Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 93

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 93
93MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Grundarfjörður - miðvikudagur 26. nóvember Námskeið í félagsmálafræðslu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl. 16. FRÍTT námskeið sem nýtist þér. ,,Sýndu hvað í þér býr“ er skemmtilegt og gagnlegt framkomu- og sjálfstyrkingarnámskeið sem mælst hefur vel fyrir hin síðari ár. Einnig verður farið yfir störf í stjórnum félagasamtaka og almenn fundarsköp. Námskeiðið er tilvalið tækifæri fyrir alla þá sem vilja styrkja sig og bæta í að koma fram og/eða læra grundvallaratriði í félagsmálum. UMFÍ og HSH standa fyrir námskeiðinu. Skráning: hsh@ hsh.is Stykkishólmur - miðvikudagur 26. nóvember Sprettur félagsstarf fatlaðra 16 ár og eldri. Jólakósý í Plássinu kl. 17:30. Stykkishólmur - fimmtudagur 27. nóvember Bæjarstjórnarfundur nr. 313 í Ráðhúsi Stykkishólms kl. 17. Borgarbyggð - fimmtudagur 27. nóvember Skallagrímur - KR í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 19:15. Deildarleikur í Dominos deild karla í körfubolta. Allir á pallana! Borgarbyggð - föstudagur 28. nóvember Hið árlega jólabingó Kvenfélagins 19 júní verður haldið í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri kl. 20. Margir góðir vinningar. Allur ágóði rennur til líknarmála. Borgarbyggð - föstudagur 28. nóvember ROCKY HORROR - frumsýning leikfélagsins Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 20. Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@ menntaborg.is Miðaverð: 2500 kr. NMB miðaverð: 1500 kr. Barnamiði (6-12 ára): 1000 kr. Frítt fyrir 5 ára og yngri. Nýtt fjölskylduþak: Fjölskylda borgar aldrei meira en 6000 krónur. Akranes - laugardagur 29. nóvember Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Akratorgi við hátíðlega athöfn kl. 16. Borgarbyggð - laugardagur 29. nóvember Jólatónleikar Freyjukórsins í Borgarneskirkju kl. 17 og kl. 20:30. Freyjukórinn ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni syngja heillandi jólalög. Stjórnandi er Zsuzsanna Budai. Verð kr. 3000 og 2500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Akranes - laugardagur 29. nóvember Eitthvað fallegt í Vinaminni. Jólatónleikar með Röggu Gröndal, Svavari Knúti og Kristjönu Stefánsdóttur í Vinaminni kl. 20. Miðaverð kr. 3500. Frítt fyrir börn. Afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa. Allir velkomnir. Grundarfjörður - laugardagur 30. nóvember Aðventu- og fjölskyldudagur kvenfélagsins Gleym mér ei verður haldinn hátíðlegur. Akranes - laugardagur 30. nóvember Aðventutónleikar kórs Akraneskirkju. Hátíðlegir tónleikar í upphafi aðventu. Flutt verður hin gullfallega jólaóratoría, Oratorio de Noël eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Jólaglögg og piparkökur í hléi. Eftir hlé færir kórinn sig nær nútímanum og flytur aðventu- og jólalög í fjölbreyttum útgáfum. Einsöngvarar: Elfa Margrét Ingvadóttir, Halldór Hallgrímsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Snorri Wium og Þórgunnur Stefánsdóttir. Sérstakir gestasöngvarar verða þau Halla Jónsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson. Kammersveit Kalmansvalla: Aðalheiður Þorsteinsdóttir orgel/ píanó, Helga Steinunn Torfadóttir fiðla, Kristín Sigurjónsdóttir fiðla, Kristín Þóra Haraldsdóttir lágfiðla, Jón Rafnsson kontrabassi, Sophie Schoonjans harpa og Örnólfur Kristjánsson selló. Aðgangseyrir er kr. 3.000 við inngang en 2.500 í forsölu. Forsala er hafin í versluninni Bjargi. Borgarbyggð - laugardagur 30. nóvember. Jólatónleikar í Fáskrúðarbakkakirkju. Páll Óskar Hjálmtýsson syngur við undirleik Moniku Abendroth. Fyrri tónleikarnir verða kl 14:30 og þeir seinni kl. 17. Enn eru til lausir miðar fyrir áhugasama. Miðaverð er kr. 2900. Miðasala er hjá sóknarpresti á netfanginu pall.olafsson@kirkjan. is, og í farsíma 895-1747. Borgarbyggð - laugardagur 30. nóvember Systurnar frá Einarsnesi í Landnámssetri kl. 20:30. Tónleikar með jólalegri stemningu. Borgarbyggð - mánudagur 1. desember Vinakeðja í V- deild Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi kl. 8:30. Nemendur, starfsmenn og foreldrar mynda vinakeðju og ganga saman í upphafi dags á Laugarhnjúk sem er fyrir ofan barnaskólann. Tendraðir eru kyndlar og kveikt á jólastjörnunni sem er staðsett á klettinum. Borgarbyggð - mánudagur 1. desember Kaffihús í Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember bjóðum við aðstandendum að koma til okkar á kaffihús. Kaffihúsið opnar kl. 12:15. Nemendur bjóða upp á léttar veitingar, söngatriði og ljóðalestur. Borgarbyggð - mánudagur 1. desember Lesið í skýin. Kl. 20 í Edduveröld mun Trausti Jónsson veðurfræðingur kenna okkur að lesa í skýin. Aðgangur ókeypis. Grundarfjörður - þriðjudagur 2. desember Karlakaffi er í Verkalýðsfélagshúsinu Borgarbraut 2 alla þriðjudaga frá kl.14 - 16. Borgarbyggð - þriðjudagur 2. desember Fyrirlestrar í héraði í Bókhlöðu Vantar þig aðstoð? Get tekið að mér tilfallandi störf/ verkefni til áramóta. Netfang: gugustafs@gmail.com Til sölu Toyota Corolla Wagon 2003 1598cc 110 hestöfl Ekinn 191 þús. Skoðaður til 2015. Dráttarkrókur, smurbók, reyklaus, 4 sumardekk, 4 eldri vetrardekk á stálfelgum. Ásett verð: 600 þús kr. bjarki.scott@marel.com Kia ceed Ex premium disel Árg. 2012 ek. 71 þús. km. 16“ álfelgur, dráttarkrókur ofl. Vel búinn bíll. Ásett verð 3.390 þús. Bílás Akranesi 431-2622 / bilas.is Húsnæði Óska eftir í langtímaleigu 3-4 herb. íbúð á Akranesi. Hentar um mánaðamótin des/jan. Upplýsingar í síma 867-2971 eða sigrun.pe@simnet.is Herbergi til leigu Til leigu herbergi á Akranesi með aðgang að baðherbergi og eldhús. Leiga 35 þús. Nánari upplýsingar gefur Anna síma 659-9516. Námsmaður leitar af íbúð Er að leita mér af lítilli íbúð til að leigja með skóla, endilega hafið samband jonbjorg96@gmail.com Skammtímaleiga 2ja herbergja íbúð með húsgögnum til leigu í Borgarnesi til 5.jan. 3-5 herberja húnæði óskast Aðila í gistiþjónustu vantar hentugt húsnæði sem fyrst. Sími 821-6070, 454- 6070 eða með tölvupósti: gugustafs@ gmail.com Íbúð óskast til leigu Læknir, rólegur og reyklaus ásamt 13 ára dóttur leitar eftir lítilli íbúð til leigu á Akranesi, í Mosfellsbæ eða nágrenni. Upplýsingar hjá Birgittu í síma 869- 4679. Óska eftir par/ rað- eða einbýli á Akranesi Fjölskylda óskar eftir leiguhúsnæði. Par-, rað- eða einbýlishúsi á Akranesi frá 1. jan. 2015. Reglusöm, engin gæludýr, trygging og öruggar greiðslur. 3 svefnherb. minnst. Skipti á einbýli í Keflavík gætu líka komið til greina. Uppl. á email vantarhusnaedi@gmail.com Stúdíóíbúð til leigu Nýuppgerð stúdíóíbúð til leigu á Akranesi frá 1. des. Upplýsingar í síma 893-1534 eða 663-8449. Vantar dekk Vantar vetrardekk 215/60 x 17 heilsárs eða negld. Sími 865-7558. Skötuselsnet til sölu Til sölu 60 ný skötuselsnet felld hjá Ísfell, netin eru tilbúinn í sjó 10 stk. í poka. uppl. í síma 821-8644, ingi@ bergvik.is Handrið (efni til smíða ) Til sölu Handrið (efni til smíða) tilvalið í gerði, hlið eða eitthvað annað. Tilvalið fyrir einhvern handlaginn. 16m 13 cm milli pílóra, hæð 115 cm. Fæst á góðu verði. Uppl. í síma 661-8079. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845- 5715, Nína. Borgarnes dagatalið 2015 Veggdagatal með 13 ljósmyndum úr Borgarnesi frá öllum mánuðum ársins. Hægt er að skoða myndirnar á dagatalinu á internetslóðinni: www.hvitatravel.is/ dagatal. Frí heimsending í Borgarnesi. Nánari upplýsingar í síma 661-7173 & tolli@hvitatravel.is Láttu þér líða vel Bíð upp á eftirtaldar meðferðir: Bowen tækni við vöðvabólgu, höfuðverk, svefnvandamálum, stoðkerfisverkjum, mígreni, ofvirkni og athyglisbresti , ungbarnakveisu o.fl. TFT meðferð við tilfinningalegum vandamálum eins og prófkvíða, öðrum kvíða, afleiðingum áfalla, streitu, lofthræðslu, innilokunarkennd, hræðslu við dýr, reiði o.fl. Dáleiðslu við verkjum og andlegri líðan Nálastungur við kvíða og verkjum, já og hrukkum. Ellefu ára reynsla. heilsubot@heilsubot.com Prófkvíði Árangursrík meðferð við prófkvíða. Kíktu á heilsubot.com Á döfinni LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands SMáauglýSingar atburðadagatal fréttir www.SkeSSuhorn.iS ATVINNA ÓSKAST Markaðstorg Vesturlands BÍLAR/VAGNAR/KERRUR ÝMISLEGT ÓSKAST KEYPT Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott jólaföt fyrir flottar konur st. 38-58 S K E S S U H O R N 2 01 4www.bjarteyjarsandur.is Bjarteyjarsandur á aðventu Minnum á árlegan jólamarkað á Bjarteyjarsandi sunnudaginn 7. desember. Opið milli 11 og 17. 19. nóvember. Drengur. Þyngd 3.135 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 20. nóvember. Stúlka. Þyngd 3.685 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Ingibjörg Alexía Guðjónsdóttir og Kristinn Sigurþórsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 23. nóvember. Stúlka. Þyngd 3.570 gr. Lengd 50,5 sm. Foreldrar: Rakel Bryndís Gísladóttir og Ingi Björn Ragnarsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. Snorrastofu. Lausafjáreign bænda og búaliðs í Borgarfirði á 19. öld. Már Jónsson sagnfræðingur flytur. Tilefnið er bókin Hvítur Jökull sem Snorrastofa gaf nýverið út og geymir skrár yfir eignir 27 karla og kvenna sem bjuggu í kirkjusóknum Gilsbakka og Stóra-Áss í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir miðja 19. öld. Már reifar efni bókarinnar og segir frá sambærilegum gögnum sem til eru úr öðrum sóknum í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Hnappadalssýslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.