Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 80

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 80
M I N N I N G Fríða Guðmundsdóttir Fædd 4. september 1967 - Dáin 20. desember 2001 barnalæknír FrÍða Guðmundsdóttir barnalæknir lést á líknar- deild Landspítalans þann 20. desember síðastliðinn, langt fyrir aldur fram. Hún greindist með illkynja heila- æxli í janúar 2001 sem ekki réðst við þrátt fyrir tvær stórar aðgerðir, geislameðferð og krabbameinslyfjagjöf. Fríða lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, náttúrufræðideild, 1987. Hún hóf nám við læknadeild Háskóla íslands í september sama ár og útskrifaðist 1993 með fyrstu einkunn. Hún starfaði sem aðstoðar- og deildarlæknir á ýmsum deildum Landspítalans þar til hún fluttist til West-Hartford í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum í maí 1997 og hóf sérnám í barnalækningum. Hún fylgdi þar með í fót- spor fjölmargra íslenskra lækna sem áður höfðu stundað sérnám við University of Connecticut. Það var lengi regla hjá Ed Zalneraitis, yfirmanni barna- læknanámsins þar, að geyma eina stöðu á ári handa íslendingi, enda reyndust unglæknar þeir sem Hörð- ur Bergsteinsson sendi honum alltaf vel. Allir sam- nemendur Fríðu og Ed fylgdust náið með veikindum hennar og stóðu fyrir söfnun á síðasta vori, gagngert til að hún kæmist með Sævari eiginmanni sínum og börnum til Flórída í apríl síðastliðnum. Sú ferð var farin og tókst frábærlega. Ed hafði samband við mig nýlega og sagði: „I remember Frida as a strong and dedicated resident here at the University of Connecticut. She was not only a brilliant pediatrician, but a humanist who dedicated her professional life to meeting all the needs of her patients. She would never provide less than the best care possible, and would not allow others to provide less than she thought was needed either. We ail learned from Frida, and rededicated ourselves to the mission that we set out to do, at least in part because of her.“ Fríða útskrifaðist barnalæknir í júní 2000 og stóðst ameríska barnalæknaprófið með glæsibrag seinna það sama ár. Sumarið 2000 flutti Fríða ásamt Sævari Leifssyni eiginmanni sínum og börnum þeirra, Birtu Rún 10 ára, Viktori 6 ára og Leifi 5 ára, til Rising Sun í Mary- land-fylki. Þar festu þau kaup á hestabúgarði og Fríða hóf frekara nám í gigtsjúkdómum barna við Barnaspítalann í Ffladelfíu í Pennsylvaníu-fylki (CHOP). Hún kunni vel við sig á nýjum stað og varð strax vinsæl hjá unglæknum á CHOP vegna þess hve ljúf hún var í viðmóti og hjálpfús. Terri Finkel yfir- læknir gigtardeildarinnar lýsir Fríðu sem þróttmikilli og áhugasamri en fyrst og fremst sem heillandi persónu. Ég hef fengið kveðjur frá foreldrum sjúk- linga hennar sem hæla henni fyrir fagmennsku og áreiðanleika. Ég minnist sérstaklega sjö ára drengs með alvarlegan gigtsjúkdóm og krampa. Foreldrar hans leituðu mikið til Fríðu, oft til að greina frá versn- andi einkennum hans en líka til að leyfa henni að fylgjast með ef vel gekk. Þau litu á Fríðu sem hluta af fjölskyldunni. Ég lít á það sern rnerki urn afburða- lækni, enda var Fríða það svo sannarlega. Gigtardeildin á CHOP hefur stofnað sjóð til minningar um Fríðu. Terri Finkel skrifaði mér: „We have established - The Frida Fund for Training in Pediatric Rheumatology -. The response to this has been tremendous, with many people already having donated to the fund, in Frida's memory. The Frida Fund will carry on Frida's mission, by fostering the training of fellows in evidence-based clinical medi- cine and in ground-breaking basic and clinical research, leading to an understanding of the causes and cure of childhood rheumatic disease." Fríða var jafnframt mikil áhugamanneskja um kynningu íslands, íslenska hestsins og íslenska smala- hundsins í Bandaríkjunum. Hún stóð meðal annars fyrir hestamannamóti eina helgi í maí síðastliðnum sem heppnaðist vonum framar. Fríða sýndi ótrúlegan kraft í veikindum sínum. Hún kvartaði aldrei og naut þeirra stunda sem buð- ust til hins ýtrasta. Það má vera að sjúkdómurinn hafi náð yfirhöndinni að lokum en hann náði aldrei að buga hana, né heldur að dempa hennar innri fegurð. Fyrir hönd fjölskyldu Fríðu vil ég þakka Huldu Brá Magnadóttur heilaskurðlækni og frábærri vinkonu sem kom í skyndi til Ffladelfíu í september þegar ástand Fríðu var alvarlegt og hjálpaði okkur í gegnum erfiðar stundir. Þá viljum við þakka vinahjónum frá Ameríku, þeim Óla og Hrefnu og Tryggva og Ástu, og vinkonum Fríðu úr læknadeildinni, Gerði, Helgu, Soffíu og Hrönn, sem létu ekkert aftra sér frá því að koma úr sémámi sínu til að vera hjá henni. Að lokum viljum við þakka Friðbirni Sigurðssyni og Valgerði Sigurðardóttur krabbameinslæknum sem ásamt starfs- fólki sínu náðu að gera þessar síðustu vikur bærilegar. Ég vil þakka Fríðu fyrir ótrúlega vináttu og fyrir allar okkar stundir saman. Við fylgdumst hvor með annarri frá unglingsárum, gegnum menntaskóla, læknadeild og nú síðast í sérnámi erlendis. Vinátta okkar gerði mig að betri manneskju, móður og lækni. Ýr Sigurðardóttir barnataugalæknir í Ffladelfíu 348 Læknablaðið 2002/88 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.