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920 Minnum á frábærar jólavörur Smákökur með ekta íslensku smjöri Ensk jólakaka Laufabrauð Jólabrauð Verslum í heimabyg gð S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Óhætt er að segja að tími kertaljós- anna sé genginn í garð. Notalegt er að kveikja á kertum í mesta skamm- deginu og nú eru margir farnir að huga að aðventukransagerð. Síð- ustu tvö árin hefur verið vinsælt að myndskreyta kertin með útprent- uðum myndum. Tiltölulega einfalt er að setja myndir á kerti, það eina sem þarf eru réttu efnin og örlítil þolinmæði. Fyrst og fremst þarf að finna myndirnar á kertin. Einfald- ast er að finna myndir á leitarforrit- inu Google og slá þá til dæmis inn „Deer Winter“ í leitarskilyrði, ef leita á að myndum af hreindýrum. Sniðugt er að skrifa „Wallpaper“ með, til að myndirnar komi í stærri uppfærslum. Best er að prenta út myndir með laserprentara en það er einnig hægt að nota bleksprautu- prentara. Nota má hvaða papp- ír sem er í myndirnar, margir nota þó sérstakan kertapappír eða blöð úr teikniblokkum sem eru aðeins þykkari. Mátið myndina á kertið og klippið blaðið til. Passið þó upp á að blaðið / myndin nái saman aftan á kertinu, ca 1. cm. Því næst þarf að mála kertið með eldverjandi efninu Kerzen Potch, sem fæst í flestum föndurverslunum. Notið svamp- pensil sem einnig fæst í föndur- verslunum. Látið fyrstu umferð- ina þorna og farið svo aðra um- ferð og límið myndina á um leið. Setjið vel af líminu aftan á kertinu, þar sem samskeytin eru. Strjúkið vel yfir myndina og ef notaður er laser prentari, má strjúka nokkrum sinnum yfir pappírinn með Ker- zen Potch. Kerti af hentugri stærð má fá á nokkrum stöðum, svo sem í IKEA og Tiger en einnig í mat- vöruverslunum. Fallegt er að bæta við skrauti neðst á kertin, svo sem blúndu, borða, litlum skrautstein- um eða perluprjónum. Athugið að nauðsynlegt er að passa upp á eld- hættu. Látið aldrei loga á kertunum eftirlitslaust. grþ Hér er búið að gera aðventuskreytingu með kertum með hreindýramyndum. Myndir á kerti ­ skref fyrir skref Hægt er að prenta út ýmsar fallegar jólamyndir á kertin. Ljósm. Föndra.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.