Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / SJUKRASKRANING
Tafla III
ADL ICELAND Other Nordic countries
Agree Disagree Not reg. Agree Disagree Not reg. P
%(n) % (n) In records % (n) %(n) In records
Mobility in bed
Impaired 63.6 (7) 9.1 (1) 27.3 (3) 32.9(26) 17.7 (14) 49.4 (39) n.s.
Unimpaired 33.3(23) 1.5(1) 65.2 (45) 55.8(144) 2.3(6) 41.9 (108) 0.0026
Locomotion
Impaired 51.6 (33) 23.4 (15) 25 (16) 70.8(133) 17.6 (33) 11.7 (22) 0.0104
Unimpaired 43.8 (7) 0(0) 56.2 (9) 83.2(124) 4.0 (6) 12.8 (19) <0.0001
Clothing
Impaired 31.3 (20) 15.6 (10) 53.1 (34) 46 (92) 5(10) 49 (98) 0.0072
Unimpaired 37.5 (6) 0(0) 62.5(10) 48.2 (66) 2.2 (3) 49.6 (68) n.s.
Eating
Impaired 40 (8) 15(3) 45 (9) 75.3(116) 15.6 (24) 9.1 (14) <0.0001
Unimpaired 35 (21) 3.3(2) 61.7 (37) 68.3(125) 2.7 (5) 29 (53) <0.0001
Toileting
Impaired 41.3 (26) 11.1(7) 47.6(30) 72.1(132) 6(11) 21.9 (40) <0.0001
Unimpaired 41.2 (7) 5.8(1) 52.9(9) 60.4 (93) 9.1 (14) 30.5 (47) n.s.
Agree = Records and MDS AC registrations give same information. Disagree = Records and MDS AC registrations give different information.
ADL=Activities of Daily Life. P= probability of a true difference comparing lcelandic registration with the Nordic countries. n.s. = non significant.
dagsins áður. Gagnasöfnun fór ekki fram á frídög-
um eða helgum. Gögnum á Islandi var safnað á lyf-
lækningadeildum og bráðaöldrunalækningadeild
Landspítala Fossvogi.
í hverju landi voru valdir 160 sjúklingar, 75 ára
og eldri, sem lögðust inn brátt á lyflækningadeild.
Útilokaðir voru sjúklingar sem lágu inni skemur en
24 klukkustundir, þeir sem lögðust á gjörgæslu, þeir
sem taldir voru of fárveikir til að taka þátt og sjúk-
lingar sem lögðust inn af öðrum deildum eða sjúkra-
húsum. Gögnum var safnað eftir upplýst samþykki
og stuðst við upplýsingar frá sjúklingnum, aðstand-
endum og eða umönnunaraðilum. Skráð var ástand
sjúklingsins fyrstu 24 klukkustundir eftir innlögn.
Niðurstöður sem hér eru tíundaðar eru valdar úr
samanburði á MDS-AC skráningu og hefðbundinni
sjúkraskrá þar sem hlutfallstölur vísa til þess hversu
mikið er skráð í sjúkraskrá miðað við MDS-AC.
Samkvæmt rannsóknaráætlun var gerður saman-
burður við sjúkraskrár þátttakenda númer 40-120,
80 frá hverju landi. Upplýsingar skráðar fyrir fyrstu
24 klukkustundir innlagnar í MDS-AC voru bornar
saman við skráningu lækna og hjúkrunarfræðinga í
hefðbundna sjúkraskrá fyrstu 48 klukkustundimar.
Bæði var stuðst við handritaðar nótur og vélritaða
sjúkraskrá.
Samþykki siðanefnda
Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og
Persónuvernd.
Úrvinnsla gagna
í þessari grein eru sýnd valin atriði úr íslenska
hluta rannsóknarinnar og borin saman við meðal-
tal hinna Norðurlandanna. Fyrir hverja MDS-AC
brey tu var skráð hvort hún hafði komið fyrir í hefð-
bundinni sjúkraskrá eða ekki.
Niðurstöður eru sýndar sem samrœmi (Agree)
eða ósamrœmi (Disagree) milli MDS-AC og sjúkra-
skrár eða ekki skráð í sjúkraskrá (Not registered),
sjá töflur III til VII. Atriðum er skipt í tvo flokka,
skertgeta (lmpaired) eða óskert geta (Unimpaired)
fyrir hvert tiltekið atriði, grundvallað á MDS-AC
matinu.
Til að prófa hvort marktækur munur væri
milli íslenskrar skráningar og skráningar á hinum
Norðurlöndunum var notað Chi Square próf.
Marktækni var ákveðin við p<0,05. Niðurstöðurnar
voru keyrðar í SAS , útgáfu 8,2 fyrir Windows.
Niðurstöður
Samanburður milli þátttökulanda er sýndur í töflu
n.
Skráning á færni við valdar athafnir daglegs
lífs (ADL) er sýnd í töflu III. Besta ADL skrán-
ingin í íslenskum sjúkraskrám var varðandi skerta
hreyfigetu í rúmi og skerta göngugetu. Par vantaði
skráningu í 25-27% tilfella á íslandi. Á hinum
Norðurlöndunum var skráning á göngufærni og
getu til að matast best. Óskertrar getu til ADL var
ekki getið í íslenskri sjúkraskrá í 53-65% tilfella
og á hinum Norðurlöndunum í 13-50% tilvika.
Skráning ADL færni í sjúkraskrá samanborið við
MDS-AC á hinum Norðurlöndunum var marktækt
betri en á íslandi í öllum tilvikum nema varðandi
Læknablaðið 2005/91 337