Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( gáttatif og svo framvegis. Pað er sagt að heilbrigð- isþjónustan eigi að bera sig saman við flugvélaiðn- aðinn í gæðamálum enda um líf og heilsu notenda þjónustunnar að ræða. Ætli ofangreindar tölur væru ásæltanlegar í þeim bransa? Reynsla annarra Takmarkið er að bæta - ekki breyta, segir Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari MA um vanda skólakerfisins í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Fjörug og uppbyggileg umræða í fjölmiðlum unt skólakerfið, þar með talið gæði grunnskólanáms, einkarekna skóla, styttingu framhaldsskólanáms og fjölgun stofnana á háskólastigi endurspeglar þá kröfu að skólakerfið þróist samhliða samfélaginu. Stöðnun er óásættanleg. Læknastéttin og heil- brigðisyfirvöld þurfa að mínu mati að hefja sam- bærilega umræðu um hvort heilbrigðisþjónustan sé í takt við og mæti þörfum breytts samfélags. Gamla kerfið, kerfi 20. aldarinnar sent að miklu leyti byggðist hugmyndafræði lækninga bráðra sjúk- dóma, er gengið sér til húðar. Kerfið í núverandi mynd ræður illa við hinn stóra hóp landsmanna með mörg, þung og langvinn vandamál. Það svarar illa og oft alls ekki þremur megin kröfum samtím- ans: Aðgengi, áreiðanleika og samfellu í meðferð. En erurn við í stakk búin að gera það sem gera þarf: Svarið er já. Vegna þessa að: 1. Við eigum vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. 2. Við búum í litlu landi, erum ágætlega mennt- uð þjóð og tölum sama tungumálið (flest). 3. Við erum tilbúin að fjárfesta í heilbrigðis- kerfi þar sem fjórðungur útgjalda ríkisins fer í þennan málaflokk. 4. Petta hefur verið gert á öðrum stöðum nteð frábærum árangri. 5. Einstakir læknar og stofnanir hafa staðið fyrir metnaðarfullum gæðaverkefnum hér á landi innan heilsugæslunar og á sjúkrahús- um. Hvar skal byrja? Eins og annars staðar verða orð til alls fyrst - við þurfum að hefja umræðuna. Fyrir vestan haf hafa augu manna beinst að nýrri hugsun og nýrri útfærslu þjónustunnar í kjölfar „Chasm-skýrslunnar“. Þar eins og víða annars staðar hefur best gefist að endursmíða þjónustuna í kringum ákveðna sjúkdóma, til dæmis sykursýki. Innleiðing nýs kúltúrs sannreyndra vinnubragða, gæðamælinga og „feedback“ með úrbótum eru þær starfsaðferðir sem krafist verður í síauknum mæli. Þetta kemur meðal annars fram í stefnumótun samtaka bandarískra lyflækna (9) og heimilislækna (10) sem birt hefur verið á síðastliðnum tveimur árum og í „Sáttmála lækna við samfélagið'1 sem birtur var snemma árs 2004 í Læknablaðinu (11). I netútgáfu fréttablaðs bandarískra heimilislækna er að finna gott dæmi um árangur þessarar nýju útfærslu heilbrigðisþjónustu (12). Kemur þar frant hverskonar viðsnúningi er hægt að ná í gæðum, útkomu og þjónustuúrræðum, sérstaklega þegar umbun á sér stað fyrir góðan árangur (13). í stuttu máli er nýja þjónustan mjög sjúklingamiðuð og stuðst við útkomu í ríkunt mæli. A þennan hátt fer saman notendavæn þjónusta og góð útkoma í meðferð sjúklinga. Hér á landi getur slík nálgun átt vel við á fjölmörgum stöðum, svo sem í göngu- deildarþjónustu við háskólasjúkrahúsið, heilsu- gæslunni í Reykjavík og á Læknasetrinu í Mjódd. Nú þegar hafinn er undirbúningur að byggingu nýs háskólasjúkrahúss er kjörið tækifæri til að tileinka sér þessar nýju áherslur í þjónustunni og tryggja að gert verði ráð fyrir þeim við hönnun hússins. Þó svo að skólakerfið þurfi einungis að bæta, þá þurfum við læknar að mínu mati að ganga einu skrefi lengra ... og breyta. Heimildir 1. Salmenniemi U, Ruotsalainen E, Pihlajamaki J, Vauhkonen I, Kainulainen S, Punnonen K, et al. Multiple abnormalities in glu- cose and energy metabolism and coordinated changes in levels of adiponectin, cytokines, and adhesion molecules in subjects with metabolic syndrome. Circulation 2004; 110: 3842-8. 2. Wolf-Maier K, Cooper RS, Banegas JR, Giampaoli S, Hense HW, Joffres M, et al. Hypertension prevalence and blood pres- sure levels in 6 European countries, Canada, and the United States. JAMA 2003; 289: 2363-9. 3. Institute of Medicine. Crossing the quality chasm. 2002. National Academies of Sciences. Washington DC. 4. Oliveria SA, Lapuerta P, McCarthy BD. L‘Italien GJ, Berlowitz DR, Asch SM. Physician-related barriers to the effective management of uncontrolled hypertension. Arch Int Med 2002; 162:413. 5. McGlybb EA, Asch SM, Adams J, Keesey J, Hicks J, DeCristofari A, et al. The quality of health care deíivered to adults in the United States. N Engl J Med 2003; 348: 2635-45. 6. Guðmundsdóttir I, Helgason KO, Sigurðsson EL, Arnar DO. Notkun blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum með gáttatif á íslandi. Læknablaðið 2002; 88: 299-303. 7. Samúelsson Ó, Björnsson S, Jóhannesson BH, Jónsson PV. Lyfjanotkun aldraðra á bráðasjúkrahúsi. Aukaverkanir og gæðavísar. Læknablaðið 2000; 86:11-6. 8. McGlynn EA. There is no perfect health system. Health Aff (Millwood) 2004; 23:100-2 9. Future of general intemal medicine. Society of General Internal Medicine. 2002. www.sgim.org 10. Future of family practice project. American Academy of Family Practice. www.aafp.org 11. Sáttmáli lækna. Læknablaðið 2004; 90:162-5. 12. www.aafp.org/fpr/20040900/3.html 13. Berwick DM, DeParle NA, Eddy DM, Ellwood PM, Enthoven AC, Halvorson GC, et al. Paying for performance: Medicare should lead. Health Aff (Millwood) 2003; 22: 8-10. Læknablaðið 2005/91 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.