Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 45

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 45
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA sjúklingur greindist fyrir tilviljun með IÆEÞP samtímis og hann undirgekkst róttækt nýranám sökum illkynja æxlis í nýra. Nýra- og þvagálsnám var framkvæmt með opinni aðgerð hjá fimm sjúkling- um og hjá einum með kviðsjártækni og aðstoð handar, fjórir fóru í nýra- og hlutanám þvagáls og í einu tilfelli var gert hlutanám þvag- áls. Enginn dó á fyrsta mánuði eftir aðgerð. Sjúklingarnir reyndust hafa eftirfarandi T-stigun: T4=2, T3=3, T2=2, Tl=l, Ta=3. Æxlis- vöxtur var af gráðu I hjá einum sjúklingi, gráðu II hjá sjö og III hjá þremur. Fjórir höfðu >2 æxli sömu megin. Tveir fengu geislameð- ferð í kjölfar aðgerðar og annar þeirra líka lyfjameðferð. Fjórir (36%) sjúklingar létust úr sjúkdómnum 1-4 mánuðum eftir aðgerð sökum meinvarpa og voru allir með T3-4 sjúkdóm. Alyktun: IÆEÞÞ eru fátíð á FSA og horfur sjúklinga með slflc æxli ráðast mest af stigun sjúkdóms við greiningu. Sjúkdómurinn er oft fjölhreiðra. Blóðmiga er algengasta einkennið. Erfitt reyndist að greina meinvörp fyrir aðgerð. Enginn skurðdauði var á þessu tímabili. E 07 Rafkver Vals um þvagfærasjúkdóma Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild FSA Mjög hefur færst í vöxt á undanförnum árum að hafa læknisfræði- legt efni aðgengilegt á tölvutæku eða rafrænu formi og þá sérstak- lega á netinu. Höfundur mun kynna „Rafkver Vals um þvagfæra- sjúkdóma“ sem í fyrstu verður aðgengilegt öllu starfsfólki FSA á innraneti sjúkrahússins. Aðaltilgangurinn er sá að þeir sem á þurfa að halda fræðslu eða upplýsingum um sjúkdóma í þvagfærum geti opnað kverið hvenær sem er á rafrænu formi og þá frekar leyst vandamál þau er þeir glíma við í daglega starfi. Efnið er skrifað með læknanema og kandídata í huga þótt aðrar heilbrigðisstarfstéttir geti vafalaust nýtt sér kverið. Leiðbeiningar eru varðandi greiningu og meðferð flestra algengustu og nokkurra fátíðari góðkynja sjúk- dóma í þvagfærum. Þungamiðjan er hnitmiðaður texti auk skýring- armynda. Efnið verður endurnýjað (uppfært) með reglulegu milli- bili eftir því sem reynslan sýnir auk þess sem tekið verður mið af faglegum framförum innan þvagfæralækninga. Sömuleiðis er von- ast til þess að rafkverið auki áhuga læknanema og annars heilbrigð- isstarfsfólks á hinum fjölþættu sjúkdómum sem heyra undir þvag- færalækningar í dag. E 08 Stlgun á krabbameini í blöðruhálskirtli; skilvirk skráning þvagfæraskurðlækna Eiríkur Jónsson', Ársæll Kristjánsson', Baldvin Þ. Kristjánsson', Egill Jacobsen’, Geir Ólafsson', Guðjón Haraldsson', Guömundur V. Einarsson’, Guðmundur Geirsson', Hafsteinn Guðjónsson'.ÓIafur Örn Arnarson', Valur Þór Marteinsson', Þorsteinn Gíslason', Laufey Tryggvadóttir2, Kristín Bjarnadóttir2 og Jón Gunnlaugur Jónasson2 'Þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, Félag íslenskra þvagfæra- skurðlækna. :Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands*. Inngangur: Nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli hefur aukist verulega síðastliðna tvo áratugi. Mikilvægt er að skrá ekki einvörð- ungu tilfellið í Krabbameinsskrána heldur einnig greiningarstig krabbameinsins. Til þess að svo megi vera þarf samvinnu við lækna og skilvirkt skráningarferli. Efniviður og aðferðir: Krabbameinsskrá KÍ hefur í samvinnu við þvagfæraskurðlækna skráð greiningarstig þeirra sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli frá 1998. Stigunin byggir á TNM flokkunarkerfinu frá 1997. Niðurstöður: Árin 1998, 1999 og 2000 greindust samtals 457 ein- staklingar með krabbamein í blöðruhálskirtli og hafa 440 eða 96% verið stigaðir. Af þessum hópi reyndust 64% hafa staðbundið krabbamein (Tla-T2b), 17% með vöxt út fyrir líffærið (T3) og 19% með dreifingu til eitla eða beina (N+ eða M+). Ef þessar niður- stöður eru bornar saman við karlmenn sem greindust á tímabilinu 1983-87 er árlegur fjöldi sjúklinga sem greinast með útbreiddan sjúkdóm, miðað við aldurstaðlað nýgengi, nær óbreyttur en fjöldi karlmanna með staðbundinn sjúkdóm hefur aukist um tæp 60%. Ályktanir: Skilvirk skráning á greiningarstigi krabbameins í blöðru- hálskirtli hefur tekist með ágætum og varpar slík skráning mun gleggra ljósi á sjúkdóminn í íslensku samfélagi samanborið við ein- falda tilfellaskráningu. E 09 Þvagleki meðal íslenskra kvenna - faraldsfræðileg rannsókn Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Eiríkur Orri Guðmundsson og Þorsteinn Gíslason Þvagfæraskurödeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni, tegundir og meðferð þvagleka meðal íslenskra kvenna. Einnig var markmið- ið að kanna tengsl þvagleka við aldur, félagsleg áhrif og lífsgæði. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 10.000 konur á aldrinum 30-75 ára, valdar með tilviljun úr þjóðskrá. Sendur var póstlisti með spurningum til þátttakenda ásamt bréfi þar sem tilgangur rann- sóknarinnar var útskýrður. Hringt var í þær sem ekki höfðu svarað og þeim boðið að svara spurningum í gegnum síma. Notast var við staðfærðan alþjóðlegan spurningalista (ICI-SF) auk spurninga tengdum kostnaði og meðferð. Gallup sá um framkvæmd rann- sóknarinnar í samvinnu við höfunda. Niðurstöður: Svarhlutfall var 75,1%. Síðasta mánuð höfðu 38,4% fundið fyrir þvagleka, 18,7% 2-3svar í viku eða oftar. Áreynsluleki er langalgengastur sérstaklega meðal yngri kvenna. Tíðni bráða- leka eykst mikið með aldri. Flestar lýsa litlum leka (81,3%) en magnið eykst með aldri. Þvagleki hafði áhrif á daglegt líf 28,4% kvennanna. Þó aðeins lítill hluti svarenda hefðu hlotið meðferð hafði meðferðin sem oftast var skurðaðgerð góð áhrif. Ályktanir: Tíðni þvagleka er mjög há meðal íslenskra kvenna, hærri en mælist í flestum erlendum könnunum. Tíðnin eykst með aldri, sérstaklega bráðaleki. Sjúkdómurinn hefur áhrif á daglegt líf fjölda kvenna. Hlutfallslega fáar konur leita sér meðferðar þótt í flestum tilvikum hafi hún góð áhrif. E 10 Þvagleki meðal íslenskra kvenna - Kostnaður af völdum þvagleka Eiríkur Orri Guðmundsson, Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Einarsson og Þorsteinn Gíslason Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjárhagsleg áhrif og kostnað af völdum þvagleka meðal íslenskra kvenna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 10.000 konur á aldrinum 30-75 ára, valdar með tilviljun úr þjóðskrá. Sendur var póstlisti með spurningum til þátttakenda ásamt bréfi þar sem tilgangur rann- sóknarinnar var útskýrður. Hringt var í þær sem ekki höfðu svarað og þeim boðið að svara spurningum í gegnum síma. Notast var við Læknablaðið 2002/88 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.