Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 76

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 76
76 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Mestallt þetta ár hefur ungur lækn- ir frá Akranesi, Bergþóra Þorgeirs- dóttir, starfað á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þar sem hún ætlar að starfa fram á næsta sumar. Með- fram læknisstarfinu á sjúkrahúsinu bregður hún sér upp í sjúkraflugvél- ar að sinna þeim sjúklingum sem á því þurfa að halda. Bergþóra er fædd á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. nóvem- ber 1987 og er því nýorðin 27 ára. Hún er dóttir Þorgeirs Jósefsson- ar sem starfar hjá Skaganum hf og Guðbjargar Þórisdóttur leikskóla- kennara á Akraseli á Akranesi. „Ég er einnig ótrúlega heppin að eiga yndislega fósturmóður, Pálínu Ás- geirsdóttur og þrjú frábær systk- ini, Jósef Halldór, Þóru Björk og Svönu.“ Bergþóra flutti mjög ung með móður sinni í Garðabæ og bjó þar þangað til þær fluttum aftur á Skagann árið 2003. Sambýlismað- ur Bergþóru er Arnar Hákonarson úr Grafarvoginum í Reykjavík en hann útskrifaðist úr læknisfræði frá háskólanum í Debrecen í Ungverja- landi í sumar og vinnur líka á sjúkra- húsinu á Akureyri. Kynntist vel sjúkrahúsi í æsku Snemma á ævinni kynntist Bergþóra sjúkrahúsi. „Ég átti heima á Vífils- stöðum til tíu ára aldurs þar sem ég var annað hvort að klifra í trjám eða væflast um Vífilsstaðaspítala að benda fólki á áhættur reykinga, var sem sagt óþolandi barn. Ég held að ég hafi vanist sjúkrahúsum ágætlega þarna og vissi frekar snemma að mig langaði að eiga hlustunarpípu og reyna að lækna fólk. Annars ætlaði ég að verða fræg leikkona í Holly- wood. Það verður kannski seinna. Annars skiptust áhugamálin eftir stöðum. Ég var yfirleitt á sumrin á Akranesi og hafði þá mikinn áhuga á fótbolta og æfði stíft, líklega af því að allir hinir voru svo áhugasamir. Svo hætti það þegar ég fór í bæinn á veturna en þá var ég í ballett.“ Var bent á læknanámið í vinnunni Þegar grunnskólanámi Bergþóru lauk ákvað mamma hennar að flytja aftur til Akraness. „Ég fylgdi með og fór í FVA á náttúrufræðibraut. Fékk þar ótrúlegan áhuga á frönsku og sótti um að fara sem skiptinemi til Frakklands. Fyrst var ekki nægilega mikið pláss svo ég sendi skiptinema- samtökunum þar mjög smeðju- legt bréf um hversu frönsk ég væri í hjartanu og þeir bættu við plássi fyrir mig. Þar var ég hjá góðri fjöl- skyldu í eina önn og lærði frönsk- una mjög vel. Því miður virðist ég núna bara geta talað hana þegar ég er í gleðskap en hún skilst víst ekk- ert rosalega vel.“ Bergþóra kom svo heim og kláraði Fjölbraut ári seinna, vorið 2006. „Ég var ekki alveg til- búin að fara strax í skóla og ákvað ásamt fjórum góðum vinkonum að fara til Danmerkur í lýðháskóla þar sem við vorum í eina gleðiönn. Eftir það var ég svo að vinna og hafa það skemmtilegt. Vann m.a. á sjúkrahús- inu á Akranesi sem starfstúlka á E- deildinni gömlu. Þar var sjúkraliði sem þekkti læknanema í háskólan- um í Debrecen í Ungverjalandi og benti mér á að það væri inntökuvið- tal í skólann daginn eftir. Eftir mikið Bergþóra Þorgeirsdóttir læknir frá Akranesi: Ákvað með dags fyrirvara að fara í inntökuviðtal fyrir læknanám og gott pepp frá annarri starfsstúlku á deildinni ákvað ég að slá til og hún keyrði mig þangað og beið með- an ég fór í viðtalið. Ég fór algjör- lega óundirbúin og gat ekki svar- að mörgum spurningum en komst inn því ég var með svo jákvætt við- horf til lífsins. Ég flaug svo út viku seinna. Ekki alveg útpælt en án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ári seinna fór ég svo með hinni starfs- stúlkunni í inntökuviðtalið, hún komst inn og við urðum sambýling- ar og skásystur.“ Starfar á sjúkrahúsinu og í sjúkrafluginu Eftir sex ára nám í Ungverja- landi útskrifaðist Bergþóra í júní 2013. „Síðan hef ég verið að vinna á Sjúkrahúsinu á Akranesi, Slysa- varðsstofunni í Reykjavík og svo á Akureyri síðan í febrúar og verð hér þangað til í júní á næsta ári. Ég starfa bæði á sjúkrahúsinu og tek svo vaktir sem læknir í sjúkrafluginu.“ Bergþóra segist strax hafa kunnað vel við læknisstarfið. „Það er rosa- lega fjölbreytt. Það er mikil vinna og sjaldan dauður tími. Þetta er virki- lega skemmtilegt starf. Í læknavís- indunum er mikið um nýjungar og endalaust hægt að læra meira og rifja upp. Þetta hentar mér vel enda sé ég ekki fyrir mér að starfa við eitt- hvað þar sem ég þarf ekki að bæta við mig meiri þekkingu.“ Bergþóra segist ætla að halda áfram að afla sér reynslu og þekkingar hér heima. „Eins og er þykir mér líklegast að við reynum að komast að í Svíþjóð í sér- námi. Hvenær það verður fer eftir aðstæðum hér heima og svona þegar ég ákveð hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Eins og staðan er núna er mjög freistandi að koma aftur heim að vinna eftir sérnám. Ég vona innilega að kjör lækna verði bætt og heilbrigðiskerfið þannig að mað- ur sjái sér fært að koma með þekk- inguna heim því auðvitað vilja flestir vera sem næst fjölskyldu og vinum.“ Grunnlaunin ekki boðleg Bergþóra segist elska vinnuna sína þótt ýmsar hræringar hafi verið núna um læknastéttina með tilheyrandi kjaradeilu og verkföllum. „Það er svo ótrúlega sorglegt hvað við höf- um dregist aftur úr í launum miðað við aðrar starfsstéttir og miðað við löndin í kringum okkur. Það er ekki spennandi fyrir kandidata og ung- lækna að starfa hér heima áfram eftir námið og fyrir nýja sérfræðilækna að snúa heim þegar staðan er svona. Hér er hægt að hafa það ágætt ef maður tekur mikið af vöktum og aukavinnu en grunnlaunin eru alls ekki boð- leg miðað við nám og ábyrgð. Heil- brigðiskerfið virðist líka alltaf sitja á hakanum, sérstaklega með tilliti til húsnæðis- og tækjamála, sem hefur mikið að segja. Maður finnur vel fyr- ir þreytunni í fólkinu í kringum sig. Margir sérfræðingar vilja aftur út og margir unglæknar vilja fyrr út. Það vill enginn þurfa að fara í verkfall og mjög skrýtið að það sé ekki meira gert til að koma til móts við lækna og heilbrigðiskerfið.“ Áhugamálin tengd hreyfingu Bergþóra segir nauðsynlegt fyr- ir alla að hafa áhugamál fyrir utan vinnuna. „Ég elska að hreyfa mig og geri það á hverjum degi hvort sem það er að hlaupa, lyfta eða stunda jóga. Hef þetta sem fjölbreyttast svo ég fái ekki leið á neinu. Svo er það auðvitað þetta sem öllum þykir svo ljúft; að ferðast, hitta góða vini og fjölskyldumeðlimi, borða góðan mat, lesa góðar bækur, horfa á góðar myndir og fara í ísbíltúr svo eitthvað sé nefnt,“ segir ungi læknirinn eld- hressi, Bergþóra Þorgeirsdóttir. hbBergþóra og Arnar í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Ásamt bekkjarsystrum á leið í sýnikennslu í skurðlækningum. Bergþóra og Ragnheiður Friðriksdóttir frá Akranesi, „peppari“, fyrrverandi starfs- stúlka á E-deild sjúkrahúsinu á Akranesi og núverandi læknir. Dag ur í lífi... Nafn: Aníta Dögg Stefánsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý á Akranesi með eiginmanninum Benedikt Ölver Eymarssyni og fimm börnum; Óðni Má 16 ára, Victoríu Ósk 12 ára, Jasmín Ósk 4 ára og tvíburunum Eymari og Heiðari 9 mánaða. Svo á ég tvö stjúpbörn, Gilmar Þór 15 ára og Gabríel Mána 7 ára. Starfsheiti/fyrirtæki: Er heima- vinnandi húsmóðir í fæðingaror- lofi. Áhugamál: Fjölskyldan, hreyfing og útivera og Taekwondo. Fimmtudagurinn 20. nóvember. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Fyrst vakna ég um 5 leyt- ið til að gefa strákunum að drekka. Svo sofnum við aftur. Ég vaknaði klukkan 6:30 á fimmtudaginn. Þá var ég vakin af tvíburunum og við fórum fram. Ég gaf þeim að borða og svo fórum við að leika okkur. Klukkan 7:30 vakti ég hin börn- in og kom þeim í skólann og leik- skólann. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér Herbalife shake með smákökubragði. Fyrstu verk dagsins: Eftir að krakkarnir voru farnir í skólann voru fyrstu verkin að þrífa eldhús- ið. Tvíburarnir eru mjög góðir í því að sulla því sem þeir borða út um allt. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá fóru þeir að sofa í vagnin- um. Þegar þeir eru sofnaðir byrja ég á því að setjast niður og fá mér Herbalife te, svo fer ég bara að gera það sem þarf að gera á heim- ilinu. Á fimmtudögum er ég yfir- leitt að þvo, það eru þvottadagar hjá mér. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá eru strákarnir vaknaðir aftur og fá brjóst. Svo fara þeir að leika sér að- eins og fá svo að borða. Hvað varstu að gera klukkan 14: Klukkan 14 fóru tvíburarn- ir aftur að sofa. Ég reyni yfirleitt að nota þennan tíma til að setjast aðeins niður og fá mér að borða. Ég er yfirleitt orðin svöng á þess- um tíma. Svo kláraði ég heimilis- verkin. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti aldrei, þetta er full vinna allan sól- arhringinn! Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjúklingur sem ég eldaði. Hvernig var kvöldið? Eftir mat henti ég þessum þremur yngstu í bað, svo í náttföt og tannburstaði þau. Svo á milli 20 og 21 svæfði ég strákana en Jasmín Ósk sofnar sjálf. Þá átti ég eftir að ganga frá í eldhúsinu eftir matinn. Svo skúr- aði ég yfir allt og ryksugaði það sem þurfti. Svo settist ég að lokum niður og slakaði á, fór á Facebook og horfði á sjónvarpið. Hvenær fórstu að sofa? Um kl. 23. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tannbursta mig. Hvað stendur uppúr eftir dag­ inn? Eyrnabólga hjá Heiðari. Hann var að byrja að verða veik- ur á fimmtudaginn og var mjög pirraður. Við hjónin skiptumst því á að ganga með hann um gólf um nóttina, þurftum að fara með hann fram svo hann myndi ekki vekja Eymar. Eitthvað að lokum? Nei, ekkert sem mér dettur í hug. Tvíburamömmu í fæðingarorlofi Stund milli stríða í sumarsólinni á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.