Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 26

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 26
FRÆÐIGREINAR / AUKA- OG MILLIVERKANIR NÁTTÚRULYFJA þjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heil- brigðisvandamála (ICD), hentar afar illa fyrir auka- og milliverkanir af völdum náttúruefna því í kerfinu eru engin skráningamúmer tiltekin sérstaklega fyrir þess- ar innlagnir. Ákveðið var að leita eftir eitrunarflokk- um en tilvikin geta einnig verið skráð undir sjúkdóms- greiningarflokkum. Þetta skapar vandræði bæði þeim sem ætla að skrá viðkomandi tilvik og þeim sem vilja leita að viðkomandi tilvikum. I sumum tilfellum er hægt að finna viðkomandi náttúruefni í atriðaskrá skráningarbókarinnar en þó er fjöldi náttúruefna þar ekki nærri tæmandi. Engin skráningarnúmer virðast vera til staðar fyrir milliverkanir. Engar formlegar tilkynningar hafa borist Lyfja- stofnun eða Landlækni um auka- eða milliverkanir af völdum náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Það er athyglisvert í ljósi þess að í svörun spurninga- listans voru gefnar upplýsingar um 253 aukaverkanir vegna ákveðinna efna og 13 milliverkanir við lyf. Svörun spurningalistans gefur til kynna að auka- og milliverkanir séu vanskráðar hérlendis en ekki er þó hægt að meta líkindi þess að auka- eða milliverk- anirnar hafi átt sér stað því ekki er vitað á hvaða hátt læknarnir greindu þær. Greint var frá fáum auka- verkunum sem höfðu lítil áhrif á sjúklinga og líklega leita sjúklingar ekki til lækna í þeim tilfellum. Oft er erfitt að greina milliverkanir sem skýrist ef til vill að hluta til af því að sjúklingar virðast sjaldan greina læknum sínum frá notkun náttúruefna og læknarnir virðast sjaldan spyrja um áðurnefnda notkun. Álykt- að hefur verið að læknar þurfi að hafa varann á hvað varðar auka- og milliverkanir náttúruefna (7) og mikilvægt sé fyrir lækna að vita af þekktum milliverk- unum náttúruefna við lyf (4). Til að bæta skráningu auka- og milliverkana þyrfti að minnsta kosti fernt að koma til: 1) Auka þarf fræðslu til lækna og annars starfsfólks heilbrigðisþjónustu um verkun og mögulegar auka- og milliverkanir af völdum náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. 2) Tilkynna verður Lyfjastofnun um þær auka- og milliverkanir sem vart verður við. Eyðublaðið „Tilkynning um aukaverkun" er fáanlegt gegnum netsíðuna www.lyfjastofnun.is. 3) Bæta þarf skráningarkerfi vegna innlagna á LSH, og sennilega fleiri sjúkrastofnunum því kerfið hentar ekki fyrir innlagnir af þessu tagi. 4) Auka þarf óháða fræðslu til almennings um verkun náttúruefna. Með þessu móti væri almenningur betur upplýstur um hugsanleg áhrif náttúruefnanna og líklegri til að segja læknum sínum frá notkuninni. Eftir aukna fræðslu myndu læknar væntanlega spyrja sjúklinga sína oftar um notkun náttúruefna. í kjölfarið gætu skráningar orðið skilvirkari, en við það yrði til betri gagnabanki um auka- og milliverkanir náttúruefna. Slíkar upplýsingar þjóna allri heilbrigðisþjónustu sem og almannaheill. Ályktanir Auka- og milliverkanir sem raktar hafa verið til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna eru vanskráðar hérlendis. Skráningarkerfi Landspít- ala hentar ekki fyrir innlagnir af þessu tagi og læknar hafa ekki tilkynnt formlega þau tilvik sem þeir hafa orðið varir við. Auka þarf fræðslu um virkni, auka- verkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Þakkir Tengiliðir við Landspítala, Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir við Hringbraut og Jón Baldursson yfir- læknir í Fossvogi, fá bestu þakkir. Einnig Curtis Snook, Guðmundur Oddsson, Gyða Baldursdóttir og Sigurður Guðmundsson landlæknir. Þakkir fyrir viðtöl fá Guðborg A. Guðjónsdóttir, Ingibjörg Hall- dórsdóttir, Jón Magnússon, Pétur S. Gunnarsson, Steinar B. Aðalbjömsson og Svava Liv Edgarsdóttir. Steini Kára Steinssyni er þökkuð tölfræðileg aðstoð og Baldri Þórhallssyni aðstaða og góð ráð. Eftirtöld- um fyrirtækjum er þakkaður veittur stuðningur: Omega Farma ehf, Delta hf, Thorarensen lyf og Heilsuverslun íslands. Heimildir 1. Reglugerð, nr. 684/1997, um markaðsleyfi náttúrulyfja. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík 1997. 2. Emst E, Rand JI, Stevinson C. Complementary therapies for de- pression: an overview. Arch Gen Psychiatry 1998; 55:1026-32. 3. De Smet PA. Adverse effects of herbal remedies. Adverse Drug Reaction Bull 1997; 183: 695-8. 4. Miller LG. Herbal medicinals. Arch Int Med 1998; 158: 2200- 11. 5. Stickel F, Egerer G, Seitz HK. Hepatotoxicity of botanicals. Public Health Nutr 2000; 3:113-24. 6. Tsen LC, Segal S, Pothier M, Bader AM. Alternative medicine use in presurgical patients. Anesthesiology 2000; 93:148-51. 7. Cupp MJ. Herbal remedies: adverse effects and drug inter- actions. Am Fam Physician 1999; 59:1239-45. 8. Smolinske SC. Dietary supplement-drug interactions. J Am Med Womens Assoc. 1999; 54:191-2,195. 9. Borins M. The dangers of using herbs. What your patients need to know. Postgrad Med 1998; 104: 91-95,99-100. 10. Shaw D, Leon C, Kolev S, Murray V. Traditional remedies and food supplements. A 5-year toxicological study (1991-1995). Drug Saf 1997; 17(5): 342-56. 11. De Smet PA. An introduction to herbal pharmacoepidemio- logy. J Ethnopharmacol 1993; 38:197-208. 12. Heck AM, DeWitt BA, Lukes Al. Potential interactions between alternative therapies and warfarin. Am J Health Syst Pharm 2000; 57(13): 1221-7. 13. Blumenthal M. Interactions between herbs and conventional drugs: Introductory considerations. Herbal Gram 2000; 49:52- 63. 14. Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðis- vandamála, 10. útg. (ICD-10). Ritstjóri Magnús Snædal. Orða- bókasjóður læknafélaganna, Reykjavík 1996. 15. Einarson A, Lawrimore T, Brand P, Gallo M, Rotatone C, Koren G. Attitudes and practices of physicians and naturo- paths toward herbal products, including use during pregnancy and lactation. Can J Clin Pharmacol 2000; 7 (1): 45-9. 294 Læknablaðid 2002/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.