Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRASKRÁNING
Tafla 1. Study locations
Catchment 75+ years
Area N (%)
Bispebjerg. Univ. Hospital. Copenhagen. (D) 210000 21000 (10)
Umeá Univ. Hospital. Umeá. (S) 140000 9900(7.1)
Laakso Hospital. Helsinki. (F) 100000 7400 (7.4)
Reykjavik Univ. Hospital. Reykjvik(l) 170000 9400 (5.5)
Diakonhjemmet Hospital Oslo. (N) 90000 8000 (8.9)
D=Denmark. S=Sweden. F=Finland. I=lceland. N=Norway
Tafla II. Comparison between participating countries
lceland Denmark Finland Norway Sweden Total
No 80 98 78 80 81 417
Mean Age 83.6 84.4 83.4 83.4 83.2 83.6
Sex % M/F 29/71 28/72 22/78 44/56 31/69 30/70
Adm from home % 92 96 99 88 95 94
Adm from instit. % 8 4 1 12 5 6
IADL mean (0-21) 7.9 10.8 11.0 7.4 7.5 9.0
ADL mean ( 0-6) 0.24 0.41 0.97 0.59 0.27 0.49
CPS mean (0-6) 1.01 0.80 0.71 0.74 0.32 0.72
LOS 18.0 17.4 15.2 8.5 6.3 13.2
ADL=Activities of Daily Life (scale 0-6. 0=unimpaired. 6=Severe impairment).
IADL=lnstrumental Activities of Daily life (scale 0-21. 0=unimpaired. 21=severe impairment)
CPS=Cognitive Performance scale (Scale 0-6. 0=unimpaired. 6=severe impairment)
LOS=Length of stay
atriða og meðvirkra sjúkdóma með stöðluðu mats-
tæki eins og MDS-AC.
Inngangur
Hlutfall aldraðra fer vaxandi meðal þeirra sem
sækja þurfa bráðaþjónustu sjúkrahúsa. Hinn aldr-
aða sjúkling einkenna aldurstengdar lífeðlisfræði-
legar breytingar, fjölþættur vandi, fjöllyfjanotkun
og margvfsleg færniskerðing. Bein ástæða innlagn-
ar er oftar en ekki aðeins hluti þeirra vandamála
sem veldur bráðri færniskerðingu aldraðra og
heildrænt mat þarf að gera til að mæta rétt þörfum
þessa hóps. Vinnuferli það sem beitt er í bráða-
þjónustu er þó enn sniðið að þörfum tillölulega
yngri hóps með fá samvirk vandamál. Þörf gæti
verið á breyttum vinnubrögðum til að þjónusta
betur aldraða skjólstæðinga sjúkrahúsanna (1).
í mörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á
gagnsemi heildræns öldrunarmats í þjónustu við
aldraða sjúklinga. Þar sem sívaxandi krafa er um
stuttan legutíma á bráðadeildum verður æ mikil-
vægara að geta sniðið þjónustuna hratt og skilvirkt
að þörfum hvers einstaklings og greint snemma
samvirk heilsufarsvandamál, færniskerðingu og fé-
lagslega þætti sem áhrif hafa á horfur (2,3). Það er
með þetta í huga sem MDS-AC (Minimum Data
Set for Acute Care) tækið var þróað. MDS-AC
er staðlað tæki til heildræns öldrunarmats í bráða-
Bakgrunnsupplýsingar Fjötrar og höft
ADL og IADL færni Byltur
Vitræn geta Húð og fætur
Stjórn á hægðum og þvagi Næring og munnheilsa
Tjáskipti og skynjun Bjargráö viö útskrift
Verkir Tilvísun og þjónusta
Hugarástand og atferli Lyfjanotkun
Innan hvers sviðs eru mismargar breytur til frekari greiningar.
ADL = athafnir daglegs lífs
IADL = almennar athafnir daglegs lífs
Mynd 1. Lykilsvið MDS-AC lœkisins.
þjónustu, hannað til að finna samvirk vandamál
hjá hinum aldraða svo gera megi þjónustuna skil-
virkari og til að auðvelda upplýsingaflæði milli
aðila í þjónustunni. Hliðstæða þessa tækis fyrir
hjúkrunarheimili, svokallað RAI mat (MDS-NH),
hefur verið notað á fslandi í um áratug (4).
Rannsóknir sýna að oft er misbrestur á skrán-
ingu mikilvægra vandamála í hefðbundnum sjúkra-
skrám. Þetta á við um atriði eins og bráðarugl,
hjartabilunareinkenni, afleiðingar sykursýki og
lyfjanotkun svo eitthvað sé nefnt og gildir bæði um
læknaskráningu og hjúkrunarskráningu (5-9). Slík
vanskráning getur haft áhrif á rétta meðferð eða
þjónustu við sjúklinginn.
Markmið þessarar rannsóknar var að bera
skráningu með MDS-AC tækinu saman við skrán-
ingu lækna og hjúkrunarfræðinga í hefðbundna
sjúkraskrá á lyflækningadeildum bráðasjúkra-
húss. íslensku niðurstöðurnar voru einnig bornar
saman við meðaltal samskonar skoðunar á hinum
Norðurlöndunum.
Efniviður og aðferð
Niðurstöðurnar sem birtar eru hér eru hluti af
samnorrænni rannsókn þar sem MDS-AC öldr-
unarmatstækið, gerð 1,1, var prófað til að finna
spáþætti fyrir útkomu meðal aldraðra bráðadeild-
arsjúklinga. Tækið var þýtt á tungu hvers þátt-
tökulands. MDS-AC mælitækið er sérhannað til
notkunar í bráðaþjónustu. Tækið spannar 14 lykil-
svið með 56 stöðluðum breytum (sjá mynd 1). Það
tekur 30-45 mínútur að leggja matið fyrir. Áreið-
anleiki matsins hefur verið sannreyndur (10).
Rannsóknin fór fram á lyflækningadeildum val-
inna bráðasjúkrahúsa á Norðurlöndunum fimm.
Hvert sjúkrahús um sig hafði upptökusvæði fyrir
að minnsta kosti 90.000 manns, (tafla 1), og tóku
við bráðainnlögnum úr öllum greinum lyflækninga
á sínu upptökusvæði.
Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu janúar 2001
til apríl 2002. Um gagnasöfnun í löndunum sáu
ýmist öldrunarlæknar eða hjúkrunarfræðingar
þjálfaðir í notkun MDS-AC tækisins. Þátttakendur
voru valdir með slembiúrtaki af innlagnarlistum
336 Læknablaðið 2005/91