Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 62
FRÆÐIGREINAR / SKIPULAG LYFJAMÁLA Læknar og skipulag lyfjamála Magnús Jóhannsson Höfundur er prófessor við læknadeild Háskóla íslands, forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði og yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Kannski finnst einhverjum eðlilegt að spyrja hvers vegna heilbrigðisyfirvöld séu að skipta sér af mark- aðssetningu lyfja. Fyrir því eru margar ástæður en sú mikilvægasta er að með því er reynt að tryggja gæði, öryggi og virkni lyfja og stuðla þannig að heilbrigði almennings. Áður en lyf er sett á markað þarf fram- leiðandinn að láta gera viðamiklar og dýrar rannsókn- ir á gæðum, öryggi og klínísku notagildi lyfsins. Niður- stöður rannsóknanna eru síðan vegnar og metnar af þar til bærum yfirvöldum með aðstoð sérfræðinga á viðkomandi sviði og að því loknu er komist að niður- stöðu um hvort heimila skuli markaðssetningu lyfsins. Fyrirkomulag af þessu tagi tíðkast í öllum löndum Evrópu og N-Ameríku og víðast hvar annars staðar í heiminum og almennt má segja að um það ríki sátt. Lyfjaskráning hér á landi Eftir margra ára umræður var ákveðið að taka upp skráningu lyfja á íslandi árið 1965. Sett var á stofn Lyfjaskrárnefnd sem sá um framkvæmd málsins. Eftir þetta var ekki heimilt að markaðssetja lyf hér á landi nema að fengnu samþykki Lyfjaskrárnefndar og byggðist niðurstaða nefndarinnar á mati á gæðum, öryggi og klínísku notagildi viðkomandi lyfs. Pessi breyting á skipulagi lyfjamála gekk ekki átakalaust fyrir sig og voru margir læknar og lyfjafræðingar and- vígir þessu og fannst það hefta frelsi sitt til að flytja inn og ávísa lyfjum. Samt voru Islendingar á eftir öðr- um þjóðum í Evrópu, Ameríku og víðar í þessum efnum. Lyfjaskrárnefnd starfaði í um það bil tíu ár og var þá breytt í Lyfjanefnd ríkisins með nokkuð út- víkkuðu og breyttu starfssviði. í samræmi við breyt- ingar á lyfjalögum sem samþykktar voru á vorþingi árið 2000 er búið að sameina Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjaeftirlit ríkisins í eina stofnun, Lyfjastofnun. Lyfjanefnd mun starfa áfram sem sérfræðinefnd inn- an vébanda Lyfjastofnunar með svipað verksvið og áður en ákvörðunarvald stofnunarinnar er nokkuð breytt. Hinn 1. janúar 2000 gekk í gildi samningur milli Evrópusambandsins (ESB) annars vegar og Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA-landanna ís- lands og Noregs) hins vegar um aðild íslands og Nor- egs að Lyfjastofnun Evrópu (EMEA). Frá þessum tíma gilda því í öllum aðalatriðum sömu reglur hér á landi um markaðssetningu lyfja og innan ESB. Lyfjamál hjá Evrópusambandinu í stofnsáttmála ESB (65/65/EEC) er gert ráð fyrir náinni samvinnu ríkjanna í lyfjamálum. Þessi sam- vinna var mjög lengi að komast af stað og tók ekki á sig núverandi mynd fyrr en með Lyfjastofnun Evrópu sem tók til starfa árið 1995 og heitir fullu nafni Euro- pean Agency for the Evaluation of Medicinal Pro- ducts, skammstafað EMEA. Skipulag lyfjamála hjá EFTA og ESB Unnið var í mörg ár að samningnum milli Islands og Noregs annars vegar og ESB hins vegar. Með honum gilda reglur ESB um lyfjamá! einnig á íslandi og Nor- egi og við eigum fulltrúa í stjórn Lyfjastofnunar Evr- ópu og í sérfræðinganefndum hennar. Sviss ákvað að vera ekki með í EES-samningnum og er því sér á báti í lyfjamálum V-Evrópu og staða Liechtenstein er ekki komin á hreint, þeir vilja tengjast Lyfjastofnun Evrópu en náin samvinna við Sviss flækir málin. Mark- aðssetning lyfja í löndum ESB er með þrennu móti: 1) Landsskráning er elsta fyrirkomulagið, þar sem hvert land fyrir sig fjallar um umsókn frá framleið- anda lyfs, óháð hinum löndunum. 2) Markaðssetning með gagnkvæmri viðurkenningu (Mutual Recognition eða MR). Þegar lyf hefur verið markaðssett í einu landi getur framleiðandi þess sótt um gagnkvæma viðurkenningu þeirrar markaðssetningar í einu eða fleiri öðrum löndum ESB. Upphaflega landið er þá kallað RMS (Refe- rence Member State) og hin löndin CMS (Con- cerned Member States). Þessi aðferð er fljótvirk og útheimtir ekki mikla vinnu og er nú algengasta aðferðin til markaðssetningar lyfja í Evrópu. 3) Lyf sem eru framleidd með nýrri tækni eða eru nýjung í lækningum eru markaðssett með miðlæg- um skráningum (Centralized Procedure) undir stjórn Lyfjastofnunar Evrópu. Stofnanir og nefndir Lyfjastofnun Evrópu og svipuð stofnun í Bandarikj- unum er sá hluti FDA (Food and Drug Administra- tion) sem fjallar um lyfjamál. EMEA er þungamiðja þess nets sem tengir saman lyfjastofnanir landanna í ESB og sér um upplýsingaflæði og samræmingu vegna markaðssetningar lyfja og eftirlits. Lyf sem eru markaðssett með miðlægum skráningum heyra alfar- ið undir EMEA, vinnan við lyf sem eru markaðssett með gagnkvæmri viðurkenningu er unnin með ýmiss konar aðstoð frá EMEA og það sem varðar öryggi allra lyfja eftir markaðssetningu heyrir einnig undir EMEA. Stofnunin hefur því eitthvað með öll lyf að gera, óháð því hvernig þau eru markaðssett. Undir 330 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.