Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN
við Læknablaðið sagði hún að það væri í verkahring
Seltjarnarnesbæjar að byggja nýtt sýningarhús.
Ekki vildi Jónmundur bæjarstjóri fallast á þetta
sjónarmið. Hann sagði að fjármagnið til nýbygg-
ingar hlyti að koma frá Þjóðminjasafninu, það
hefði aldrei komið til tals að Seltjarnarnesbær
legði fjármagn í slíkt hús.
Jón tók upp veskið
Jónmundur bætti því við að bærinn hefði gert samn-
ing við Þjóðminjasafnið haustið 2003 um endur-
bætur á Nesstofu. Samkvæmt honum tæki bærinn
að sér að lagfæra umhverfi hússins en safnið sæi
um endurbætur á húsinu. Samkvæmt samningnum
á að verja tæplega 50 milljónum króna til þessara
framkvæmda og skiptist það nokkurn veginn jafnt á
bæinn og safnið. Búið er að hanna umhverfi safnsins
og voru tillögur arkitekts um það samþykktar í bæj-
arstjórn skömmu fyrir jól. Verður væntanlega hafist
handa um framkvæmdir utanhúss nú á vordögum.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt stjórnar hins
vegar endurbótum innanhúss og sagði hann í sam-
tali við Læknablaðið að verkefnið væri að ljúka því
sem eftir var af húsinu. Það er austurhelmingur
hússins þar sem íbúð Bjarna landlæknis var, stofa,
eldhús, svefnherbergi, forstofa með stiga upp á loft
og loftið sjálft en til stæði að innrétta tvö herbergi
í suðurenda þess.
Þorsteinn sagði að unnið væri eftir þriggja ára
áætlun, nú væri fyrsta árið búið en verkinu lyki í
árslok 2006. Þá yrði allt húsið komið sem næst í
upprunalegt horf.
Til gamans má geta þess að Þorsteinn stjórnaði
á sínum tíma fyrri hluta endurbóta á Nesstofu.
Þá var Jón Steffensen á lífi og fylgdist með fram-
kvæmdum. „Hann vakti yfir mér og gaf mér góð
ráð,“ segir Þorsteinn. „Og ár eftir ár gerðist það
þegar framlag ríkisins var uppurið að Jón tók upp
veskið og borgaði það sem upp á vantaði úr eigin
vasa svo hægt væri að halda áfram að vinna.“
Að ofan má sjá líkan af
Nesstofutorfunni eins og
hún liti út ef sýningarhúsið
verður reist. Það er nœst,
hús lyfjafrœðinga er til
vinstrí og Nesstofa fjœrst.
Grunnmynd af sýningar-
húsinu. Þar er gert ráð
fyrir stórum og smœrri
sýningarsölum, bókasafni,
fyrirlestrarsal og vinnuað-
stöðu fyrir frœðimenn.
Læknablaðið 2005/91 375