Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 92

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 92
92 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Bíldshöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Ég geri athugasemdir við þá breytingu á aðalskipulagi sem nú liggur fyrir vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og komin er í lýsingu. Pennagrein Lögreglan í Borgarnes Staðsetning lögreglustjórans á Vest- urlandi hefur verið töluvert í um- ræðunni að undanförnu. Mikilvægt er að embættið sé staðsett þar sem það þjónar tilgangi sínum sem best og að fagleg rök standi þar að baki. Borgarbyggð ásamt fleiri sveitar- félögum á Vesturlandi hefur í um- sögnum sínum varðandi staðsetn- ingu embættisins mælt með því að embættið verði staðsett í Borgar- nesi. Ekki er þó sveitarfélagið Borg- arbyggð eitt um það heldur hafa yfirvöld dómsmála sem fara með málaflokk lögreglumála í landinu líka gert slíkt hið sama. Flest rök mæla með Borgarbyggð Þau rök sem vega þar þyngst er stað- setning Borgarness sem byggðar- kjarna þar sem leiðir af öllu Vestur- landi liggja saman. Ekki má held- ur gleyma því að mikil dulin búseta er í Borgarbyggð vegna hátt í tvö þúsund sumarhúsa sem í sveitarfé- laginu eru auk tveggja háskóla. Mik- ilvægt er við ákvörðun um staðsetn- ingu embættisins að rökum sé fylgt í málinu. Staðarval verði metið úr frá þeim hagsmunum sem munu gera embættið í stakk búið til að geta sinnt sem best öllum þeim svæðum sem heyra undir umdæmið og þjón- usti alla íbúa á Vesturlandi með skil- virkum og markvissum hætti. Mikill stuðningur í Borgarbyggð Finna má fyrir víðtækum stuðn- ingi hjá sveitarstjórnarmönnum og íbúum í Borgarbyggð við tillög- ur dómsmálaráðherra þess efnis að embætti lögreglustjórans á Vestur- landi verði staðsett í Borgarnesi. Fulltrúar úr sveitarstjórn Borgar- byggðar ásamt sveitarstjóra hafa átt fjölmarga fundi vegna málsins og í öllum sínum málflutningi lagt ríka áherslu á að embættið sé staðsett í Borgarnesi, til þess að þjónustan á Vesturlandi öllu verði sem best. Helgi Haukur Hauksson Höf. er sveitarstjórnarmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarbyggð. Mér finnst þessi breyting ekki vera í samræmi aðalskipulag Borgar- byggðar 2010-2022. Breytingin er á skjön við Leiðarljós – framtíð- arsýn aðalskipulagsins en það er m.a. að efla fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf í fögru, heilbrigðu og hreinu umhverfi. Jafnframt er það ekki í anda meginmarkmiðs skipu- lagsins en það er m.a. að tekin skulu mið af sjálfbærri þróun við skipu- lag og uppbyggingu sveitarfélags- ins og að taka skuli sérstakt tillit til umhverfis og náttúruverndar við skipulag og þróun svæða. Jafnframt því mun þessi breyting eyðileggja náttúruupplifun fólks í fólkvangin- um og draga úr öryggistilfinningu þeirra sem fólkvanginn sækja. Fólkvangurinn Einkunnir var stofnaður í maí 2006. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins Einkunna sem fólkvangs var að vernda jarð- myndanir og votlendi í þágu útivist- ar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Frá stofnun hefur markviss uppbygging verið á svæðinu með það að markmiði að gera fólkvang- inn sem aðgengilegast fyrir almenn- ing. Hér má nefna að stígar hafa verið lagðir (tæpir 20 km) þeir stik- aðir og sett kurl í þá að hluta, opnuð rjóður með bekkjum og borðum, og salernisaðstöðu komið upp. Einnig hefur útsýnisskífu verið komið fyr- ir, landnámsvarða hlaðin, bryggja byggð í Álatjörn og lagður að henni stígur með bundnum slitlagi. Reið- vegur liggur í gegnum fólkvang- inn og hestagerði er staðsett á fal- legum stað í Litlu-Einkunnum. Umferð útivistarfólks í fólkvang- inn hefur aukist með hverju árinu sem liðið hefur. Innan fólkvangsins er Skátafélag Borgarnes með skál- ann sinn Flugu sem skátarnir nýta allt árið fyrir starfsemi sína og eru m.a. með kanóa á Álatjörn. Umferð um tjörnina á vetrum hefur aukist til skautaferða og útreiða. Í blaðaviðtali sem Reynir Ing- bjartsson veitti við útgáfu bók- ar sinnar 25 gönguleiðir um Borg- arfjörð og Dali sagði hann að það svæði sem kom honum mest á óvart og hann hreifst mest af í Borgarfirði og Dölum hafi verið Einkunnir. Fyrirhugað er að staðsetja skot- æfingasvæði við hliðina á fólkvang- inum Einkunnum. Ég vil fyrst vekja athygli á nokkrum staðreyndum. Það verður: 150 m frá riffilbraut að fólk-• vangsmörkum. rúm 1200 m skotlína/loftlína frá • riffilbraut að næstu íbúabyggð. 600 skotlína/loftlína frá riffil-• braut að göngustíg sem liggur á milli Álatjarnar og Háfsvatns. 1200 m skotlína/loftlína frá riff-• ilbraut að nýlögðum göngustíg á milli Borgar og Einkunna. um 2000 m skotlína/loftlína frá • riffilbraut að útsýnisskífu á Syðri- Einkunn. um 1000 m skotlína/loftlína • frá riffilbraut að skátaskálanum Flugu. 800 m frá riffilbraut að fjölförn-• um reiðveg/akveg/gönguleið sem liggur í Einkunnir. 800 m frá riffilbraut að Álatjörn.• Til fróðleiks má geta þess að • langdrægir rifflar draga meira en 10.000 m. Það munu heyrast skothvellir frá æfingasvæðinu sem koma til með að skerða náttúruupplifun fólks í fólk- vanginum og fæla fólk frá því að koma í fólkvanginn til að upplifa kyrrð, fuglasöng og náttúruhljóð. Ég óttast að skothljóðin komi einn- ig til með að fæla fugla af svæðinu en það hefur verið merkjanleg aukning í fjölda fugla sem sækja í fólkvanginn í ætisleit og til varps. Skotæfinga- svæðið mun skerða það öryggi sem fólk hefur fram til þessa geta treyst á. Útivistarfólk, skátar og skólabörn verða að geta verið örugg í leik og starfi í fólkvanginum. Slys gera ekki boð á undan sér. Svæðið sem slíkt er illa til þess fallið að setja þessi mannvirki þar niður. Það þarf að leggja nýjan veg að skotæfingasvæðinu, yfir mýrar og holt. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir kostnaðaráætlun þessara framkvæmda. Kunnugir segja mér að kostnaður við vegaframkvæmdir verði ekki undir 20 milljónum. Gerð skotæfingasvæðisins, s.s. jarðvegs- skipti, manir og önnur mannvirki muni kosta meira en 30 milljónir. Framkvæmdin í heild sinni fari lík- lega ekki undir 50 milljónir og þann kostnað mun sveitarfélagið bera að stærstum hluta. Það má geta þess að sveitarfé- lagið Borgarbyggð er stórt og víð- femt sveitarfélag eða 4.926 ferkíló- metrar að stærð og til samanburðar þá eru Færeyjar 1.396 ferkílómetrar að stærð! Borgarbyggð er því rúm- lega þrisvar sinnum stærra að flatar- máli en Færeyjar. Ég trúi ekki öðru en sveitarstjórn Borgarbyggðar geti í góðu samstarfi við íbúa sveitar- félagsins fundið æfingasvæði fyrir okkur byssueigendur og skotveiði- menn til æfinga sem sátt ríkir um. Það er brýnt að við byssueigendur fáum slíka aðstöðu. Það mun aldrei ríkja sátt um skotæfingasvæðið á þessum stað. Að lokum vil ég hvetja íbúa Borg- arbyggðar og útivistarfólk til að kynna sér lýsingu á breytingu á að- alskipulagi sem nú liggur fyrir vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars. Hægt er að nálgast gögn á heima- síðu Borgarbyggðar og í ráðhúsi Borgarbyggðar. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. desember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgar- braut 14, 310 Borgarnes eða á net- fangið lulu@borgarbyggd.is. Hilmar Már Arason, íbúi í Borgarbyggð Skólabörn á skautum. Tillaga að breytingu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.