Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRASKRÁNING sjúkraskrár. Mikilvægt er að sjúklingar sem út- skrifaðir eru af sjúkrahúsi ráði við þær aðstæður sem þeir útskrifast til, annars er boðið heim hættu á viðbótar þjáningum og ótímabærum endurinn- lögnum (16-20). Vitræn geta hefur mikil áhrif á bæði bráða umönnunarþörf og langtímahorfur (21-23). Skert skammtímaminni var einna best skráð þeirra þátta sem athugaðir voru en verulegur brestur var á skráningu annarra mikilvægra atriða er varða vitræna getu. Breytt skynjun er eitt mikil- vægt einkenni bráðarugls. Með MDS-AC tækinu voru skráðir 14 einstaklingar með þetta einkenni en aðeins 6 (43%) þeirra var getið í sjúkraskrá á Islandi og svipað er upp á teningnum á hinum Norðurlöndunum. Tyggingar- og kyngingarvandamál reyndust ekki algeng í þessu þýði en skráningu var eins og áður ábótavant í sjúkraskrá. Vannæring er algengt vandamál hjá öldruðum og mikilvægur spáþáttur fyrir horfur í bráð og lengd (24). Mikilvægt er því að gefa gaum að þáttum sem snúa að næringu. Þvagleki dregur úr lífsgæðum og hefur áhrif á þjónustuþörf, oft má bæta ástand með lyfjum eða aðgerð (25). Skerðingu á þvagheldni var ekki getið í 40% tilfella í sjúkraskrá. Bráður verkur var algengur meðal þessara sjúklinga og reyndist rúmur helmingur þátttakenda vera með verk við komu samkvæmt MDS-AC. Hefðbundin sjúkra- skrá skráði þennan verk í þremur tilfella af fjórum samanborið við MDS-AC en skráning á árangri meðferðar var síðri. MDS-AC tækið gerir kleift að meta árangur af verkjameðferð og getur þannig nýst til að bæta umönnun þessara sjúklinga. Atriði eins og hreyfigeta, geta við athafnir daglegs lífs, geta til að sjá um lyf, vitræn geta og þvagheldni hafa veruleg áhrif á líf og horfur og geta verið sterkari spáþættir fyrir útkomu hjá öldr- uðum en sjálf innlagnargreiningin, aldur eða kyn (26, 27). Þessir þættir eru frumforsenda sjálfstæðis og ákvarða þjónustuþörf aldraðra einstaklinga. Mikilvægt er að greina skyndilegar breytingar á þessum þáttum við innlögnina eða meðan á sjúkra- húsdvöl stendur til að geta brugðist rétt við og ekki síður til að skilgreina þjónustuþörfina í bráð og lengd. í þessari rannsókn var algengara að upplýs- ingar væru skráðar í sjúkraskrá ef skerðing var til staðar. Oft er það svo í veikindum að ástand breyt- ist og getur þá verið mikilvægt að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um fyrra ástand sjúk- lingsins. Skýrt dæmi um þetta eru upplýsingar um að hjartaóhljóð heyrist ekki við komu hjá sjúklingi með hita og blásturshljóð einhverjum dögum síðar. Breytingar á vitrænni getu eru annað mikil- vægt dæmi. Hjá öldruðum einstaklingi með mörg samvirk vandamál og fjölþætta færniskerðingu er nauðsynlegt að skrá nákvæmlega ástand hvort sem það er „eðlilegt" eða „óeðlilegt“. Skráning á ADL og sérstaklega IADL þáttum er verulega ábótavant í hefðbundnum sjúkraskrám samkvæmt þessari könnun. Sama gegnir um skrán- ingu einkenna sem snerta vitræna getu eins og til dæmis einkenni bráðarugls. Þessi atriði hafa þó veruleg áhrif á útskriftarhæfni einstaklings og líkur á endurinnlögn. Margar nærtækar skýringar geta verið á þessum niðurstöðum. Upplýsingaöflun beint frá sjúklingnum er oft erfið og tímafrek. Einkenni eru oft ekki dæmigerð, greinast ekki og eru jafnvel álitin ekki skipta máli eða tilheyra öðrum teymum. Þetta er áhyggjuefni í hópi sjúk- linga þar sem samvirk vandamál tengjast oft ekki beint bráðaveikindum en geta haft veruleg áhrif á útkomu sömu veikinda. Ekki er víst að skortur á skráningu hafi endilega mikil áhrif á bráða- meðferð sjúklingsins, en vandamál koma upp við breytingar á ástandi, vaktaskipti og flutning sjúk- linga milli deilda og þjónustustiga. í þessari rann- sókn var, ásamt vélrituðu sjúkraskránni, notast við handritaðar dagnótur lækna og hjúkrunarfræðinga og merkt við að vandamál væri skráð. Ekki er hins vegar víst að slík skráning skili sér alltaf áfram til dæmis við flutning sjúklinga og rannsóknin gæti þannig ofmetið í raun skráningu í hefðbundna sjúkraskrá. Þessi rannsókn er hluti stærri rannsóknar sem meðal annars miðar að því að gera tækið markviss- ara og auðveldara í notkun. Hugmyndir eru uppi um styttri útgáfur til notkunar á bráðamóttökum eða við samráðskvaðningar. MDS-AC tækið er kerfisbundin stöðluð skráning sem auðvelt er að tölvukeyra og það gefur möguleika í rannsóknum umfram hefðbundna sjúkraskrá. Betri skráning meðvirkra þátta með MDS- AC tækinu getur auðveldað söfnun upplýsinga sem almennt eru mikilvægar við meðhöndlun og þjónustu við aldraða. Meginmarkmið hefðbund- innar sjúkraskrár er að styðja við greiningu og meðhöndlun bráðasjúkdóms en MDS-AC tækið er viðbót sem skráir upplýsingar sem annars eru lítið skráðar, mælir hrumleika og auðveldar mat á breyttu ástandi. Ekki er mögulegt að þjónusta aldraða sjúklinga svo vel sé án heildrænnar nálg- unar. MDS-AC tækið getur verið mikilvægur liður í slíkri nálgun. Styrkir til verkefnisins: Lions á íslandi, Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, Vísindasjóður Sjúkra- húss Reykjavíkur, Rannsóknarsjóður St. Jósefs- spítala. Höfundar þakka veittan stuðning. 340 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.