Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 18

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 18
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDDIR HJARTAGALLAR síðari árum. Ef skoðað er hvemig meðfæddir hjarta- gallar em skilgreindir í erlendum rannsóknum er oftast notast við sömu skilgreiningar og hér er gert, en þrátt fyrir það kemur fram lægra nýgengi (3-12). Venjulega er opin fósturæð hjá fyrirburum ekki talin til með- fæddra hjartagalla. Mismunandi er hvort tvíblöðku ós- æðarloka er talin með, en þar sem greining er staðfest með ómskoðun er það mögulegt. Þá hefur bætt óm- tækni valdið aukningu í greiningu á litlum opum á milli slegla (14) og er það einnig reynsla okkar hérlendis eins og fram kemur í þessari rannsókn (mynd 4). Það sem ræður mestu um hátt nýgengi meðfæddra hjartagalla hérlendis er að greining, eftirlit og skrán- ing hjartagalla hjá börnum er á fárra höndum. Mið- stöð greiningar er staðsett á Barnaspítala Hringsins. Fáir læknar sjá um greiningu hjartagalla og því minnka líkur á skekkju vegna mismunandi túlkunar. íslenska þjóðin er tiltölulega einsleit erfðafræðilega og þjóðfélagslega og það minnkar líkur á því að fram komi munur á greiningu hjartasjúkdóma vegna ólíkra kynþátta (15), stétta eða vegna félagslegra þátta sem hafa áhrif á aðgengi fólks að heilbrigðis- þjónustu (16,17). Fósturhjartaómskoðun hefur fest sig í sessi og slíkum skoðunum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. í okkar rannsókn kom fram að 2,2% lifandi fæddra barna með meðfæddan hjartagalla greindust fyrir fæðingu. Eru þá ótalin þau 19 tilfelli sem greind- ust í fósturlífi með svo alvarlegan galla að endi var bundinn á meðgöngu. Þetta hefur haft áhrif til fækk- unar á hjartaaðgerðum og lækkunar á dánartíðni þar sem hér var um mjög alvarlega hjartagalla að ræða. Hvar vaknaði grunur? Hlutfall þeirra hjartagalla sem greindust á fæðingar- stofnun í þessari rannsókn var svipað og í rannsókn- inni frá 1985-1989 (1). Mun fleiri börnum var nú vís- að áfram til greiningar úr ungbarnaeftirliti en áður, eða 30,8% á móti 16,8% (1). Hins vegar greindust hlutfallslega færri börn nú eftir innlögn á sjúkrahús en áður. I rannsókninni greindust 47,1% barna fyrir út- skrift af fæðingarstofnun. Þetta er nokkuð lægra hlut- fall en í norskri rannsókn frá 1999 (11) þar sem 76% barna með hjartagalla greindust á fæðingarstofnun. Þegar þessar tölur voru skoðaðar með hliðsjón af fjölda lifandi fæddra barna kom í ljós í báðum rann- sóknum að tæp 0,8% lifandi fæddra barna greindust með hjartagalla á fæðingarstofnun. A þann hátt greinast oft alvarlegir hjartagallar þar sem einkenni koma í ljós fljótlega eftir fæðingu. Hins vegar virðist greining hjartagalla hér á landi hjá börnum eftir út- skrift af fæðingarstofnun vera mun betri því þannig greindust um 0,9% af lifandi fæddum börnum hér- lendis en þetta hlutfall í norsku rannsókninni var um 0,24% af lifandi fæddum börnum (11). Þegar litið var á aldur barnanna við greiningu kom í ljós að 323 börn greindust á fýrstu viku eftir fæðingu sem er 43,6%. Við hálfs árs aldur höfðu 70% barnanna greinst með hjartagalla og við tveggja ára aldur höfðu 86% bamanna komið til greiningar. Þetta voru áþekkar niðurstöður og í erlendri rannsókn þar sem nýgengi var svipað og í okkar rannsókn (6). Aðrir fœðingagallar og heilkenni Börn með hjartagalla eru oft með aðra líkamsgalla, litningagalla og heilkenni. Hlutfall slíkra fæðingar- galla meðal barna með meiriháttar hjartagalla í þess- ari rannsókn var lægra en í rannsókninni frá 1985- 1989 (1). Hlutfall litningagalla meðal barna með hjartagalla var 4,9% sem var mun lægra en í sænskri rannsókn frá árunum 1981-1986 þar sem þetta hlut- fall var 13% (8). Hlutfall barna með Down’s heil- kenni í okkar rannsókn var 3,8% af börnum greind- um með hjartagalla en í síðustu rannsókn var þetta hlutfall 4,2% (1). Þetta hlutfall er almennt talið milli 6 og 8% (18). Lágt hlutfall litningagalla og annars konar missmíðar í okkar rannsókn skýrist af aukn- ingu í greiningu minniháttar hjartagalla. Það gerir vægi tilfella af annars konar alvarlegum líkamsgöll- um minna þar sem slíkir gallar fylgja oftar meirihátt- ar hjartagöllum. Þá er líklegt að með framförum í greiningu annarra alvarlegra líkamsgalla fyrir fæð- ingu sé oftar framkallað fósturlát á grunni þeirrar greiningar og þannig fækki einnig þeim tilfellum þar sem hjartagöllum fylgja aðrir líkamsgallar. Dánartíðni Tuttuguogsjö börn sem greinst hafa með meðfæddan hjartasjúkdóm á rannsóknartímabilinu eru látin (tafla IV). Dánartíðni af völdum meðfæddra hjarta- galla er samkvæmt því 0,06% af lifandi fæddum börn- um. Dánartíðni af þessum orsökum virðist aðeins hafa lækkað frá árunum 1985-1989 þegar hún var 0,08%. Hér er þó ekki tekið tillit til þeirra tilvika þar sem fósturlát voru framkvæmd vegna alvarlegs hjartagalla sem greindist með fósturhjartaómskoðun. Afdrif Þegar litið er á afdrif þeirra barna sem greinst hafa með hjartagalla er athyglisvert að sjá hversu mörg börn eru einkennalaus eða einkennalítil. Þannig eru einungis 20 börn með einkenni í dag eða á lyfjameð- ferð og ekkert barn er talið vera heft í daglegu lífi vegna hjartasjúkdóms síns. Stór hluti hefur fengið lausn á sjúkdómnum og meirihluti barnanna er ein- kennalaus að mati barnahjartalækna. Niðurstöðurn- ar benda til þess að flest börn sem greinast með með- fæddan hjartasjúkdóm í dag eigi góðar líkur á að ná bata og lifa eðlilegu lífi. 286 Læknablaðið 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.