Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRASKRÁNING Samanburður á MDS-AC skráningu og hefðbundinni sjúkraskrá á bráðadeild á Islandi og öðrum Norðurlöndum Hluti samnorrænnar rannsóknar* Ólafur Samúelsson' ÖLDRUNARLÆKNIR Sigrún Bjartmarz1 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Anna Birna Jensdóttir2,3 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Pálmi V. Jónsson1,2 ÖLDRUNARLÆKNIR og samstarfs- hópar á Norður- löndunum'* ‘Rannsóknarstofa Háskóla íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og Öldrunarlækningadeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla íslands, 3Sóltún hjúkrunarheimili. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Pálmi V. Jónsson Öldrunarlækningadeild Landspítala Landakoti v/ Túngötu, 101 Reykjavík. Sími 543 1000, palmivj@landspitali.is Lykilorö: fœrniskerðing, aldr- aðir, bráðaþjónusta, MDS AC, RAI mœlitœkið, sjúkraskrár, skráning. Ágrip Tilgangur: Fjölþættur vandi og færniskerðing eru mikilvægir spáþættir fyrir horfur eldri sjúk- linga eftir bráð veikindi. Til að sjúkrahúsþjónusta verði skilvirk og fullnægjandi er mikilvægt að greina þá fljótt sem hefðu ávinning af heildrænu öldrunarmati við bráð veikindi. Minimal Data set for Acute Care (MDS AC) er tæki til heild- ræns öldrunarmats á bráðasjúkrahúsum. í þessari rannsókn er hefðbundin skráning lækna og hjúkr- unarfræðinga á bráðadeild borin saman við skrán- ingu með MDS-AC tækinu á íslandi og öðrum Norðurlöndum. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var framkvæmd á bráðalyflæknisdeildum sjúkrahúsa í Reykjavík, Umeá, Kaupmannahöfn, Oslo og Helsinki. I hverju landi voru valdir 160 bráðasjúklingar 75 ára og eldri með slembiúrtaki. MDS-AC gerð 1,1, var notuð við gagnasöfnun. MDS-AC skráning fyrstu 24 klukkustundir í legunni var borin saman við hefðbundna skráningu lækna og hjúkrunarfræð- inga fyrstu 48 klukkustundirnar. Niðurstöður: Skráningu á færnitengdum atriðum hjá öldruðum vantar í hefðbundna sjúkraskrá í 20 til 96% tilfella þegar skerðing er til staðar og 33 til 100% tilfella þegar skerðing er ekki til staðar borið saman við MDS-AC. Svipað mynstur sést á öllum Norðurlöndunum en skráning er í mörgum atriðum lakari á Islandi. Ályktun: MDS-AC skráir betur en hefðbundin sjúkraskrá mörg mikilvæg atriði tengd færni hjá öldruðum. Til álita kemur að bæta skráningu færni- * Grein unnin sambærilega úr heildarniðurstöðum rannsóknar- innar samanteknum fyrir öll Norðurlöndin hefur verið send al- þjóðlegu tímariti og bíður samþykkis: Jonsson PV, Jensdottir AB, Ljunggren G, Grue EV, Noro A, Björnsson J, Finne-Soveri UH, Jonsén E, Schroll M. Comparison of Co-morbidity and functional limitations in Older Persons in Acute Medical Care by MDS-AC. Comparison with conventionalpatient records a Nordic study. ** RAI samstarfshópar á Norðurlöndunum; Danmörku: Marianne Schroll, Eva Folkersen, Ghita Sell, Jytte Christensen Finlandi: Harriet Finne-Soveri, Anja Noro,Kaija Lindman, Páivi Putkonen, Tiina Heimola, Anja Teikari, Ulla Kuusi Noregi: Else Grue, Jon Bjömsson, Hege Aamilid Svíþjóð: Gösta Bucht, Elisabet Jonsén, Gunnar Ljunggren, Ulla-Britt Johansson, Britt-Inger Norberg ENGLISH SUMMARY Samúelsson Ó, Bjartmarz S, Jensdóttir AB, Jónsson PV Comparison of MDS-AC registration and con- ventional medical records in lceland and other Nordic countries. A part of a Nordic study Læknablaðið 2005; 91: 335-41 Objective: Complex functional decline and comorbid state is an important indicator of outcome for hospital care of older adults. In todays acute care it is important to quickly be able to target those who might benefit from geriatric assessment. The MDS-AC is an evalu- ation system for geriatric acute care patients that records functional impairment and co-morbid states. The object of this study was to compare the MDS-AC registration with the traditional nurses and doctors records for chosen variables important to older patient care in lceland and other Nordic countries. Methods: This was a randomised prospective Nordic study. The study took place in Reykjavík, Copenhagen, Umeá, Oslo and Helsinki. Participants in each country were chosen from 75 year old and older patients admit- ted to acute care medical wards, 160 patients from each country. The results presented here show data from selected variables collected with the MDS-AC instrument version 1,1 in the first 24 hours of admis- sion, compared with hospital notes for the first 48 hours. Results: For ADL and IADL impairments the medical record missed between 20 to 96% of items registered with the MDS-AC and between 33 to 100% when there is no impairment detected. This was true for all the participating Nordic countries but the lcelandic medical records were in comparison more often incomplete for the variables chosen. Conclusion: The MDS-AC documents better than traditional medical records several important variables relating to function among the elderly. It may be pos- sible to improve documentation with a standardized instrument such as the MDS-AC. Key words: functional impairment, elderly, acute medical care, MDS AC, RAI instrument, medical records, documenta- tion. Correspondence: Pálmi V. Jónsson, palmivj@landspitali.is Læknablaðið 2005/91 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.