Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 83

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 83
83MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 og samfélag risastórs sértrúarsöfn- uðar. Í hverju þorpi og öllum bæj- um er til dæmis súla sem stendur á „Lengi lifi leiðtoginn“ og er til að dásama fyrrum leiðtoga landsins,“ segir Vífill en hann fór sjálfur og skoðaði grafhýsi feðganna í Pyon- gyang þar sem þeir liggja í glerkist- um. „Ég fór og kíkti á þá feðga og sá fólk bókstaflega hágráta yfir þeim. Ég var beðinn af leiðsögumönn- unum mínum að votta þeim einnig virðingu og leggja blóm við styttu af Kim, sem ég og gerði. Þetta virð- ist kannski furðulegt fyrir okkur en fyrir þeim er þetta alls ekkert óeðli- legt. Fyrir þeim eru þessir leiðtog- ar eins og guðir. Fólk trúir almennt öllu sem því er sagt um þá og því eru þeir elskaðir og dáðir. Ég man að ég fór og skoðaði einhverjar forn- minjar með forn kóresku letri og sögðu þeir mér að enginn hafi skil- ið hvað þarna stóð fyrr en Kim Il- sung mætti einn daginn og las þetta upp fyrir fólkið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð því að passa mig að fara ekki að hlæja eða glotta þegar fólk fór að tala um sína guð- dómlegu leiðtoga eða hversu öflug- ur herinn þeirra væri. Að gera grín að þessu móðgar það stórlega og ég vildi ekkert vera með neitt þannig vesen. Ég leit samt aldrei á það sem heimskt fólk fyrir að trúa þessu eða þeir á mig fyrir að trúa þessu ekki. Það var meira að við skyldum ekki veruleika hvors annars.“ Sósíalíska kerfið ekki gallalaust Vífill segir að stór hluti íbúa í Norður - Kóreu geri sér grein fyrir bágu efnahagsástandi landsins. Þeir sjái hins vegar mikla kosti við sitt sósíalíska stjórnkerfi og bentu Vífli gjarnan á hverjir þeir væru. „Þeir vilja láta þig halda að kerfið þeirra virki mjög vel. Þeir minna þig stöð- ugt á að allir íbúar landsins fái frítt hús, fría heilbrigðisþjónustu og menntun. Til að byrja með er þetta allt vissulega satt og rétt hjá þeim. Hins vegar eru húsin yfirleitt raf- magnslaus, sum ekki með rennandi vatni eða jafnvel gleri í gluggum. Hvað heilbrigðisþjónustuna varð- ar veit ég að hún er frí en hún er ekki eins fullkomin og þeir segja. Ég fékk sem dæmi hita á meðan ég var þarna úti og þeir gjörsam- lega fríkuðu út. Ég var ekki send- ur á neitt hátæknisjúkrahús eins og sögur þeirra bentu til. Ég hitti þess í stað einhvern lækni sem gaf mér einhvers konar náttúrulyf. Þetta stemmdi ekki alveg við þá frásögn af heilbrigðiskerfinu sem ég hafði heyrt fyrr í ferðinni,“ segir Vífill en til allrar hamingju virkuðu náttúru- lyfin ágætlega og var hann orðinn frískur stuttu síðar. Kynntist furðulegum kennsluháttum Eins og Vífill var oft minntur á í ferðinni fá allir þegnar Norður - Kóreu fría menntun. Hann komst í kynni við menntakerfið og vakti það einnig mikla undrun Skaga- mannsins. „Meðan ég dvaldi í Norður - Kóreu heimsótti ég þrjá skóla, sem voru nánast hver öðr- um furðulegri. Sá fyrsti sem ég heimsótti var utan Pyongyang. Það var að vísu ekki beint skóli heldur meira einhvers konar sumarbúð- ir fyrir námsmenn. Sú stofnun var alveg glæný og með öllu tilheyr- andi, meira að segja sjávarlífssafni. Þegar ég kom og skoðaði staðinn var þó enginn nemandi sjáanlegur. Öll þessi glæsilega stofnun var al- veg galtóm. Ég spurði því leiðsögu- mennina hvar allir nemendurnir væru og fékk þau svör að allir væru í mat annars staðar. Ég sá samt strax að þetta var algjörlega ónot- uð bygging og að þarna hafi eng- in setið einn einasta tíma. Ég fór stuttu síðar í annan skóla þar sem voru nemendur. Það var grunnskóli og var sett upp leiksýning fyrir mig. Það var mjög skrýtið þar sem ég var einn í salnum ásamt leiðsögmönn- unum. Síðasti skólinn sem ég heim- sótti var leikskóli. Sú heimsókn var sennilega sú allra furðulegasta í Fólk í Norður - Kóreu lítur gjarnan á leiðtoga landsins sem hálfgerða guði. Hér má sjá fólk hneigja sig fyrir styttum af Kim Il-sung og Kim Jong-il, tveimur fyrstu leiðtogum landsins. ferðinni. Þar var einnig sett upp sýning fyrir mig þar sem fimm ára börn léku allskonar listir og greini- legt að þau voru þrautþjálfuð í sín- um fögum. Að lokum var svo leikrit þar sem þessi litlu börn léku norður kóreska hermenn að berjast við am- eríska hermenn. Það sem var enn furðulegra var að bandarísku her- mennirnir voru ekki aðeins túlk- aðir sem heimskir og vondir held- ur voru þeir látnir vera með hala til að undirstrika hveru miklar skepn- ur þeir væru. Að lokum endaði leik- ritið með sigri norður - kóresku hermannanna. Ég hugsaði á með- an þessu stóð að þetta yrði senni- lega harðlega gagnrýnt hér á landi og myndi kynda vel undir öllum kommentakerfum,“ segir Vífill um það sem hann sá í skólum Norður - Kóreu. Hitti japanskan aðdáanda Ómars Ragnarssonar Vífill segist hafa verið gjörsam- lega úr sambandi við umheim- inn á meðan hann dvaldi í Norð- ur Kóreu. Hann gat því ómögu- lega svarað spurningu sem kom úr mjög svo óvæntri átt. „Á flugvell- inum í Pyongyang hitti ég japansk- an blaðamann sem er mikill aðdáð- andi Ómars Ragnarssonar. Sá hafði komið til Íslands og flogið með Ómari í einhverri umfjöllun um Ís- land. Hann og annar blaðamaður, sem var á flugvellinum, höfðu mik- inn áhuga á Íslandi og eldgosinu sem var í gangi. Ég vissi náttúru- lega ekki neitt um það enda algjör- lega ómeðvitaður um að hvað væri að gerast heima og gat lítið hjálpað þessum aðdáanda Ómars. Það var dálítið erfitt að venjast því að vera svona gjörsamlega klipptur út frá restinni af umheiminum. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast í heiminum þar sem ég var nánast ekki hluti af honum meðan ég dvaldi í Norður - Kóreu,“ seg- ir Vífill. Gæti vel hugsað sér að fara aftur Vífill vill þó taka fram að hann hafi frá upphafi ferðarinnar átt von á að það yrðu settar upp hálfgerð- ar sýningar fyrir hann. Ferðin var þó ekki öll einn stór áróðursleik- þáttur og segist hann einnig hafa fengið að upplifa alvöru Norður - Kóreu, m.a. þegar hann ferðað- ist utan höfuðborgarinar og þegar hann ræddi við íbúa. „Þetta var alveg mögnuð ferð í alla staði og í raun eins og að koma í annan heim. Ég fékk svo sannarlega að upplifa hluti sem ég held að séu hreinlega ekki til ann- ars staðar. Ég fór með það mark- mið að kynnast fólkinu í landinu og tala við það um daglegt líf þess. Ég komst að því að þetta fólk lif- ir í allt öðrum veruleika en ég. Þrátt fyrir það er þetta venjulegt fólk sem var gaman að tala við og kynnast og er ánægt þrátt fyrir fá- tækt,“ segir Vífill og bætir við að hann myndi gjarnan vilja fara aft- ur einn daginn. „Mig langar að fara aftur en þetta er dýrt ferðalag og sú ferð verður sennilega ekki á næstunni. Núna ætla ég bara að vinna og safna peningum og fara aftur í háskóla eftir áramót,“ segir Vífill að lokum. jsb Í heimsókn í leikskóla sá Vífill leikrit þar sem börn léku norður - kóreska hermenn berjast gegn bandarískum hermönnum. Í Norður - Kóreu er mikið af stórum myndum af leiðtogum landsins. Hér sést ein í skóla sem Vífill heimsótti, en viftan sem sést á myndinni var notuð til að kæla málverkið og verja það gegn hitanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.