Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÆÐSLUMÁL LÆKNA
Verða alþjóðleg læknaþing
Arnór Víkingsson um framtíð Fræðslustofnunar lækna
árviss viðburður?
Þröstur
Haraldsson
Á Læknadögum í janúar urðu formannsskipti í
Fræðslustofnun lækna. Arnór Víkingsson sem
gegnt hefur embættinu í fjögur ár lét af því og við
tók Arna Guðmundsdóttir. Læknablaðið náði tali
af Arnóri í tilefni af þessum tímamótum og bað
hann að líta yfir farinn veg ásamt því að spá í fram-
tíðina. Fyrst var hann spurður hvað honum fyndist
standa upp úr í starfinu þessi fjögur ár og það
kemur eflaust engum á óvart að hann nefndi vöxt
og viðgang Læknadaga.
„Við höl'um lagt mikla áherslu á Læknadaga því
þar sjáum við tækifæri til að tengja saman fræðslu
og félagsstarf lækna. Þetta hafa verið virkilegir
læknadagar í víðustu merkingu þess orðs þar sem í
boði er fræðsla á sviði hreinnar læknisfræði, lækna-
pólitíkur og heilbrigðismála og svo skemmtanalíf
þar sem árshátíð LR hefur verið hápunkturinn. Við
vitum að læknar eru önnum kafnir og hversu erfitt
er að fá þá til að taka þátt í umræðu, hvort sem er
fræðilegri eða annarri. Það er hins vegar reynsla
okkar af að halda aðalfundi LÍ ýmist í höfuðborg-
inni eða á landsbyggðinni að síðarnefndu fundirnir
eru oftast betri því þá á samkoman óskipta athygli
manna. Stemmningin verður líka skemmtilegri.
Svipað má segja um ráðstefnur utanlands.
Markmið okkar hefur því verið að skapa svipaðan
anda og menn upplifa á erlendum læknaþingum.
Við viljum að læknar taki þátt í þessu með því að
draga úr annarri starfsemi sinni eins og mögulegt
er. Þá verður þátttakan góð og notagildið mikið.“
- Og finnst þér þetta vera að lukkast?
„Ég held að á hverju ári nálgumst við þetta um
eitt hænufet. Það hefur orðið viðhorfsbreyting hjá
læknum hvað Læknadaga varðar. Þeir byrjuðu sem
fræðsludagar fyrir unglækna, heimilislæknar komu
fljótlega inn í þá en aðrir sérfræðingar voru seinir
að taka við sér. Það er þó að breytast og nú orðið
fæ ég oft þau viðbrögð frá sérfræðingunum að
Læknadagar séu að verða alvöruþing. Þátttakan
hefur líka vaxið en hún er lykillinn að því að gera
dagana öflugri. Því fleiri sem sækja Læknadaga
þeim mun fyrr nálgast þeir að verða alvöruþing."
- Fjölmiðlarnir og samfélagið hafa líka veitt
Læknadögum meiri eftirtekt síðustu árin.
„Já, það er rétt og það er miklu betri aðferð til
að bæta ímynd lækna en kjaramál sem vilja ein-
kennast af átökum við stjórnvöld. Við teljum eðli-
legt að láta almenning vita af því sem er að gerast
í fræðunum og þess vegna höfum við sent fréttatil-
kynningu til fjölmiðla og boðið þeim að taka þátt í
Læknadögum."
Skráning símenntunar brýnt verkefni
Fræðslustofnun lækna fæst við fleira en að skipu-
leggja Læknadaga. Meðal þess sem stofnunin
hefur glímt við undanfarin ár er að efla símenntun
og koma á samræmdri skráningu á þátttöku lækna
í henni. Hvernig hefur því starfi rniðað?
„Það verður nú að segjast eins og er að skráning
símenntunar er sá málaflokkur sem ég hef orðið
fyrir mestum vonbrigðum með. Við settum þetta
mál á oddinn þegar ég tók við formennskunni en
því hefur miðað alltof hægt. Ég vil taka fram að
íslenskir læknar eru mjög duglegir við að viðhalda
þekkingu sinni og stunda símenntun. Hins vegar
erum við Islendingar aftarlega á merinni hvað
varðar skráningu þessarar menntunar.
Víðast hvar í löndum Evrópusambandsins, að
Norðurlöndum frátöldum, er skráning símenntun-
ar orðin að skyldu, hún er komin í lög. Það hafa
þó ekki verið sett nein viðurlög við því að van-
rækja skráningu en að því mun koma. Við erum
hins vegar orðin þátttakendur í sameiginlegum
vinnumarkaði og við það eykst þörfin á að vita
hver staða þeirra lækna er sem koma frá öðrum
löndum. Hvernig standa þeir að vígi? Eru þeir með
lækningaleyfi og hafa þeir sinnt símenntun? Þetta
kallar á samræmda skráningu.
Fyrir nokkrum árum skipaði stjórn Læknafélags
íslands nefnd til að semja reglur um skráningu
símenntunar. í nefndinni voru meðal annars
fulltrúar Læknaráðs Landspítala, landlæknis og
heilsugæslunnar. Nefndin skilaði af sér áliti á aðal-
fundi LÍ 2003. í framhaldi af því skrifuðum við
Sigurbjörn Sveinsson formaður LI bréf til nokk-
urra sérgreinafélaga og buðum þeim þátttöku í
mótun tillagna en fengum afar dræmar undirtektir.
Það held ég að sýni hversu skammt á veg íslenskir
læknar eru komnir í að hugsa þessi mál. En þetta
mun koma og staðreyndin er sú að ef læknar sinna
þessu ekki er eins víst að alþingi setji lög sem yrðu
okkur ekki endilega mjög geðfelld. Það er miklu
betra að við setjum okkar eigin reglur.
Málið er í biðstöðu en ég held að það þurfi ekki
mikið til að hrinda þessu af stað. Við vorum búin
að leggja drög að skráningarkerfi sem geðlæknar,
heimilislæknar og lyflæknar höfðu áhuga á að
prófa en af því hefur ekki orðið enn. Við eigum
eftir að ákveða hvað á að skrá og hvernig á að skrá
upplýsingarnar en kerfið verður að vera einfalt í
notkun, helst sjálfvirkt, því reynslan sýnir að lækn-
ar eru ekki mjög duglegir við að halda utan um
þessar upplýsingar sjálfir."
370 Læknablaðið 2005/91