Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 80

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 80
80 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Meðfylgjandi mynd var tekin síð- astliðinn föstudag þegar flaggað var fyrir að búið var að reisa hluta Hót- els Húsafells í Borgarfirði. Fram- kvæmdir hafa gengið vel síðustu daga í borgfirsku veðurblíðunni. Framdkvæmdir við hótelið hófust í maí á þessu ári og rétt rúmu ári síðar, eða 17. júní næstkomandi, munu fyrstu gestirnir sofa á hótel- inu. Veitingastaður fyrir 90 manns verður á Hótel Húsafelli, 36 her- bergi og annað rými sem nýtist vaxandi afþreyingarþjónustu í upp- sveitum Borgarfjarðar. Meðfylgjandi mynd tók Þórð- ur Kristleifsson í Húsafelli en hún sýnir m.a. hluta byggingaflokks Eiríks J Ingólfssonar, verktaka og heimamenn. mm Síðastliðinn fimmtudag var gestum og gangandi boðið að kíkja í heimsókn í Stjórnsýsluhúsið við Bjarnarbraut í Borgarnesi. Þar er fjöldi fyrirtækja og stofnana til húsa og var ætlun starfsfólks þeirra að kynna það sem fram færi í húsinu og efla vitund almennings um starfsemina. Auk þess að þiggja veitingar sem komu frá Ljóma lind, gátu gestir hlýtt á örkynningar um fyrirtæki, gengið um húsið og rætt við „heimafólk.“ Búið er að breyta and- dyri hússins og koma þar fyrir húsgögnum og kaffiað- stöðu auk þess að bæta hljóðvist. Sú aðstaða eflir and- ann í húsinu en starfsfólk fer nú gjarnan fram og spjall- ar í kaffipásum við starfsmenn annarra fyrirtækja eða gesti sína. Meðfylgjandi myndir frá fimmtudeginum tala sínu máli. mm Næstkomandi sunnudag, þann fyrsta í aðventu, mun hinn ár- legi jólamarkaður Sveitamarkað- arins á Breiðabliki á Snæfellsnesi verða haldinn. Húsið verður opn- að klukkan 13 og verður opið til kl. 18. Að venju mun verða ýmis- konar handverk og allskonar mat- arkyns á boðstólnum. Einnig er upplagt að setjast niður í róleg- heitunum og fá sér kaffi, kakó og vöflur og hitta mann og annan og eiga notalega stund saman í sveit- inni. -fréttatilkynning Sigurgeir Erlendsson bakara- meistari í Borgarnesi fagnaði 60 ára afmæli sínu um helgina. Afmælisfagnaðurinn hófst á afmælis golfmóti. Eftir það var opið hús á Hótel Borgarnesi. Frábær stemning var fram á nótt og allir skemmtu sér konung- lega. Systurnar frá Einarsnesi spiluðu og sungu en síðar um kvöldið mætti Bjartmar Guð- laugsson og söng en hann hafði verið að spila á Landnámssetrinu fyrr um kvöldið. Boðið var upp á skemmtiatriði þar sem á svið stigu mismunandi Geira-karakt- erar; Geiri gólfari, Geiri bakari, Geiri iðnaðarmaður, Geiri fjár- húsbóndi, Geiri fótboltakappi og Geiri veiðimaður. sds/mm Geiri á dansgólfinu en með honum eru m.a. hluti af systkinum hans og eru þau að dansa línudans. Geiri bakari fagnaði sextugs afmælinu með stæl Sigurgeir Erlendsson. Félagar á golfmótinu á Hamri. Reyndar var Geiri einn af vinningshöfum á mótinu enda liðtækur í íþróttinni. Dæturnar Sigga Dóra, Sóley Ósk og Rakel Dögg. Geiri og Annabella. Hér eru ýmsir Geirar. Flaggað á mæni nýs hótels í Húsafell Sveitamarkaðurinn í Breiðabliki á sunnudaginn Opið hús í Stjórnsýsluhúsinu við Bjarnarbraut

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.