Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / MELTINGARSJÚKDÓMAR vegi (SEM) eru mjög algengir á íslandi. Tvær tegundir SEM voru skilgreindar, meltuónot og iðraólga. Meltuónot, meðal eða slæm, fundust hjá 17,8% og 30,9% uppfylltu Manning skilgreining- arnar um iðraólgu. Iðraólga er marktækt algengara hjá konum en körlum og lækkar tíðnin með hverj- um áratug í aldri hjá báðum tegundum sjúkdóm- anna. Pað er marktæk skörun á milli tegunda en í heildina stendur tíðni marktæks SEM í um 35% hjá Islendingum. Pað eru nokkrir þættir sem geta haft áhrif á tíðni SEM. Þeir mikilvægustu eru þjóðerni og þau grein- ingarviðmið sem notuð eru. DIGEST-rannsóknin kannaði algengi einkenna í efri meltingarvegi (meltuónot) á þriggja mánaða tímabili á 10 stöðum víðs vegar um heiminn og sýndi algengi á bilinu 9,4% (Japan) til 41,8% (Bandaríkin) með því að nota sömu greiningarviðmið á öllum stöðunum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á mikla breidd í algengi einkenna í efri meltingarvegi (meltuónot) sem er að mestu skýrð með notkun mismunandi viðmiða til greiningar (6). Sama á við um iðraólgu (22). Okkar rannsókn notar sama spurningalista og notaður var í Olmsted County (27, 31). Báðar rannsóknirnar voru gerðar að mestu leyti á úrtaki af hvítum kynþætti með sambærilega félagslega og efnahagslega stöðu og báðar rannsóknirnar könnuðu algengi meltuónota og iðraólgu með sama spurningalista á sama tíma. Algengi iðraólgu er hærra á íslandi (30,9% á móti 17% í Olmstead County) og bendir þetta til að um raunverulegan mun á algengi sé að ræða sem ekki stafar af að- ferðafræðilegum þáttum eða félags- eða lýðfræði- legri skekkju. Til eru aðrar rannsóknir sem gerðar eru á algengi meltuónota (6, 7) eða iðraólgu (10) hvors um sig, en okkar rannsókn, sem kannar al- gengi beggja sjúkdóma með sama spurningalista, sýnir eina hæstu tíðni SEM. Meltuónot eru tengd neyslu áfengis, reykingum og töku aspiríns, parasetamóls og verkja- og gigt- arlyfja. Einstaklingar með meltuónot leita oftar eftir læknisaðstoð, neyta meiri lyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld og eru oftar frá vinnu. Iðraólga er oft tengd meltuónotum, þunglyndi, botnlangatöku og tíðaverkjum. Grunur er um að aukin tíðni botn- langatöku sé vegna rangrar greiningar (32). Hátt algengi SEM á íslandi vekur spurningar. Eru einhverjir félagslegir eða sálfræðilegir þættir í íslensku samfélagi sem eru meira streituvaldandi en hjá öðrum þjóðum? Streituvaldar sem tengjast iðraólgu hafa verið flokkaðir og er þeim öllum sameiginlegt að um langvarandi streitu er að ræða (11) og má finna slíka streituvalda í íslensku sam- félagi. í skýrslu Landlæknisembættis „Áherslur til heilsueflingar“ (kafla 3.2) er talað um marga streituþætti sem hafa aukist í íslensku samfélagi (33) en ekki er gerður beinn samanburður við aðr- ar þjóðir. Beinn samanburður liggur fyrir um mikið vinnuálag. Islendingar vinna 48,5 vinnustundir á viku, en flestar Evrópuþjóðir vinna um 42 klukku- stundir (34). Ennfremur er neysla þunglyndislyfja um 40 DDD/dag, sem er tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum (35). Hvorutveggja er vísbend- ing um streituálag í samfélaginu. Sterk tengsl geð- vefrænna einkenna við iðraólgu benda til þess að ef tvíþætta kenningin um uppruna iðraólgu er rétt þá er helsta orsökin á íslandi sálfræðileg og tengist sennilega þeim þáttum sem raktir eru hér að ofan. Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að um 35% Islendinga uppfylla skilmerki um SEM. Það er ekki þar með verið að sjúkdómsvæða 35% íslendinga. Meirihluti þessa hóps leitar ekki læknis, gerir sér grein fyrir sambandi einkenna og streitu og leysir málin á eigin forsendum. Hið háa algengi SEM gerir nauðsynlegt að heilbrigðisstéttir séu vel upp- lýstar um eðli SEM og veiti góða þjónustu þeim sem þangað leita. Þjónustan er fyrst og fremst fólg- in í því að útiloka vefræna sjúkdóma þar sem það á við. Einnig að fara yfir streituþætti og mataræði og síðan að veita upplýsingar um eðli og gang SEM og að gera sjúklingum fært að lifa með einkennin en jafnframt að hafa nokkra stjórn á þeim. Vefsíður geta verið mjög gagnlegar fyrir almenning, sjúk- linga og heilbrigðisstéttir og má meðal annars vísa á vefsíðu Félags íslenskra Meltingarsérfræðinga www.gasiro.is og www.doktor.is. Rétt er að benda á að leita þarl' undir nöfnunum ristilkrampar og/eða iðraólga. Þakkir Rúnari Vilhjálmsyni er þökkuð aðstoð með að- ferðafræðileg atriði við uppsetningu rannsóknar- innar. Hjörleifi Þórarinssyni framkvæmdastjóra GlaxoSmithKline er þakkaður stuðningur og vel- vild. Þátttakendum er sérstaklega þakkað fyrir að gefa sér tíma við útfyllingu spurningalistans. Styrkir. GlaxoSmithKline (GlaxoWellcome), Astra (Astra- Zeneca), Delta (Actavis), Vísindasjóður Land- spítala, Vísinda- og tækjasjóður rannsóknastofu í meltingarsjúkdómum, Landspítala, Framþróunar- sjóður NM Pharma. Heimildir 1. Talley NJ, Koch KL, Koch M, Nyren O, V. S. Functional dyspepsia: a classification with guidelines for diagnosis and management. Gastroenterol Intl 1991; 4: 145-60. 2. Colin-Jones DG, Bodemar G, Crean G, Freston J, Gugler R, et al. Management of dyspepsia: report of a working party. Lancet 1988; 1: 576-9. 3. Talley NJ, Stanghellini V, Heading RC, Koch KL, Malagelada J R, Tytgat GN. Functional gastroduodenal disorders. Gut 1999; 45 Suppl 2:1137-42. 332 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.