Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 30
FRÆÐIGREINAR / TAUGASÁLFRÆÐI A) ♦ [| Rauöur Q Grænn ♦ cn 1050 1000 950 900 850 800 /-j Litur markáreitis ^endurtekinn a Staöa markáreitis endurtekinn engin endur- tekning ein tvær endur- endur- tekning tekningar b) a [D Rauöur ■ Grænn Mynd 1. Ýfingaráhrif í sjónleitarverkefnum. A sýnir verkefni þar sem þátttakendur eiga að ftnna markáreiti sem hefur annan lit en hin tvö (rauður marktígull innan um grœna; eða grœnn marktígull innan um rauða). Segja á til um livort skorið haft verið ofan eða neðan aftíglinum. Hœgra megin í A má sjá hvernig svartími minnkar þegar litur markár- eitisins er endurtekinn frá einni umferð tilþeirrar nœstu (hvítir Itringir), eða þegar mar- káreitið er birt á sama stað og áður (svartir hringir; (7)). B sýnir verkefni þar sem ftnna á markáreiti sem hefur annan Italla en önnttr áreiti af santa lit (markáreiti var birt í 50% tilfella; í þessu tilfelli er markáreitið grœn lárétt lína). Hœgra megin má sjá hversu mikið svartími lœkkar þegar markáreiti sem hefur sama halla hefur verið endurtekið 6 til 8 sinnum, samanborið við þegar sami halli hefur einungis verið endurtekinn 1 til 3 sinnum (niðurstöður úr 3). háð því hvað þeir hafa verið látnir lesa á undan. Þátttakandi sem las lista með heitum á dýrateg- undum er líklegur til að mynda orðið HESTUR en þátttakandi sem las lista með heitum á líkams- hlutum gæti svarað með orðinu HENDUR (1). Samhengisáhrif af þessu tagi hafa oft verið kölluð ýfmgaráhrif (priming). Þau eru talin til komin vegna þess að svæði í heila sem fást við verkefni sem ýfingaráhrifin tengjast eru virk að einhverju leyti í einhvern tíma eftir að verkefni lýkur, og þegar sama verkefni er endurtekið tekur úrvinnsl- an skemmri tíma eða minni orku (2). Það má ef til vill segja að svæðin hafi verið „ýfð upp“ og í kjölfarið eigi töluverð virkni sér enn stað sem flýtir vinnslu á svipuðum áreitum sem á eftir fylgja. Annað dæmi er ef við leitum að ákveðnu mark- áreiti á tölvuskjá (mynd 1A) þar sem markáreitið er tígull sem er öðruvísi á litinn en hinir tveir tíglarnir og verkefni okkar er að segja til um hvort skorið hafi verið ofan eða að neðan af marktíglin- um, erum við að jafnaði töluvert fljótari að finna áreitið ef sama áreitið er endurtekið (það er ef rautt markáreiti kemur á eftir rauðu markáreiti í undangenginni umferð eru svartímar lægri en ef grænt áreiti fylgir því rauða (2). Svipaðar niður- stöður hafa fundist fyrir endurtekningu á halla markáreitis (3) (sjá mynd 1B) sem og fyrir það hvort áreiti eru birt á sama stað og áður eða ekki (4)'. Jafnframt hefur það sýnt sig að þátttakendur eru lengur að svara til um eiginleika áreita sem þeir hafa þurft að leiða hjá sér rétt á undan; þeir eru lengur að svara til um grænt markáreiti ef hin tvö áreitin í undangenginni umferð voru græn (2, 5). Sumir hafa talað um að við búum yfir ómeð- vituðu minniskerfi sem er ekki tengt meðvituðu hugarstarfi á beinan hált heldur sé vinnsla þess okkur sjálfum hulin (implicit memory (6)), og að ýfingaráhrifin séu dæmi um verkan þess. Rannsóknir þær sem hér er lýst hafa beinst að því að athuga hvað gerist í taugakerfi þátttakenda þegar ýfingaráhrif af þessu tagi byggjast upp. Rannsóknirnar hafa fyrst og fremst beinst að því að athuga ýfingaráhrif í sjónleitarverkefnum líkum þeim sem var getið um hér að ofan. Lýst er rann- sóknum á sjúklingum með gaumstol (hemispatial neglect) og starfrænum segulómmyndunarrann- sóknum (functional magnetic resonance imaging) sem stundaðar hafa verið síðastliðin ár (7, 8). Rannsóknirnar hafa jafnframt beinst að samspili eftirtektar og ýfingaráhrifa. í greinum Maljkovic og Nakayama (2, 4) þar sem verkefni svipað því sem sýnt er á mynd 1A var notað, var talað um að ýfingin væri tengd „útstökksáhrifum" (pop-out) í sjónleitarverkefnum. Sjónrænt útstökk á sér stað þegar þátttakendur í sjónleitarverkefnum sem eiga að finna ákveðið markáreiti innan um önnur áreiti, finna markáreitið fljótt óháð því hversu mörg áreiti eru á skjánum (talað er um að það sé sem markár- eitið „stökkvi fram“). Útstökksáhrif af þessu tagi hafa að jafnaði verið tengd verkan eftirtektar eða athygli (attention) (9,10). Talað er um að athyglin dragist ósjálfrátt að þeim áreitum sem stökkva út. Eftirtekt eða athygli hefur jafnan verið talin skipta gríðarmiklu máli um sjónskynjun okkar og að það hvað við skynjum hverju sinni sé að miklu leyti háð því hverju við veitum athygli (11-13). Að sama skapi má ef til vill leiða að því getum að niðurstöðurnar (3) þar sem við fundum sterk flýtingaráhrif á sjónleit þar sem ekki var um sjón- rænt útstökk að ræða endurspegli að athyglin eigi auðveldara með að binda saman frumþætti (eins og lit og lögun) saman í heildstæða hluti þegar þessir þættir eru endurtekið hluti af markáreitinu (14), sem oft er talið nauðsynlegt til þess að finna áreiti í verkefni þar sem enginn einn þáttur stekkur 1 Nýlegar niöurstöður útiloka að hægt sé að útskýra ýfingar- áhrifin með tilliti til breytinga á svarhneigð frekar en breytinga á skynnæmi (sjá Kristjánsson, Sigurðardóttir og Driver, í vinnslu). 346 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.