Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 82
82 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014
Norður - Kórea hefur lengi ver-
ið eitt einangraðasta ríki veraldar
og þangað fara aðeins örfáir ferða-
menn á hverju ári, eða um 1500
samtals frá gjörvallri heimsbyggð-
inni. Mikil dulúð ríkir því yfir hvað
gerist innan landamæra komm-
únistaríkisins en þar segja stjórn-
völd að ríki mikil velsæld. Mikið er
fjallað um athæfi norður - kóreskra
stjórnvalda í fréttum og eru þau oft
á tíðum ansi skrautleg. Minna er
hins vegar vitað um hið daglega líf
í alþýðulýðveldinu. Vífill Atlason
frá Akranesi er í hópi þeirra örfáu
sem ferðast hafa til Norður - Kór-
eu en hann heimsótti landið fyr-
ir skemmstu. Blaðamaður Skessu-
horns settist niður með Vífli eftir
að hann kom heim og fékk að heyra
ferðasöguna.
Blaðamenn ekki vel
komnir sem ferðamenn
Vífill býr ásamt kærustu sinni Vil-
borgu Sólrúnu á Akranesi og vinn-
ur í álveri Norðuráls á Grundar-
tanga. Hann segist lengi hafa haft
áhuga á Norður - Kóreu og ákvað
því fyrr á árinu að láta drauminn
rætast og heimsækja landið um-
deilda. „Mig langaði bara að fara,
það var engin sérstök ástæða önn-
ur en áhugi minn fyrir landinu. Ég
byrjaði á að afla mér upplýsinga á
Internetinu um hvernig hægt væri
að komast inn í landið. Ég komst
að því að best væri að hafa sam-
band við litla kínverska ferðaskrif-
stofu sem sér um ferðir til Norður
- Kóreu. Eftir að ég náði sambandi
við þá í Kína skipulögðu þeir svo
ferð fyrir mig. Nokkur skilyrði eru
sett fyrir því að komast inn í land-
ið. Til dæmis eru blaðamenn ekki
velkomnir sem ferðamenn í Norð-
ur - Kóreu. Mér var einnig ráðlagt
að ljúga ekki að þeim um hver ég
væri þar sem þeir eru víst duglegir
við að kanna slíkt og ef slíkt kemst
upp geta menn verið í vanda. Það
var þó ekkert vandamál fyrir mig
og eftir nokkra tölvupósta var ég
kominn með dagskrá og gat pant-
að flug út,” segir Vífill en ferða-
lagið var langt enda Norður - Kó-
rea hinum megin á hnettinum. „Ég
flaug fyrst til Svíþjóðar og það-
an til Peking og eyddi einni nótt
á sitthvorum staðnum. Frá Peking
flaug ég svo til Pyongyang höfð-
uborgar Norður - Kóreu. Ferð-
in tók því næstum þrjá daga,“ segir
Vífill. Hann lenti í Pyongyang 27.
ágúst. Dvaldi svo í Norður Kóreu
í tíu daga og kom aftur heim til Ís-
lands 11. september. „Ég var einn
á ferð sem er óvanalegt þar sem
yfirleitt fara hópar í svona ferðir.
Á meðan ég dvaldi í landinu fylgdu
mér tveir leiðsögumenn og ég hafði
minn eigin bílstjóra. Fyrstu dag-
ana fylgdu þeir mér hvert fótmál
en þegar leið á ferðina var ég bú-
inn að vinna mér inn traust þeirra
og gat meira skoðað mig um einn
míns liðs. Ég ferðast um allt land-
ið að norðausturhluta þess undan-
skildu og sá margt bæði skrýtið og
áhugavert.“
Reynt að fela fátæktina í
fyrirmyndarborginni
Vífill varði fjórum dögum í höfuð-
borginni Pyongyang og segir hann
borgina vera mjög sérstaka. „Pyon-
gyang er mjög frábrugðin öllu
öðru sem ég sá í landinu. Hún er
fyrirmyndarborg landsins og þar
búa aðeins þeir útvöldu. Flestir sem
á annað borð ferðast til Norður -
Kóreu fara þangað enda er borg-
in mjög flott. Þetta er ofboðslega
hrein borg. Allir íbúar eru mjög
snyrtilegir til fara og byggingar og
styttur eru allar í algjörri yfirstærð.
Þá var Pyongyang eini staðurinn
þar sem ég sá einhverja alvöru bíla-
umferð í landinu. Hún var kannski
ekki mikil miðað við okkar mæli-
kvarða en annars staðar í landinu sá
ég varla bíla á ferð þó svo að þar séu
jafnvel margra akreina þjóðvegir.“
Vífill segist hafa hrifist af borg-
inni en þar leyndist þó fátækt þótt
hún hafi ekki verið eins sýnileg og
á öðrum stöðum í landinu. „Það
er fátækt í borginni en hún er þó
allt öðruvísi fátækt en við þekkjum.
Þarna eiga til dæmis allir sitt eigið
hús og fín föt. Það sést samt á fólk-
inu að það er ekki sérlega holdugt
og þá virðist tannhirða ekki vera
upp á marga fiska. Auk þess sá ég,
á milli þess sem þeir voru að segja
mér frá velsældinni, bíla frá matar-
aðstoð Sameinuðu þjóðanna renna
framhjá svo ég vissi að það hlyti að
vera fátækt þrátt fyrir það sem mér
var sagt. Mér fannst einnig frekar
sérstakt að þó það væru engin aug-
lýsingaskilti í borginni, þar sem allt
er ríkisrekið, þá voru ekkert færri
skilti þarna en í öðrum vestræn-
um borgum. Þau voru hins veg-
ar af fyrrum og núverandi leiðtoga
landsins. Það sem var jafnvel enn
skrýtnara var að utan Pyongyang
var reglulega rafmagnslaust að þá
var tryggilega séð til þess að lýsing-
in hjá þessum myndum færi ekki,“
segir Vífill um fyrirmyndarborgina
Pyongyang.
Vinalegt fólk með
mikinn húmor
Flestir Norður - Kóreubúar skilja
lítið annað en kóresku og því þurfti
Vífill að reiða sig á túlka þegar hann
spjallaði við almenning. „Leiðsögu-
mennirnir mínir kunnu ensku og
gátu þýtt fyrir mig ef ég vildi spjalla
við fólk. Það að hafa leiðsögumenn
sem túlka var lykillinn að því að
kynnast fólkinu. Það kom mér mik-
ið á óvart hveru létt var yfir flest-
um sem ég talaði við. Þótt ótrúlegt
megi virðast þá er fólk í Norður -
Kóreu engin heilalaus vélmenni.
Það fólk sem ég talaði við var bara
mjög vinalegt og það var mik-
ill húmor í því. Fólk spurði mikið
um Ísland og hvernig herinn okkar
stæði. Í Norður - Kóreu er herinn
nefnilega mjög sýnilegur og það
voru hermenn nánast alls staðar.
Þegar ég sagði þeim að við hefðum
engan her urðu þeir allir mjög hissa
og spurðu hvað Íslendingar ætlaðu
þá að gera ef Bandaríkin myndu
ráðast á okkur. Ég komst að því að
Norður - Kóreubúum er ekki mjög
vel við Bandaríkjamenn og allt sem
amar að í landinu er yfirleitt þeim
að kenna,“ segir Vífill um kynni sín
af almenningi í landinu.
Kóreskur matur
í öll mál
Vífill segir að á meðan ferðinni
stóð hafi hann kynnst vel matar-
menningu landsins og kunni ágæt-
lega við það sem honum var boð-
ið upp á. „Það er eiginlega ekkert
annað í boði en innlendar vörur.
Því át ég kóreskan mat í öll mál, frá
morgni fram á kvöld. Mér fannst
þetta þokkalegur matur en þeir
nota mikið grænmeti með smá kjöti
eða fiski út í. Það var samt ekki al-
veg að gera sig að borða slíka rétti
í öll mál,“ segir Vífill en hann fékk
einnig að smakka bjór þeirra Norð-
ur - Kóreumanna. „Það kom mér
svolítið á óvart hvað það var mik-
ið um bjór þarna og hvað hann var
í raun góður. Það á samt það sama
við um matinn sem ég var að borða
og bjórinn sem ég fékk. Þetta er
ekki það sem er á borðum flestra
landsmanna daglega.“
Sögur af sýndar
mennsku sannar
Sögur af sýndarmennsku stjórn-
valda í Norður - Kóreu eru heims-
frægar þar sem þeir eru sagðir setja
upp miklar sýningar fyrir gesti. Víf-
ill varð vitni af þessum sýndarleik
í sinni ferð. „Á meðan ég dvaldi í
Pyongyang varð ég vitni af einu því
skrýtnasta sem ég hef á ævinni upp-
lifað. Ég fór á ameríska fjöldbragða-
glímusýningu í risa íþróttahöll sem
tók að ég held 15 þúsund manns í
sæti. Þarna voru erlendir glímu-
kappar, flestir frá Japan en einn-
ig nokkrir frá Bandaríkjunum og
öðrum löndum. Átti þetta að vera
liður í að bæta samskipti Norður -
Kóreu við aðrar þjóðir. Höllinn var
smekkfull og sat ég meðal áhorf-
enda. Sýningin tók um það bil tvö
klukkutíma og fyrsta klukkutím-
ann var dauðaþögn í salnum. Eftir
það byrjuðu læti að heyrast frá einu
stúkuhólfinu. Það fólk var líklega
fengið til að vera með læti þar sem
þetta var orðið mjög vandræðalegt.
Sérstaklega þar sem þarna voru
einnig mættir háttsettir embættis-
menn úr ríkisstjórninni, þótt leið-
toginn sjálfur væri hvergi sjáanleg-
ur. Það virtist sem stjórnvöld hafi
hreinlega safnað liði af götunni inn
í höllina til að fylla hana. Hins veg-
ar skyldu áhorfendur hvorki upp né
niður og vissu ekkert hvað væri í
gangi. Þetta var verulega furðulegt
allt saman,“ segir Vífill um einn af
þeim viðburðum sem hann sótti á
meðan hann var í borginni.
Enskufyrirlestur
reyndist vera plat
Eftir því sem leið á ferðina átti Víf-
ill þó eftir að upplifa fleiri furðuleg
uppátæki af hálfu gestgjafa sinna.
„Það var alveg sama hvert ég fór
eða hvað ég sá, ég var yfirleitt eini
túristinn á svæðinu. Mér var boð-
ið í fjölda skoðunarferða. Ein af
þeim var á bókasafn sem er eins-
konar þjóðarbókhlaða Norður -
Kóreu sem þeir sýna nánast öllum
sem koma til landsins. Ég gekk inn
með mínu fylgdarliði sem lýstu fyr-
ir mér hvað væri að gerast í bygg-
ingunni. Í einum salnum sem þeir
opnuðu fyrir mér sátu örugglega
hátt í tvö hundruð manns við tölv-
ur og hlustuðu á fyrirlestur. Mér
var sagt að þarna enskukennslu í
gangi. Ég ákvað af einhverri ástæðu
að kíkja aftur inn í þennan sal að-
eins örfáum mínútum seinna og sá
að salurinn var galtómur. Það var
því enginn enskukennsla þarna og
fyrirlesturinn einungis sviðsettur
fyrir einn ferðamann frá Íslandi,“
segir Vífill.
Einn á fimm stjörnu
skíðahóteli
Vífill ferðaðist víða á meðan hann
var í Norður - Kóreu og gisti á
nokkrum hótelum utan höfuðborg-
arinnar. Hann segir ótrúlegt hvað
sé mikið lagt í ferðamannaþjónstu
þarna miðað við að nánast engir
ferðamenn séu í landinu. „Það var
mjög einkennilegt að sjá hótel nán-
ast útum allt en enga ferðamenn.
Það sem var jafnvel enn skrýtnara
var að þau virtust öll vera í fullum
rekstri. Ég fór t.d. á eitt hótel utan
Pyongyang sem var glænýtt skíða-
hótel, byggt fyrir um ári síðan.
Öðrum eins lúxus hef ég hreinlega
aldrei áður kynnst. Þetta var alveg
fimm stjörnu hótel. Það eina sem
raunverulega vantaði var fólk. Ég
var eini gesturinn allan þann tíma
sem ég dvaldi þar. Hins vegar var
alltaf fullmannað í allar stöður, allt
fyrir einn ferðamann frá Íslandi,“
segir Vífill um ferðaþjónstu þeirra
Norður - Kóreubúa.
Syrgði fallna leiðtoga
með þjóðinni
Á meðan Vífill dvaldi í Norður -
Kóreu fann hann hvernig stöðugt
var verið að minna fólk á leiðtoga
landsins og þá sem á undan hon-
um höfðu ríkt. Meðal þess sem Víf-
ill varð vitni af var sunnudagssorg
þjóðarinnar við grafhýsi tveggja
fyrstu leiðtoga landsins, Kim Il-
sung og Kim Jong-il „Þetta er eins
Eins og að koma í annan heim
Ferðasaga Skagamannsins Vífils Atlasonar til Norður - Kóreu
Vífill Atlason fór ein síns liðs til Norður - Kóreu þar sem hann upplifði margt ansi
furðulegt og framandi. Hér sést hann halda á djúpsteiktri könguló.
Vífill og Sigurboginn í Pyongyang sem er næststærsti sigurbogi heimsins og er til
heiðurs þeim sem börðust gegn innrásarher Japan í Kóreu á árunum 1925 til 1945.