Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 15

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 15
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDDIR HJARTAGALLAR Fig 1. Number ofpatients diagnosed each year ofthe study period with congenital heart defects. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Year Fig 3. Number ofpatients with major and minor heart defects born 1990-1999. með fleiri en einn hjartagalla. Aðalhjartagallinn var þá talinn sá galli sem þarfnaðist meðferðar eða sá galli sem olli mestri blóðflæðistruflun ef meðferðar var ekki þörf. Greining var í öllum tilfellum staðfest með hjartaómun, hjartaþræðingu eða krufningu. Opin fósturæð (patent ductus arteriosus; PDA) hjá fyrirburum, fósturop (patent foramen ovale; PFO) eða minniháttar op á milli gátta (atrial septal defect; ASD < 4,0 mm) voru ekki skilgreindir sem hjartagalli í þessari rannsókn. Nýgengi tvíblöðku ósæðarloku (bicuspid aortic valve, BAV) var hins vegar skoðað ólíkt því sem gert var í fyrri rannsókninni. Fengnar voru upplýsingar frá tölvudeild Landspít- alans um sjúklinga sem fæddust á árunum 1990-1999 og fengið höfðu sjúkdómsgreininguna meðfæddur hjartagalli (745-747 samkvæmt ICD-9 og Q 20-Q 28 samkvæmt ICD-10) og sömu upplýsinga var aflað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Einnig var gerð tölvuleit á hjartaómunardeild Landspítala og FSA. Sjúkraskrár í vörslu þriggja sérfræðinga í hjartasjúkdómum barna voru skoðaðar til að finna þá einstaklinga sem greinst höfðu með meðfæddan hjartagalla á tímabilinu, en ekki lagst inn á sjúkrahús. Farið var yfir dánarvottorð frá Hagstofu íslands og krufningaskýrslur þeirra barna sem létust á tímabil- inu og höfðu meðfæddan hjartagalla. Upplýsinga- söfnun fór fram á tímabilinu 10. september 1999 til 17. maí 2000. Heimilda fyrir rannsókninni var aflað hjá Tölvunefnd og siðanefnd Landspítala. Kannað var hvaða hjartasjúkdóma börnin höfðu greinst með og auk þess hvort þau höfðu aðra með- Fig 2. Number of patients born each year ofthe study period with a congenital heart defect. Fig 4. Number of patients diagnosed with ASD and VSD in 1990-1999. Table 1. Distribution of congenital heart defects and male/female ratio in children born 1990-1999. CHD n %of all CHD M/F Ventricular septal defect (VSD) 338 45.7 1:1.0 Atrial septal defect (ASD) 90 12.2 1:1.3 Patent ductus arteriosus (PDA) 85 11.5 1:1.7 Pulmonary stenosis (PVS) 48 6.5 1:1.0 Bicuspid aortic valve(BAV) 38 5.1 1:0.4 Coarctation of the aorta (CoA) 28 3.8 1:0.6 Tetralogy of Fallot (TOF) 22 3.0 1:1.2 Transposition of the great arteries (TGA) 14 1.9 1:0.3 Aortic stenosis (AS) 11 1.5 1:0 Atrioventricular septal defect (AVSD) 10 1.3 1:2.3 Mitral valve regurgitation (MVR) 9 1.2 1:1.3 Subaortic stenosis (Sub AS) 7 0.9 1:0.8 Hypoplastic left heart syndrome (HLHS) 5 0.7 1:0.7 Other 35 4.7 1:1.2 Total 740 100 1:1 fædda galla og/eða langvinna sjúkdóma. Athugað var hvar grunur hafði vaknað um hjartasjúkdóm, það er á fæðingarstofnun, í ungbarnaeftirliti, hjá heimilislækni, hjá sérfræðingi, á sjúkrahúsi eða við ómskoðun á meðgöngu. Kannað var hvaða einkenni höfðu vakið þann grun og á hvaða aldri börnin voru þegar sjúk- dómurinn greindist. Skoðað var hvaða börn þurftu á aðgerð að halda og hver þurfa á lyfjameðferð að halda í dag. Pá var reynt að leggja mat á áhrif þess að hafa greinst með hjartasjúkdóm á daglegt líf barn- anna og þeim skipt í fjóra hópa með tilliti til einkenna og meðferðar. f fyrsta hópnum voru börn sem hlotið hafa lausn á sínu vandamáli og í öðrum hópnum börn sem eru einkennalaus en mæta reglulega í eftirlit. í þriðja hópnum voru börn sem hafa dagleg einkenni vegna hjartasjúkdómsins og/ eða þurfa á lyfjameðferð að halda og í fjórða hópnum voru börn sem eru heft í daglegu lífi vegna hjartasjúkdómsins. Loks voru Læknablaðið 2002/88 283
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.