Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 7
RITSTJÖRI\1ARQREINAR Ofbeldi Skemmdir á skátaheimili eftir áflog. Maður fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál. Pannig hljóma fréttir helgarinnar. Vaxandi ofbeldi er eitt af stærstu heil- brigðisvandamálum samtímans. Því miður vorum við illa minnt á alvarleika afleiðinga ofbeldis í desembermánuði þegar miðaldra karlmaður lést eftir tilefnislaust hnefahögg á veitingastað. Oft virðast árásarmenn telja það sjálfsagt og eðlilegt að leysa ágreiningsmál með barsmíðum og ef ekki er uppi neinn ágreiningur er engu að síður sjálf- sagt að berja næsta mann, ef viðkomandi liggur vel við höggi. Um hverja helgi heyrum við fréttir af barsmíðum og líkamsmeiðingum. Ekki ósjald- an er ofbeldi tengt neyslu áfengis og eða annarra vímuefna. Ofbeldi er ekki einungis að verða al- gengara heldur er það einnig mun grófara og mi- skunnarlausara en áður tíðkaðist. Afleiðingar alls þessa eru oft á tíðum afar alvarlegar og geta leitt til örkumla og jafnvel dauða. Sem dæmi um þetta ofbeldi er að í janúarmánuði síðastliðnum var hálf- þrítugur maður dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda líkamsárása og tilraun til manndráps með því að slá tvo menn í höfuðið með öxi og fyrir líkamsárásir gegn fimm öðrum einstaklingum. Ofbeldið hefur margar myndir. Heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og jafnvel ofbeldi gegn börn- urn. Það síðastnefnda virðist því miður verða æ algengara og fleiri mál af þeim toga til meðferðar hjá dómstólum landsins. Ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki er einnig staðreynd hér á landi. Nýlega varð heimilislæknir sem sinnti neyðarvaktþjónustu á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu fyrir grófri lrkamsárás þar sem „skjólstæðingurinn“ reyndi hreinlega að kyrkja viðkomandi lækni eftir að hafa orðið ósátt- ur við þá úrlausn sem honum var boðin. Því miður er árásin ekki einsdæmi og þegar þessi mál eru rædd meðal heilbrigðisstarfsfólks koma í ljós fleiri dæmi um beinar árásir og/eða hótanir. Sjaldnast virðast þessi tilefni vera kærð til lögreglu. I dæmi heimilislæknisins hér að ofan kom margt undarlegt fram þegar leggja átti fram kæru. Þannig virðist löggjafinn ekki gefa vinnuveitanda, í þessu tilviki heilsugæslustöð sem yfirvöld reka, kost á að kæra og verður því viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfur að kæra og útsetja sig sem einstakling fyrir þeim óþægindunr sem því fylgir. Eðlilegra hefði manni fundist að svo væri búið um hnútana að sem opinber starfsmaður njóti heilbrigðisstarfs- maður þeirra sjálfsögðu réttinda að stofnunin kæri og verji þannig starfsfólk sitt. Að sjálfsögðu þarf brotaþoli eftir sem áður að gefa skýrslu og bera vitni en þyrfti að öðru leyti ekki að reka málið sjálfur. Það er alveg ljóst að sú þróun sem við höfum orðið vitni að erlendis er einnig að birtast hér. Samkvæmt rannsóknum erlendis verður starfs- fólk sjúkrahúsa hlutfallslega sjaldnar fyrir árásum en læknar sem starfa utan stofnana og þær árásir eru ekki eins alvarlegar og oftar í formi hótana. Læknar sem fara í vitjanir í heimahús verða oftar fyrir árásum og þær eru einnig alvarlegri eðlis. í flestum tilvikum eru ákveðnir þættir til staðar þeg- ar ofbeldi er beitt gegn heilbrigðisstarfsfólki, ár- ásarmaðurinn er gjarnan karlmaður með drykkju- og/eða lyfjamisnotkunarvandamál og jafnvel aðra geðræna sjúkdóma. Astæður þess að ofbeldið er að aukast í okkar samfélagi eru sjálfsagt margar. Það var að mínu mati mikið óheillaspor stigið þegar alþingi ákvað að leyfa aftur box hér á landi og ljóst að því fylgir hætta á meira ofbeldi almennt þó auðvitað komi fleira til. Iþróttahús eru og hafa verið helstu for- varnarstöðvar landsins þar sem íslenska æskan stundar heilbrigðar íþróttir og lærir gildi hreyfing- ar og þess lífsstíls sem þarf til þess að ná árangri í íþróttum án áfengis og tóbaks. Það skýtur því skökku við að sjá í þessum húsum auglýsingar þar sem börnin eru hvött til þess að koma á æfingar í boxi og jafnvel kick-boxi. Sjónvarpsgláp og tölvu- leikir eru einnig líkleg til þess að valda því að ein- staklingar átti sig ekki á hversu alvarlegur hlutur ofbeldi er. Börn sem leika sér í ofbeldisfullum tölvuleikjum og sjá hvernig sjónvarpshetjurnar standa upp, nánast óskaddaðar og í versta falli með lítillega ruglaða hárgreiðslu, eftir mikil og þung högg og barsmíði eru ekki líkleg til að hafa raun- verulega hugmynd um afleiðingar ofbeldis. Það er því hætt við að raunveruleikaskynjun þessara ein- staklinga sé eitthvað brengluð eftir þannig upplif- anir og óhjákvæmilegt að hugleiða hvort þetta geti verið hluti af skýringunni hvað varðar aukningu á ofbeldi og hversu ófyrirleitið, grimmdarlegt og miskunnarlaust ofbeldi er orðið. Ofbeldi er ekki bara heilsufarslegt vandamál heldur þjóðfélagslegt. Kostnaður vegna heilbrigði- skerfisins er mikill og öll erum við sammála um það að við viljum hafa gott heilbrigðiskerfi. Það er því sorglegt að horfa uppá það að ein helsta heilbrigð- isvá samtímans eru afleiðingar þess að menn eru Emil L. Sigurðsson Höfundur er heimilislæknir á Sólvangi í Hafnarfirði og situr í ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2005/91 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.