Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 25

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 25
FRÆÐIGREINAR / AUKA- OG MILLIVERKANIR NATTURULYFJA Skoðaðar voru 90 sjúkraskrár með innlögnum á ár- inu 2000, 62 við LSH Hringbraut og 28 í Fossvogi. Við Hringbraut var ein innlögn rakin til neyslu fæðu- bótarefnis og lýsti aukaverkunin sér með útbrotum, bólgu í andliti og öndunarerfiðleikum. Sjúkdóms- greining samkvæmt ICD-10 var T78.4. Eftir daglega athugun á bráðamóttökum LSH á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. mars 2001 var ekki unnt að rekja nein- ar komur þangað til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Fyrirspurnir til Eitrunarmiðstöðvar 1997-2000 Á árunum 1997-2000 voru 26 fyrirspurnir til Eitrun- armiðstöðvar vegna náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Flestar voru frá árinu 2000 og vegna aldurshópsins 2-6 ára. Þremur einstaklingum var vís- að á sjúkrahús en ekki skráð nánar um afdrif þeirra. Tilkynningar til Landlœknis og Lyfjastofnunar Þegar rannsóknin var framkvæmd höfðu engar form- legar tilkynningar borist Lyfjastofnun eða Landlækni um auka- eða milliverkun sem rekja má til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Umræða Um 33% svarenda höfðu orðið varir við/hugsanlega orðið varir við aukaverkun hjá sjúklingi sem rekja má til neyslu náttúrulyíja, náttúruvara eða fæðubótar- efna. Fjöldi og alvarleiki aukaverkananna var mun meiri en búist var við en álíka rannsókn hefur ekki verið gerð hérlendis áður og ekki fundust heimildir um sambærilega rannsókn erlendis. Greint var frá 18 lilvikum þar sem notkun Herbalife® leiddi til/hugs- anlega leiddi til innlagnar á sjúkrahús en þar af voru 11 tilfelli lifrarbólgu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri en einn læknir nefni sama tilfellið af umræddri lifrar- bólgu. Alvarlegustu aukaverkananna var þó yfirleitt einungis getið af einum lækni. Þcgar greint var frá aukaverkunum á hjarta- og æðakerfið getur verið um að ræða Herbalife® með efedríni en sala slíkra vara er ekki leyfð í Evrópu. Þótt óheimilt sé að selja fæðu- bótarefnið Ripped Fuel®, með efedríni hérlendis sögðust svarendur hafa orðið varir við aukaverkanir af völdum þess í 13 tilvikum. Warfarín virðist oftast hafa verið greint sem milli- verkandi lyf sem skýrist líklega af því að meðferðar- legt skammtasvið þess er þröngt og náið er fylgst með meðferð sjúklinganna. Sem dæmi um aðra milliverkun var greint frá því að birkiaska hefði hugsanlega milli- verkað við Contalgin®, og kom læknirinn með þá til- gátu að um lyfjakolaáhrif væri að ræða þar sem birki- askan aðsogaði lyfið og minnkaði þannig aðgengi þess. Þótt flestir (62%) spyrji sjaldan eða stundum hvort sjúklingar neyti þessara efna og 19% spyrja aldrei finnst meirihluta læknanna (55%) að það skipti miklu eða mjög miklu máli að sjúklingar nefni neyslu sína á efnunum. Nokkrir erlendir rannsakend- ur hafa ályktað að þegar læknar skrái sögu sjúklinga eigi þeir að spyrja um notkun náttúruefna (4,8,9). 1 könnuninni kom fram að 40% læknanna finnst það skipta miklu eða mjög miklu máli að sjúklingar hafi samráð við lækni áður en þeir neyta áðurnefndra efna en 27% finnst það skipta litlu eða mjög litlu máli. Nokkrir læknar tóku fram að það færi allt eftir veikindum sjúklings og annarri lyfjameðferð. I kan- adískri könnun meðal lækna og læknanema sögðu 98% læknanna að sjúklingar ræddu óhefðbundnar lækningar við sig og 56% læknanna sögðust spyrja sjúklinga um óhefðbundnar meðferðir (15). Athyglisvert er að flestir svarendur sögðust hafa þekkingu sína á náttúruefnum að mestu úr auglýs- ingum. Meirihluti lækna vill fræðast meira um nátt- úruefni sem er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem læknar og læknanemar telja æskilegt að menntun um náttúruefni fari fram í læknanámi (15). I núver- andi könnun skera skurðlæknar sig úr þannig að þeir vilja síður fræðslu en aðrar starfsgreinar. Þetta er um- hugsunarefni því nokkrar auka- og milliverkanir sem greint var frá vörðuðu aðgerðir og samfylgjandi lyfja- gjöf. Erlend rannsókn sem gerð var hjá sjúklingum á leið í aðgerð sýndi að 22% þeirra notuðu náttúruefni og ályktað var að teymi á svæfingadeild ætti að spyrja sjúklinga um notkun óhefðbundinna lækninga fyrir aðgerð og þekkja mögulegar aukaverkanir (6). í nokkuð mörgum tilvikum var munur á svörum eftir aldri. Þeir sem yngri eru virðast líklegri til þess að spyrja sjúklinga sína hvort þeir neyti efnanna og finnst það skipta meira máli en þeim sem eldri eru að sjúklingar nefni slíka neyslu. Yngri læknar virðast að auki líklegri til að vilja meiri fræðslu um áðurnefnd efni. Niðurstöðurnar eru í samræmi við kannanir í Bandaríkjunum sem sýna að áhugi lækna á óhefð- bundnum lækningum virðist meiri hjá nýútskrifuðum læknum en þeim sem eldri eru (15). Svarhlutfall spumingalistans, 38%, getur valdið því að skakki verði í átt til þeirra sem eru meðvitaðri um áhrif náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Svör- un kynjanna var svipað kynjahlutfalli Iæknastéttarinnar. Við upphaf rannsóknarinnar var áætlað að skoða sjúkraskýrslur á LSH fyrir allar innlagnir frá 1983- 2000 eftir ákveðnum skráningamúmerum ICD-9 og ICD-10. Vegna mikils fjölda innlagna og tafa var ekki mögulegt að gera slíka leit en tekið fyrir eitt ár til að fá hugmynd um áreiðanleika skráningarkerfisins vegna innlagna af þessu tagi. í svörun spurningalistans kemur fram að 52 auka- verkanir em taldar hafa leitt til innlagnar á sjúkrahús eða stofnað lífi sjúklings í hættu. Þessar aukaverkanir ætti að vera unnt að finna í skýrslum sjúkrahúsa hér- lendis. Eftir þá athugun sem framkvæmd var, fyrir árið 2000, er ekki unnt að álykta um tíðni innlagna á LSH vegna náttúruefna. Athugunin gefur þó mynd af því skráningarkerfi sem notað er. Skráningarkerfið, Al- Læknablaðið 2002/88 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.