Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 63

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 63
FRÆÐIGREINAR / SKIPULAG LYFJAMÁLA handarjaðri EMEA starfar nefnd sem vinnur að markaðssetningu með gagnkvæmri viðurkenningu, þessi nefnd kallast MRFG (Mutual Recognition Facilitation Group) og heldur fundi mánaðarlega og fulltrúi íslands situr þessa fundi. Á vegum EMEA starfa tvær stórar sérfræðinga- nefndir, önnur fjallar um mannalyf (CPMP) en hin um dýralyf (CVMP). Um CVMP verður ekki fjallað nánar hér. CPMP (Committee for Proprietary Medi- cinal Products) er nefnd sérfræðinga sem fjallar um allt sem varðar miðlægt skráðu lyfin en einnig ýmis- legt annað, einkum varðandi öryggi lyfja sem eru skráð með gagnkvæmri viðurkenningu eða lands- skráningu. í CPMP eru tveir fulltrúar frá hverju landi og fulltrúar íslands eru undirritaður og Sigurður B. Þorsteinsson læknir. Langflestir í þessari nefnd eru læknar en þar eru einnig nokkrir lyfjafræðingar. CPMP heldur venjulega ellefu formlega þriggja daga fundi á ári og tvo óformlega og yfirleitt skiptast ís- lensku fulltrúarnir á um að sækja þá. Umsóknum lyfjaframleiðenda er skipt á milli aðildarlandanna og vinnan við mat umsókna fer öll fram hjá lyfjastofnun viðkomandi lands. Þar eru skrifaðar matsgerðir sem dreift er fyrir fundi CPMP. Allar ákvarðanir sem eru teknar af CPMP eru bindandi fyrir ísland og sama gildir í raun um gagnkvæma viðurkenningu (MR) ef viðkomandi lyfjaframleiðandi hefur ákveðið að markaðssetja lyfið hér á landi. Öll miðlægt skráðu lyfin fá sjálfkrafa markaðsleyfi á Islandi en markaðs- leyfishafa er þó í sjálfsvald sett hvort hann setur við- komandi lyf á markað hér á landi eða ekki. Undir CPMP starfa átta fastanefndir og ýmsar nefndir sem sinna tímabundnum verkefnum, en af fastanefndun- um má nefna nefndir um lyfjagát (pharmacovigi- lance; mest aukaverkanir), gæði (quality; mest lyfja- gerðarfræði), öryggi (safety; eiturefnafræði og aðrar dýratilraunir) og klínískt notagildi (efficacy; mest meðferðarprófanir). Þessar nefndir hittast reglulega og skila niðurstöðum sínum til CPMP. Skjöl Fyrir öll lyf sem fá markaðsleyfi eru samin nokkur grunnskjöl. Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC, Summary of Product Caracteristics) geymir upplýs- ingar um ábendingar, frábendingar, skömmtun, nauðsynlegar varúðarráðstafanir, milliverkanir, aukaverkanir, verkunarhátt, lyfjahvörf og fleira. Þetta skjal er upphaflega samið af framleiðanda viðkomandi lyfs en er alltaf breytt verulega í með- förum CPMP þegar um miðlægt skráð lyf er að ræða eða hjá lyfjastofnunum einstakra landa þegar um MR-skráð eða landsskráð lyf er að ræða. SPC er skjal sem hefur, eftir breytingar, fengið viður- kenningu yfirvalda og er opinbert skjal. Fyrir mið- lægt skráðu lyfin er einungis til eitt SPC sem er birt á heimasíðu EMEA. Fyrir MR-skráð og lands- skráð lyf getur verið munur á SPC milli landa, til dæmis varðandi viðurkenndar ábendingar, og sum- ar lyfjastofnanir birta þessi skjöl á heimasíðu sinni. Matsgerðir yfirvalda á lyfjum eru yfirleitt ekki birtar opinberlega en á þessu er undantekning varðandi miðlægt skráðu lyfin þar sem samin er sérstök matsgerð sem birt er á heimasíðu EMEA (EPAR, European Public Assessment Report). Þessar matsgerðir eru þó aðeins birtar fyrir lyf sem fá markaðsleyfi, ekki fyrir þau sem er hafnað eða þegar umsóknin hefur verið dregin til baka af framleiðanda. Upp úr SPC eru samin tvö skjöl, texti fyrir Sér- lyfjaskrána og fylgiseðill (PIL, Patient Informa- tion Leaflet). Staðið er með ýmsu móti að sér- lyfjaskrá í nágrannalöndum okkar en hér á landi hefur lengst af verið fylgt svipaðri stefnu og í Nor- egi og Svíþjóð. Textar í Sérlyfjaskrá eru í raun svo- lítið stytt SPC og nú er alla skrána að finna á heimasíðu Lyfjastofnunar þar sem hún er uppfærð reglulega. Fylgiseðill fylgir með öllum pakkning- um sem afhentar eru sjúklingum og er hann stutt- ur útdráttur úr SPC á máli sem á að vera skiljan- legt almenningi. Framleiðandi gerir tillögu að fylgiseðli en hér gildir sama og um SPC að lyfja- yfirvöld gera breytingar og samþykkja textann í endanlegri mynd. Skammstafanir í öllum skrifum um þessi mál er mikill frumskógur enskra skammstafana og hér er listi yfir nokkrar þær algengustu: CMS - Land sem tekur þátt í MR-skráningu (Con- cerned Member State) CPMP - Sérfræðinganefndin um lyfjaskráningu (Committee on Proprietary Medicinal Products) CVMP - Sérfræðinganefndin um skráningu dýralyfja (Committee on Veterinary Medicinal Products) EEA - Evrópska efnahagssvæðið (European Econo- mic Area) EES - Evrópska efnahagssvæðið (íslensk skamm- stöfun) EMEA - Lyfjastofnun Evrópu (European Agency for the Evaluation of Medicinal Products) EPAR - Evrópsk matsgerð um lyf (European Public Assessment Report) ESB - Evrópusambandið (íslensk skammstöfun) EU - Evrópusambandið (European Union) FDA - Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (Food and Drug Administration) GCP - Leiðbeiningar um gott verklag við klínískar rannsóknir (Good Clinical Practice) HoA - Forstjórar lyfjastofnana Evrópu (Heads of Agencies) ICH - Alþjóðleg samvinna lyljastofnana og framleið- enda (Intemational Conference on Harmonisation) Læknablaðið 2002/88 331
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.