Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / TAUGASÁLFRÆÐI A) 75 «50 ra 125 X B) 75 50 ra £ ra H 25 0 Ýfing tengd stöðu áreitis eftir því hvort sjúklingarnir tóku ettir markáreiti undangenginnar umterðar I vinstra sjónsviði eða ekki CN | | Sjúklingur fann markáreitið síðast | | Sjúklingur missti af DO 1 markáreiti siðast II- II II- Ekkert markáreiti Síöasta Siöasta Ekkert markáreiti Slöasta Siöasta í undangenginni markáreiti markáreiti í undangenginni markáreltí markáreiti umterö vinstra megin hægra megin umterö vinstra megin hægra megin Ýting tengd ilt áreitis eftir þvt hvort sjúklingarnir tóku eftir markáreiti undangenginnar umferðar f vinstra sjónsvrði eða ekki Ekkert markáreiti Slöasta Síöasta Ekkert markáreiti Sföasta Slöasta i undangenginni markáreiti at markáreiti al i undangenginni markáreiti af markáreiti at umferö sama fit öðrum lit umferð sama lit öörum lit Mynd 4. Frammistaða tveggja sjúklinga með gaumstol í aðgreiningarverkefni í rann- sókninni (7) eflir því hvers konar markáreiti birtist í undangenginni itmferð. Súlurnar sýna hlutfall réttra svara þegar markáreitið var birt í vinstra sjónsviði, eftir því hvað átti sér stað í undangenginni umferð. í Aer sýnt hlutfall réttra svara fyrir markáreiti í vinstra sjónsviði eftir því hvort síðasta markáreiti var birt hœgra eða vinstra megin ísjónsviði eða hvort ekkert markáreiti var birt (svarta súlan). ií sýnir hlutfall réttra svara í vinstra sjón- sviði eftir því hvort markáreiti í undangenginni umferð var afsama lit og markáreitið eða ekki, eða hvort ekkert markáreiti var birt (svarta súlan). staðar bæði í óskaddaða sjónsviðinu (því hægra) sem og í því skaddaða (því vinstra) þó svo að svar- tímar í vinstra sjónsviði séu töluvert miklu lengri en í því hægra eins og sjá má á mynd 3. I seinna verkefninu sem sjúklingarnir framkvæmdu voru sams konar sjónleitaráreiti og áður birt, og aðgreiningarverkefnið var það sama og áður, en í þetta sinn voru sjónleitaráreitin einungis birt í 200 millisekúndur. Þetta var gert í tvennum tilgangi: annars vegar til að athuga hvort augnhreyfingar í átt að markáreitinu gætu útskýrt ýfinguna tengdri staðsetningu í fyrri tilrauninni með því að koma í veg fyrir að augnhreyfingar komi að gagni (200 millisekúndur eru of skammur tími til þess að augnhreyfingar að áreitunum séu mögulegar áður en þau hverfa af skjánum). Megin markmiðið var þó að athuga hvort unnt væri að leggja mat á hvort vitund um eðli og staðsetningu markáreitisins skipti máli varðandi ýfingaráhrifin. Það er vel þekkt að þegar sjúklingum sem þjást af vinstra-gaumstoli eru birt tvö áreiti samtímis í vinstra og hægra sjónsviði í skamma stund, taka þeir oft ekki eftir vinstra áreitinu, og telja að einungis eitt áreiti hafi verið birt. Þetta er kallað slokknun (extinction (16, 21)), og tengist gaumstoli og sést oft hjá sömu sjúklingunum, sem og hjá þeim tveimur sjúklingum sem hér voru rannsakaðir. Ef sjúklingarnir missa af áreitunum vinstra megin í sjónsviði er samt líklegt að þau hafi verið skynjuð á einhvern ómeðvitaðan hátt vegna þess að augað, sjónbrautir að heila og sjónbörkur í hnakkablaði eru ósködduð (slokknunin tengist vandamálum í eftirtekt, líkt og í gaumstoli, eins og áður var vikið að) (16). Að birta áreitin einungis í skamma stund veitir því kost á að kanna hvort ýfingarhrif komi fram þó svo að þátttakendur taki ekki eftir markáreitinu. Sömu sjúklingar og í fyrri tilraun voru prófaðir og var að þessu sinni veittur kostur á þremur svarmöguleikum: Að skorið hafi verið neðan af marktíglinum; ofan af honum eða að ekkert markáreiti hafi verið birt (ekkert markáreiti var til staðar í 20% umferða; þá voru allir tíglarnir af sama lit og ekki skorið af neinum þeirra). Við gátum með þessu móti séð hvort einhver ýfingaráhrif kæmu fram vegna áreita sem sjúklingarnir misstu afí vinstra sjónsviði. Öfugt við fyrri tilraunina þar sem niðurstöður voru þær sömu fyrir staðarýfingu og litaýfingu kom fram mikill munur á lita- og staðarýfingu í þessari seinni tilraun. Mynd 4 sýnir hversu oft sjúklingarnir svöruðu rétt til um hvar var skorið af markáreitinu eftir því hvort markáreiti var birt á undan og ef það var birt, hvers eðlis það var. Öll meðaltölin eru fyrir vinstra sjónsvið. Þegar sjúklingar misstu af markáreitinu áttu þeir í engu auðveldara með að greina markáreiti sem birtist á sama stað í næstu umferð á eftir heldur en ef ekkert markáreiti var birt á undan (berið saman svörtu súluna og gráu súluna fyrir hvorn sjúkling í myndhluta A). Þetta þýðir að við fundum engin merki um staðarýfingu þegar sjúklingarnir misstu af markáreitinu. Mynd 4B sýnir hins vegar að tölu- verð ýfingaráhrif tengd lit markáreitis komu fram jafnvel þegar sjúklingarnir misstu af undangengnu markáreiti (berið saman svörtu súlunum, og gráu súluna vinstra megin fyrir hvorn sjúkling í 4B). Ýfingaráhrifin tengd endurteknum lit markáreitis eru raunar næstum jafn mikil hvort sem þátttak- endur tóku eftir markáreitinu á undan eða ekki (gráu og hvítu súlurnar vinstra megin í myndinni fyrir hvorn þátttakanda í 4B). Þetta bendir til þess að eftirtektarkerfin sem eru skemmd í gaumstoli skipti meira máli í sambandi við staðarýfingu held- ur en litaýfingu. í heild benda niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknum til þess að taugakerfi sem tengjast eft- irtekt og skaddast í gaumstol, geti ekki eingöngu 348 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.