Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 49

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING HEILSUGÆSLUSTÖÐVA Öll heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt Ákvörðun um að færa stöðvarnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ undir Heilsugæsluna í Reykjavík mælist misjafnlega fyrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur tekið um það ákvörðun að sameina stjórnsýslu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu undir hatti Heilsugæslunnar í Reykjavík. Hann hefur til- kynnt sveitarstjórnum og stjórnendum stöðvanna um þessa ákvörðun og er óhætt að segja að hún mælist misjafnlega vel fyrir. Akvörðun ráðherrans felur í sér að stjórnsýsla heilsugæslustöðvanna í Garðabæ, Mosfellsbæ og Sólvangs í Hafnarfirði verður færð undir Heilsu- gæsluna í Reykjavfk en þær hafa að mestu starfað sem sjálfstæðar rekstrareiningar hingað til. Auk þess á að sameina rekstur St. Jósefsspítala og hjúkr- unarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði. Þessi ákvörðun ráðherra var tilkynnt stjórn- endum stöðvanna og bæjarstjórnum sveitarfé- laganna þriggja síðari hluta febrúarmánaðar en síðan hefur fátt gerst. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarráð Garðabæjar og Mosfellsbæjar fjölluðu um breytinguna á fundum sínum í byrjun mars og fóru fram á nánari skýringar og röksemdir fyrir þessari ákvörðun sem að mati bæjarráðs Garðabæjar gengur „þvert gegn sjónarmiðum Garðabæjar um eflingu á starfsemi heilsugæslunn- ar í bænum. Bæjarráð telur að aukin miðstýring á starfsemi heilsugæslunnar dragi úr frumkvæðis- áhrifum hennar og hafi neikvæð áhrif á samstarf við bæjaryfirvöld, en slíkt samstarf aðila er sinna nærþjónustu við íbúana er forsenda fyrir bættri þjónustu heilsugæslunnar." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa að óska eftir viðræðum við ráðuneytið „um gerð samnings um rekstur stofn- ana á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála í bænum. Meginmarkmiðið verði enn meiri samþætting heil- brigðis- og félagsþjónustu og að þjónustan verði færð nær þeim sem nýta hana. I þessu sambandi verði m.a. tekið mið af reynslunni af slíkum samn- ingum á Akureyri og á Höfn í Hornafirði.'1 Beðið eftir bréfi í viðræðum Læknablaðsins við lækna á heilsugæslu- stöðvunum kom fram gagnrýni á þær aðferðir sem beitt hefur verið við þessa ákvörðun. Jón Steinar Jónsson formaður læknaráðs í Garðabæ segir að ekki hafi verið rætt við neina starfsmenn stöðvarinnar, hvorki heilbrigðisstarfsmenn né þá sem sinna rekstri hennar, áður en ákvörðunin var tilkynnt. Vilhjálmur Ari Arason formaður læknaráðs á heilsugæslustöðinni Sólvangi sagði að borist hefði munnleg tilkynning um ákvörðun ráðherra um miðjan febrúar en síðan hafi ekkert heyrst. „Við skrifuðum ráðherra bréf með óskum um að fá að vita á hvaða forsendum þessi ákvörðun byggðisl en höfum ekki fengið neitt svar við því enn sem komið er. Það setur að okkur nokkurn ugg því hing- að til hefur verið hlustað á okkur læknana þegar málum stöðvarinnar er ráðið,“ sagði hann. Vilhjálmur Ari bætti því við að þetta setti ýmsa hluti í uppnám. Nú væri til dæmis verið að undir- búa nýja stöð í miðbæ Hafnarfjarðar og læknar á Sólvangi hafa tekið þátt í þeim undirbúningi. „Nú höfum við kannski ekkert meira um hana að segja. Það sama á við margskonar þróun hér innan- húss sem við höfum tekið virkan þátt í. Sporin frá Reykjavík hræða því eftir að stöðvarnar þar voru Þórður Edilonsson lœknir fylgist grannt með þeim sem koma í heilsugœslu- stöðina í Sólvangi. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 365

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.