Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 9
RITSTJÓRNARGREINAR Um vottorðagjöf lækna Eins og mörgum er í fersku minni hafði stjórn Læknafélags íslands sjálfsögð afskipti af máli trúnað- arlæknis Flugmálastjómar, Pengils Oddssonar, er honum var vikið tímabundið úr starfi vegna vottorðs sem hann gaf út fyrir flugmann. I bréfi sínu til sam- gönguráðherra segir stjórn LI: „Stjórn Læknafélags Islands hefur yfirfarið ágreining Pengils Oddssonar, fluglæknis og trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar íslands, annars vegar og Flugmálastjómar/Samgönguráðuneytisins hins vegar um útgáfu heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanns samkvæmt heilbrigðisákvæðum um flugskírteini. í hlut á læknir með óvenju fjölþætta starfsreynslu og farsælan feril í læknisstarfi. Er það niðurstaða stjórnar Læknafélags Islands að Þengill Oddsson hafi ekki brotið gegn þeim ítar- legu reglum sem uppfylla ber á vettvangi flugöryggis- mála. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem skoða skal störf og viðbrögð læknisins vegna þessa ágreiningsmáls. Hafi nauðsyn borið til að stofna slíka rannsóknarnefnd hefði átt að fela henni það verkefni að skoða meðferð þessa máls í heild, - þar með talda stjórnsýslu samgönguráðuneytisins í málinu og ann- arra þeirra, sem aðild eiga að ágreiningnum eða komið hafa að málinu með einhveijum hætti. Óháð skoðun á öllum málavöxtum hefði það verið trúverð- ugri skipan mála en sú sem valin var. Stjórn LÍ hvetur til að rannsökuð verði til hlítar sú óeðlilega og ósæmilega stjómsýsla að segja lækninum upp störfum, þá er hann hafði sagt sig frá málinu vegna þess ágreinings, sem uppi var. Brottvikning úr starfi vóg að starfsheiðri læknisins, sem hefur sinnt starfi sínu af alúð og kostgæfni og farið í einu og öllu eftir alþjóðlegum vinnureglum, læknisfræðilegum stað- reyndum og eigin sannfæringu." Bæði mál Þengils og staða þeirra lækna sem skipaðir voru í áfrýjunarnefnd til að fara yfir niður- stöðu Þengils vekja ýmsar spurningar um hver réttar- staða lækna er við vottorðagjöf í þeim tilvikum þegar mörkin eru óljós milli faglegrar álitsgjafar annars vegar og stjórnsýsluákvarðana hins vegar. Siðfræði- ráð Læknafélags Islands undirbýr fræðilega umfjöll- un um þetta sjónarhorn og er það vel. Heilsugæslu- læknar hafa að undanförnu velt fyrir sér skyldum sínum til að láta af hendi vottorð, einkum vegna óska þriðja aðila eins og þeir vilja kalla það, til dæmis vegna trygginga- og dómsmála, veitingu atvinnuleyfa og annarra leyfisveitinga hins opinbera og vegna fjar- vista. í bréfi lögfræðings þeirra og Læknafélags Is- lands, Ólafs Jóhannesar Einarssonar, til kjaranefndar frá 29. janúar síðastliðnum stendur: „f 12. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir: „Lækni er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er hann annast þegar slíkra vottorða er krafist vegna viðskipta sjúklings við hið opinbera.“ Forvera ákvæðis 12. gr. læknalaga er að finna í 7. gr. laga nr. 47/1932, um lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar en þar sagði: „Læknar eru skyldir til að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga, er þeir hafa eða hafa haft undir höndum, er slíkra vott- orða er almennt krafist vegna viðskipta sjúklinganna við hið opinbera, vegna fátækrahjálpar, styrkveit- inga, trygginga og þess háttar, og ber þeim að fara ná- kvæmlega eftir öllum fyrirmælum um gerð vottorð- anna. Sama skylda hvílir á sjúkrahúsum og öðrum til- svarandi stofnunum. Heimilt er lækni að senda land- lækni einum vottorðið sem trúnaðarmál, ef honum þykir ástæða til vegna ákvæða 10. gr.“ I athugasemd- um við 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 47/1932 segir: „Það fer meira og meira í vöxt, að hið opinbera þarfnast læknisvottorða vegna styrkveit- inga, trygginga, o.s.frv., og verður að skylda lækna til að láta nauðsynleg vottorð í té og gera þau þannig úr garði sem krafizt er. Nú getur komið fyrir að læknir líti svo á, að vottorð, sem af honum er krafizt, gangi nærri ákvæðum 10. gr. um þagnarskyldu lækna og þykir þá rétt, að heimila honum að senda vottorðið landlækni einum sem trúnaðarmál. Er það ákvæði í samræmi við svipað ákvæði í kynsjúkdómalögunum“ (Alþt. A-deild, 1932, bls. 186). Akvæði nefndrar 7. gr. var að finna óbreytt sem 7. gr. læknalaga nr. 80/1969. Akvæðinu var síðan breytt með 5. gr. laga nr. 108/1973, en þá var heimild læknis til að senda landlækni einum vottorð felld brott úr lögunum. Hins vegar virðast ekki hafa verið gerðar aðrar efnisbreytingar á 7. gr. læknalaga og má í því sambandi vísa til almennra athugasemda með frum- varpi því sem varð að lögum nr. 108/1973, en þar sagði að aðrar efnisbreytingar væru ekki gerðar frá gildandi lögum. Hins vegar væri orðalagi nokkurra greina breytt til nútímalegra horfs (Alþt. A-deild, 1973, bls. 681). I athugasemdum við 12. gr. frumvarps þess, sem varð að læknalögum nr. 53/1988, segir að ákvæðið sé efnislega samhljóða 7. gr. gildandi laga (Alþt. A-deild, 1986, bls. 1174).“ Ákvæði læknalaga leggur okkur þær skyldur á herðar að gefa sjúklingum okkar vottorð. Þessar skyldur eru hins vegar takmarkaðar samkvæmt lög- unum. Sé beitt lögskýringu, eins og lögfræðingurinn hefur gert til að draga fram innihald skyldunnar, er það viðurkennd regla að túlka ákvæði um skyldur Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaður Læknafélags íslands. Læknablaðið 2002/88 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.