Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 91

Læknablaðið - 15.04.2002, Page 91
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 25 Banani, baun og kubbur I Ijósum logum Sjúklingurinn vaknaði eftir aðgerð í herbergi þar sem öll gluggatjöld voru dregin fyrir. „Af hverju er dregið fyrir?“ spurði sjúklingurinn lækninn sem var að athuga blóðþrýstinginn. „Það er hús hinum megin við götuna sem stendur í ljósum logum og við vildum ekki að þú héldir þegar þú vaknaðir að aðgerðin hefði mistekist." Fæðing í sveitinni Gamli héraðslæknirinn var kallaður á bæ lengst inni í afdal til að taka á móti barni. Bærinn var svo afskekkt- ur að rafmagn var ekki að finna á næstu grösum. Þegar læknirinn kom á staðinn var enginn heima nema konan sem var í barnsnauð og fimm ára sonur hennar. Læknirinn bað drenginn um að halda olíu- lampanum þannig að hann gæti séð betur þegar hann tæki á móti. Sonurinn gerði eins og honum var sagt og eftir skamma stund fæddist pattaralegur strákur. Læknirinn lyfti honum upp á fótunum og danglaði í afturendann til að fá þann nýfædda til að anda. „Blessaður rassskelltu hann aftur,“ sagði strákur- inn með lampann. „Hann hefði ekki átt að vera að skríða þarna inn hvort eð var.“ Kitlar í tunguna Sjúklingurinn: „Hvað heldurðu að geti verið að mér, læknir? Mig kitlar svo í tunguna þegar hún kemur við brotna valhnetu sem er vafin inn í álpappír.“ Læknirinn: „Þú hefur allt of mikinn frítíma." Banani og baun Maður á miðjum aldri skundaði inn á stofuna til læknisins með banana í öðru eyra og baun í annarri nösinni. Læknirinn horfði á manninn og spurði hvað mætti gera fyrir hann. „Læknir, mér hefur ekki liðið vel upp á síðkastið." „Ja, ég fæ ekki betur séð en að þú borðir vitlaust," sagði læknirinn. Legókubburinn Pabbinn kom með son sinn til læknisins af því að sá stutti hafði troðið legókubb af stærri gerðinni upp í nösina á sér. Allan tímann sem læknirinn var að bjástra við að ná kubbnum út tautaði pabbinn í sí- fellu: „Ég botna ekkert í því hvemig drengurinn fór að þessu.“ Loks tókst lækninum að ná kubbnum út og feðgarnir héldu heim. Nokkrum klukkustundum síðar kom faðirinn með sama kubbinn í nösinni á sér. „Nú veit ég hvernig drengnum tókst þetta.“ Heilbrigöara líf „Þú verður strax að hætta að reykja, drekka áfengi og borða feitan mat,“ sagði læknirinn alvöruþrunginn. „Mun ég þá lifa lengur?" spurði Jón sem var gulur á puttunum, hóstandi, þunnur og alltof feitur. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ sagði læknirinn, „en þú deyrð þá alla vega hraustari og frískari." Á fæöingardeildinni Tveir kettir sátu fyrir utan glugga á fæðingardeildinni og horfðu á hjúkrunarfræðinginn ganga á milli hvít- voðunganna og láta vel að þeim. Þá mjálmaði annar kötturinn í eyra hins: „Hugsaðu þér, ef hún fengi nú að halda þeim öllum.“ Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Útbrunavörn Læknarnir Lárus og Loftur tóku tal saman. Loftur var mjög þreytulegur og undraðist hve Lárus væri vel á sig kominn. „Hvernig ferðu að því að líta svona vel út? Þú ert með jafnmarga sjúklinga og ég á degi hverjum og ekki er praxísinn þinn neitt léttari en minn nema síð- ur sé. Tekur ekkert á þig að hlusta á kvartanir sjúk- linganna daginn út og inn?“ „Loftur minn, hver segir að ég hlusti?" sagði Lárus. I háloftunum Lögfræðingur sat í miðsæti í flugvél og læknir sat við hliðina á honum við ganginn. Læknirinn kom sér þægilega fyrir, hallaði sætinu aftur og fór úr skónum. „Mikið lifandis ósköp langar mig í kók,“ sagði lög- fræðingurinn. „Hvar er svo flugfreyjan þegar maður þarf á henni að halda?“ „Það er ekki málið,“ sagði læknirinn, „mér væri sönn ánægja að ná í kók fyrir þig.“ Á meðan læknirinn var í burtu tók lögfræðingur- inn fram skóna hans og hrækti í þá. Sá fyrrnefndi kom svo til baka, rétti lögfræðingnum kókflöskuna og kom sér síðan vel fyrir á nýjan leik. Þegar vélin var að lenda smeygði læknirinn sér í skóna og fann strax hvað hafði gerst. „Á þessi rígur og rembingur milli starfsstétta okk- ar engan endi að taka?“ spurði læknirinn sessunaut sinn, „eins og að skyrpa í skó og pissa í kókflösku?" Læknablaðið 2002/88 359
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.