Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÆÐSLUMÁL LÆKNA - Eru menn ekki að láta það þvælast fyrir sér að erlendis hafa verið farnar ólíkar leiðir í skráningu símenntunar? „Jú, það eru til ýmsar aðferðir en nú er Fé- lag sérfræðilækna Evrópusambandsríkja búið að smíða beinagrind að skráningarmatinu og í Brussel var komið á fót stofnun til að halda utan um alþjóðlegan hluta þessarar skráningar. Kerfið gerir svo ráð fyrir því að hvert aðildarríki sjái unt eigin skráningu. Þarna hefur verið unnin töluverð forvinna svo þetta á ekki að taka mikinn tíma. Það vantar vilja og ákvörðun um það hvernig standa beri að skráningu. Ég aðhyllist sjálfur þá leið að skráning fari fram í farsíma, það yrði áhrifaríkasti og auðveldasti mátinn." Fyrirmyndarstofnun Arnór er bjartsýnn á framtíð Fræðslustofnunar lækna. „Ég er á því að stofnunin hafi alla burði til að verða fyrirmyndarstofnun sem gegnir veiga- miklu hlutverki fyrir lækna. Þá á ég við að hún haldi utan um fræðslustarfsemi og skráningu sí- menntunareininga. Hún getur átt samvinnu við Háskóla íslands og Landspítala en frumkvæðið á að vera hjá Fræðslustofnun enda hefur hún fjár- hagslega burði til að hrinda ýmsu í framkvæmd sem aðrir geta ekki. Það sent þarf til er vinnuafl því við núverandi aðstæður er varla gerlegt að auka starfsemina. Það þarf að íhuga hvort ekki sé rétt að launa formennsku í stofnuninni að einhverju leyti og einnig að auka við skrifstofustarfið sem Margrét Aðalsteinsdóttir gegnir í hlutastarfi. Eitt af því sem við höfum gengið með í magan- um en ekki komið í framkvæmd er að setja á stofn alþjóðleg sumarþing sem yrðu árlegur viðburður hér á landi. Tilgangurinn með slfku þinghaldi yrði tvíþættur, annars vegar að gefa sérgreinafélögum lækna og öðrum hópum lækna kost á því að halda alþjóðleg fræðsluþing, hins vegar væri með þessu hægt að afla fjár til annarrar fræðslustarfsemi. Eftirspurn eftir símenntun hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi og það sér ekki fyrir endann á þeirri aukningu. Sumarþingin þyrfti að auglýsa meðal evrópskra lækna en þar gætu komið saman 100-200 læknar og aflað sér viðurkenndra símennt- unarpunkta. Við sjáurn fyrir okkur að hér gæti til dæmis verið lyflæknaþing á hverju ári sem sérgreina- félögin skiptust á urn að halda tvö og tvö í senn. Hagnaður af þingunum rynni til Fræðslustofnunar og viðkomandi sérgreinafélaga. Þingin yrðu hald- in undir einu heiti en verkaskiptingin yrði sú að Fræðslustofnun tæki fjárhagslega ábyrgð á þing- haldinu og sæi um skrifstofuaðstöðu, sérgreinafé- lögin sæju um fræðsluna og faglega þáttinn en svo yrði samið við ferðaskrifstofu urn bókanir og slíkt. Okkur sýnist að það þurfi ekki nema 50 læknar Arnór Víkingsson á að sækja svona þing til þess að það standi á sléttu, svölum B-álmunnarí allt umfram það væri hagnaður. Þessi þing geta Fossvogi. dregið að sér ferðamenn enda er það reynsla lækna að norræn læknaþing eru aldrei betur sótt en þegar þau eru haldin hér á landi. Þá vilja allir koma og helst bæta nokkrum dögum við til að skoða landið í leiðinni. Mér finnst brýnt að Fræðslustofnun sinni þessu því að öðrum kosti er hætta á að erlend fyrirtæki og stofnanir leggi þennan markað undir sig. Það hafa þegar borist fyrirspurnir frá bandarískunt fyrirtækjum sem hafa áhuga á að halda almenn fræðsluþing hér á landi enda erurn við vel í sveit sett mitt á rnilli Evrópu og Ameríku. En ef erlend fyrirtæki taka þetta að sér færi hagnaðurinn út úr Fræðslustofnun. Þetta er verkefni sem Arna Guðmundsdóttir og samstarfsmenn hennar munu skoða nánar og leiða til lykta,“ segir Arnór Víkingsson sem segist nú ætla að taka sér frí frá félagsstörfum lækna eftir hartnær tíu ára störf, fyrst í stjórn LÍ og síðan í Fræðslustofnun lækna. Læknablaðid 2005/91 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.