Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 43

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 43
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Ályktun: Bleikfrumuæxli eru sjaldgæf nýrnaæxli. Pau greinast oft- ast fyrir tilviljun við myndrannsóknir á kviði. Bleikfrumuæxli vaxa yfirleitt ekki út fyrir nýrað og horfur sjúklinga eru afar góðar. Niðurstöður okkar renna stoðum undir það álit að bleikfrumuæxli beri frekar að flokka með góðkynja æxlum en nýrnakrabbamein- um. E 04 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á íslandi Ásgeir Thoroddsen’, Guðmundur Vikar Einarsson’'2, Þorsteinn Gíslason1, Guðmundur Geirsson1, Eiríkur Jónsson1, Tómas Guðbjartsson3 'Pvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, :Læknadeild Háskóla Íslands. 'Skurðdeild Brigham Harvard sjúkrahússins í Boston Inngangur: Nýrnabrottnám (radical nephrectomy) er hefðbundin meðferð staðbundins nýrnafrumukrabbameins. Við hlutabrottnám á nýra (partial nephrectomy) er hluti nýrans með æxlinu fjarlægður. Áður fyrr var aðgerðinni aðallega beitt við sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og þannig reynt að forða þeim frá blóðskilun með því að hlífa starfhæfum nýrnavef. Á síðustu 15 árum hefur hluta- brottnámi á nýra í vaxandi mæli verið beitt í meðferð sjúklinga með eðlilega nýrnastarfssemi. Ein helsta skýringin er aukinn fjöldi til- viljanagreindra nýrnaæxla sem greinast við myndrannsóknir á kviðarholi. Árangur hlutabrottnáms hefur verið mjög góður erlend- is en aðgerðin er tæknilega krefjandi og hætta á blæðingu og endur- komu krabbameins aukin. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sem gengust undir hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabba- meins á íslandi 1971-2001. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, vefjasvörum og krabbameinsskrá KÍ. Kannaður var fjöldi aðgerða, ábendingar, afdrif sjúklinga eftir aðgerð og endurkoma krabba- meinsins. Niðurstöður: Frá 1971-2001 gengust 605 sjúklingar undir skurðað- gerð á nýra á íslandi af 907 greindum með nýrnafrumukrabbamein. Fimmtán þessara aðgerða voru hlutabrottnám (4 konur og 11 karlar), allar framkvæmdar eftir 1991. Ábendingar aðgerða voru; skert nýrnastarfsemi í hinu nýranu (n=5), eitt nýra (n=4) og lítil randstæð æxli (< 4 cm) (n=4). í tveimur tilvikum var talið að um góðkynja hnút væri að ræða. Ellefu sjúklingar greindust fyrir tilvilj- un. Meðalaðgerðartími var 200 mínútur og blæðing 690 ml (300- 2000 ml). Meðalstærð æxlanna var 2,9 cm (1-5,5 cm). Tólf (80%) sjúklinganna voru með sjúkdóm á Robson-stigi I (Robson), tveir á stigi II og einn á stigi IV. Smjásjárskoðun á æxlunum leiddi í ljós hreinar skurðbrúnir í 12 tilvikum en hjá þremur sjúklingum fannst krabbamein í skurðbrúnum. Þrír greindust með endurkomu krabbameins í nýranu (8,15 og 15 mánuðum frá aðgerð) og gengust undir nýrnabrottnám. Af þeim voru tveir með æxlisvöxt í skurðbrúnum. Tveir sjúklingar voru teknir aftur til aðgerðar vegna blæðingar. Annar þeirra lést 9 dögum frá aðgerð vegna hjartabilun- ar og losts sem var rakið til blæðingarinnar. Aðrir fylgikvillar voru sýking í kviðarholi (n=l) og lungnabólga (n=l). Legutími var sex dagar (bil 3-57 dagar). Af 15 sjúklingum eru 11 á lífi í dag, þar af 10 án merkja um nýrnafrumukrabbamein. Ályktun: Reynsla af hlutabrottnámi vegna nýrnafrumukrabba- meins hér á landi er takmörkuð og bundin við síðasta áratug. Að- gerðin hefur oftast verið framkvæmd hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og í þeim hópi er hættara við fylgikvillum. Krabba- mein í skurðbrúnum (20%) er vandamál sem mikilvægt er að fyrir- byggja, til dæmis með frystiskurði í aðgerð. E 05 Róttækt nýra- og þvagálsnám með kviðsjárspeglun og aðstoð handar. Sjúkratilfelli Valur Þór Marteinsson, Sigurður Albertsson Handlækningadeild FSA Róttækt nýra- og þvagálsnám með opinni aðgerð hefur fram að þessu verið hefðbundið meðferðarúrræði hjá sjúklingum með ill- kynja æxli í efri þvagfæraþekju. Aðgerðin er yfirleitt gerð með ein- um löngum kviðarholsskurði eða tveimur aðskildum holskurðum og er umfangsmikil fyrir sjúkling. Kynnt er sjúkratilfelli þar sem 70 ára gamall sjúklingur greindist með nýjan æxlisvöxt á tveimur stöð- um í vinstri þvagál og eitt í nýraskjóðu sömu megin. Áður hafði hann undirgengist hlutanám vinstri þvagáls (neðri hluta) sökum ill- kynja æxlisvaxtar, auk blöðruæxlisnáms um þvagrás. Sökum alvar- legs lungnasjúkdóms var brýnt að minnka áhættu væntanlegrar að- gerðrar hið allra mesta. Ekki var sýnt fram á meinvörp fyrir aðgerð. Framkvæmt var róttækt nýra- og þvagálsnám með kviðsjárspeglun og aðstoð handar (hand-assisted laparoscopic nephroureterec- tomy) gegnum lítinn skurð neðan nafla, en þar var komið fyrir sér- stöku plastgati fyrir hönd skurðlæknis þannig að hægt var að nota handaraðstoð við kviðsjáraðgerðina. Sama gat var aftur notað til að losa um neðsta hluta þvagáls auk brottnáms líffæris í lok aðgerðar. Gangur eftir aðgerð varð góður og heilsaðist sjúklingi vel í kjöl- farið. Meinafræðirannsókn staðfesti illkynja æxlisvöxt (Ta, GI) og engin merki sáust um meinvörp við aðgerð. Sýnt verður myndband úr aðgerðinni sem og uppsetning á þessari tegund aðgerða. Rætt verður um hugsanlega kosti og galla þessarar aðgerðar í saman- burði við aðrar kviðsjárspeglunaraðgerðir eða hefðbundnar opnar aðgerðir. Eftir því sem næst verður komist er um fyrstu aðgerð sinnar teg- undar að ræða hérlendis við slíkum sjúkdómi. E 06 lllkynja æxli í efri þvagvegaþekju á H-deild FSA 1978-2001 Valur Þór Marteinsson, Shree Datye Handlækningadeild FSA Inngangur: Illkynja æxli í efri þvagvegaþekju (IÆEÞÞ) eru yfirleitt talin um 5% illkynja þvagþekjuæxla. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga einkenni, greiningaraðferðir, stigun, meðferð og af- drif sjúklinga sem til meðferðar komu á H-deild FSA á 23 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem greinst höfðu með IÆEÞÞ á H-deild FSA á tímbilinu 1978-2001. Alls var um að ræða 10 sjúklinga og einn þeirra greindist tvívegis með æxli sömu megin (ellefu sjúkdómar). Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 69,5 ár (bil 40-86 ára). f sjö (64%) tilfellum var blóðmiga aðaleinkenni og fjórir höfðu síðu- eða kviðverki. Fimm höfðu áður haft einkenni um þvagfærasteina. Frumuskoðun þvags var tekin hjá sex sjúklingum og var neikvæð með tilliti til æxlisvaxtar hjá öllum. í níu (82%) tilfellum var æxlis- vöxtur bundinn við vinstra þvagvegakerfið. Tveir (18%) sjúklingar höfðu áður fengið æxlisvöxt í þvagblöðru og fjórir (36%) í kjölfar aðgerðar. Enginn greindist með meinvörp fyrir aðgerð, en einn Læknablaðið 2002/88 311
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.