Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 31

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 31
FRÆÐIGREINAR / TAUGASÁLFRÆÐI út (14, 15). Sé það rétt að ýfingaráhrifin tengist verkan eftirtektarinnar má búast við því að ýfing- aráhrifin leiði til breytinga á vinnslu þeirra heila- svæða sem einmitt tengjast verkan eftirtektarinnar. Með þessa tilgátu að vopni voru gerðar rannsóknir ágaumstols-sjúklingum (7) auk segulómmyndunar- rannsóknar (8). Ýfingaráhrif hjá sjúklingum með gaumstol (hemispatial neglect) Ef eftirtektin skiptir lykilmáli í ýfingaráhrifunum er rökrétt að spyrja hvernig ýfingin birtist hjá sjúklingum sem þjást af truflunum á verkan eftir- tektarinnar í kjölfar heilablóðfalls. Taugabilunin gaumstol (hemispatial neglect) (16-19) lýsir sér þannig að sjúklingar virðast ekki veita áreitum í öðru sjónsviði nægilega athygli (oftast því vinstra). Þessir sjúklingar eru lfklegir til þess að leiða hjá sér áreiti í vinstra sjónsviði, eins og þeir sjái þau ekki. Ef þessir sjúklingar eru beðnir um að draga lárétta línu í gegnum hverja lóðrétta línu í fylki lóðréttra lína eru þeir líklegir til þess að draga einungis láréttar línur í gegnum lóðréttu línurnar í hægra sjónsviði en sleppa línunum í vinstra sjón- sviði. Ef þeir eru beðnir um að skipta láréttri línu (til dæmis 20 cm langri) í tvennt með því að draga lóðrétta línu í gegnum hana er línan oft nokkrum sentimetrum hægra megin við hina raunverulega miðju Iínunnar (sjá til dæmis 20). Gaumstol kemur venjulega til í kjölfar heila- skemmda á hægra hvirfilblaði í heila (í kringum neðri hvirfilbleðil (Lobulus Parietal Inferior) og jafnframt á efri gagnaugagára (Gyrus Temporalis Superior) við mót hnakka- og gagnaugablaðs). Það er rétt að taka fram að deilt hefur verið um hvaða svæði skipta mestu í þessu samhengi, og haldið hefur verið fram (17) að gaumstol verði vegna skemmdar á svæðum í gagnaugablaði (ná- lægt mótum gagnaugablaðs og hvirfilblaðs, á efri gagnaugagára)2.1 gaumstoli er ekki um truflanir á sjónskynjun sem slíkri að ræða því að sjónskerpa þessara sjúklinga er oftast frekar eðlileg (enda eru sjónsvæði í rákaberki hnakkablaðs (striate cortex) ósködduð hjá þessum sjúklingum, mynd 2). Könnuð voru ýfingaráhrif (7) hjá gaumstols- sjúklingum í sjónleitarverkefni svipuðu því sem Maljkovic & Nakayama (2) notuðu3 (mynd 1). 2 Oft getur verið erfitt að skilja á milli slíkra kenninga vegna þess að í mörgum sjúklingum með gaumstol ná skemmdir yfir vítt svæði, bæði í hvirfil- og gagnaugablaði, og erfitt að benda á eitt svæði heilans sem verður að vera skemmt til þess að gaumstol komi fram. 3 Það er rétt að taka fram að í báðum rannsóknunum athug- uðum við til samanburðar frammistöðu nokkura heilbrigðra einstaklinga á svipuðum aldri og sjúklingarnir (eða eldri). Þeir sýndu allir mjög venjulegt mynstur ýfingaráhrifa; mjög hlið- stætt yngri einstaklingum sem við prófuðum. Því var útilokað að afbrigðilegt ýfmgamynstur væri til komið vegna aldurs þátt- takenda en ekki gaumstolsins. Mynd 2. Skemmdir á livirfilblaði á sjúklingum sem rannsakaðir voru. A sýnir 12 ás- sneiðmyndir sem sýna skemmd í heila sjúklings DO (í svörtu). B sýnir á sama hátt skemmdir í Iteila sjúklings CN. Mynd 3. Frammistaða sjúklinganna tveggja (DO og CN) ífyrri tilraun. Myndin sýnir hversu fljótir þeir vorti að svara því hvar skorið var afmarkáreitinu eftir því hversu oft mar- káreitið var birt á sama stað í röð frá einni umferð til þeirrar nœstu (A) og hversu oft litur markáreit- isins var endurtekinn (B). ViUumörk sýna staðalvillu fyrir hvert meðaltal. Notaðar voru tvær mismunandi útgáfur af verk- efninu; í fyrri útgáfunni af tilrauninni voru tíglarnir birtir á skjánum þar til sjúklingarnir svöruðu til um hvort skorið hafði verið ofan eða neðan af marktíglinum (sem hafði annan lit en hinir tveir tíglarnir). Athuguð var frammistaða tveggja gaumstolssjúklinga á þessu verkefni. Þeir voru prófaðir nokkrum sinnum í allt, tveimur til fimm mánuðum eftir heilablæðinguna sem olli gaum- stolinu. Báðir höfðu skemmdir á neðri hvirfilbleðli (lobulus parietalis inferior) og efri gagnaugagára (gyrus temporalis superios) á mótum hnakka- og gagnaugablaðs (mynd 2) en sjónbörkur beggja var óskemmdur. Niðurstöðurnar úr þessari fyrri tilraun eru á mynd 3A. Eins og sjá má lækkar svartíminn eftir því sem litur markáreitisins er endurtekinn og jafn- framt lækkar svartíminn eftir því sem markáreitið birtast oftar á sama stað hjá þessum tveimur sjúk- lingum. Þessi ýfingaráhrif virðast því vera ósködd- uð hjá þessum sjúklingum því ýfingaráhrifin eru til Læknablaðið 2005/91 347

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.