Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING HEILSUGÆSLUSTÖÐVA Öll heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt Ákvörðun um að færa stöðvarnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ undir Heilsugæsluna í Reykjavík mælist misjafnlega fyrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur tekið um það ákvörðun að sameina stjórnsýslu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu undir hatti Heilsugæslunnar í Reykjavík. Hann hefur til- kynnt sveitarstjórnum og stjórnendum stöðvanna um þessa ákvörðun og er óhætt að segja að hún mælist misjafnlega vel fyrir. Akvörðun ráðherrans felur í sér að stjórnsýsla heilsugæslustöðvanna í Garðabæ, Mosfellsbæ og Sólvangs í Hafnarfirði verður færð undir Heilsu- gæsluna í Reykjavfk en þær hafa að mestu starfað sem sjálfstæðar rekstrareiningar hingað til. Auk þess á að sameina rekstur St. Jósefsspítala og hjúkr- unarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði. Þessi ákvörðun ráðherra var tilkynnt stjórn- endum stöðvanna og bæjarstjórnum sveitarfé- laganna þriggja síðari hluta febrúarmánaðar en síðan hefur fátt gerst. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarráð Garðabæjar og Mosfellsbæjar fjölluðu um breytinguna á fundum sínum í byrjun mars og fóru fram á nánari skýringar og röksemdir fyrir þessari ákvörðun sem að mati bæjarráðs Garðabæjar gengur „þvert gegn sjónarmiðum Garðabæjar um eflingu á starfsemi heilsugæslunn- ar í bænum. Bæjarráð telur að aukin miðstýring á starfsemi heilsugæslunnar dragi úr frumkvæðis- áhrifum hennar og hafi neikvæð áhrif á samstarf við bæjaryfirvöld, en slíkt samstarf aðila er sinna nærþjónustu við íbúana er forsenda fyrir bættri þjónustu heilsugæslunnar." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa að óska eftir viðræðum við ráðuneytið „um gerð samnings um rekstur stofn- ana á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála í bænum. Meginmarkmiðið verði enn meiri samþætting heil- brigðis- og félagsþjónustu og að þjónustan verði færð nær þeim sem nýta hana. I þessu sambandi verði m.a. tekið mið af reynslunni af slíkum samn- ingum á Akureyri og á Höfn í Hornafirði.'1 Beðið eftir bréfi í viðræðum Læknablaðsins við lækna á heilsugæslu- stöðvunum kom fram gagnrýni á þær aðferðir sem beitt hefur verið við þessa ákvörðun. Jón Steinar Jónsson formaður læknaráðs í Garðabæ segir að ekki hafi verið rætt við neina starfsmenn stöðvarinnar, hvorki heilbrigðisstarfsmenn né þá sem sinna rekstri hennar, áður en ákvörðunin var tilkynnt. Vilhjálmur Ari Arason formaður læknaráðs á heilsugæslustöðinni Sólvangi sagði að borist hefði munnleg tilkynning um ákvörðun ráðherra um miðjan febrúar en síðan hafi ekkert heyrst. „Við skrifuðum ráðherra bréf með óskum um að fá að vita á hvaða forsendum þessi ákvörðun byggðisl en höfum ekki fengið neitt svar við því enn sem komið er. Það setur að okkur nokkurn ugg því hing- að til hefur verið hlustað á okkur læknana þegar málum stöðvarinnar er ráðið,“ sagði hann. Vilhjálmur Ari bætti því við að þetta setti ýmsa hluti í uppnám. Nú væri til dæmis verið að undir- búa nýja stöð í miðbæ Hafnarfjarðar og læknar á Sólvangi hafa tekið þátt í þeim undirbúningi. „Nú höfum við kannski ekkert meira um hana að segja. Það sama á við margskonar þróun hér innan- húss sem við höfum tekið virkan þátt í. Sporin frá Reykjavík hræða því eftir að stöðvarnar þar voru Þórður Edilonsson lœknir fylgist grannt með þeim sem koma í heilsugœslu- stöðina í Sólvangi. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.