Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / TAUGASÁLFRÆÐI
Taugakeríi tengd ýfingaráhrifum í sjón-
skynjun: Niðurstöður úr taugasálfræði-
og segulómmyndunarrannsóknum
Árni Kristjánsson
SÁLFRÆÐINGUR
Höfundur gerði rannsóknir
þessar við Institute of
Cognitive Neuroscience,
University College London og
Vision Sciences Laboratory,
Harvard. Styrki veittu Human
Frontiers Science Program,
Medical Research Council í
Englandi, Fulbright-stofnunin,
American Scandinavian
Society og Harvard-háskóli.
Sálfræðiskor Háskóla íslands,
Odda við Sturlugötu,
101 Reykjavík
ak@hi.is
Lykilorð: sjónskynjun, ýfing,
gaumstol, starfrœn segulóm-
myndun.
Ágrip
Þegar við horfum í kringum okkur erum við að
jafnaði líklegri til þess að taka eftir hlutum sem
hafa svipaða eiginleika og þeir hlutir sem við
höfum nýverið horft á. Dæmi um ýfingu (priming)
af þessu tagi er að þegar litur eða lögun mark-
áreitis í sjónleitarverkefni er endurtekinn eru
þátttakendur að jafnaði fljótari að finna áreitið
en annars. Rannsakað var hvaða tímabundnar
breytingar verða á heilastarfi mannsins þegar þessi
ýfingaráhrif eiga sér stað. Ýfingaráhrifin virðast
hafa áhrif á það hverju við veitum athygli hverju
sinni og því voru birtingarmyndir ýfingaráhrifa
í sjónleitarverkefni athugaðar í sjúklingum með
taugabilunina gaumstol (hemispatial neglect) sem
má rekja til heilaskemmda í hvirfilblaði heila, og
einkennist af truflunum á því að veita áreitum í
öðru hvoru sjónsviði athygli. Ýfingaráhrif vegna
litar markáreitis voru óbreytt hjá þessum sjúk-
lingum en rannsókn þar sem áreiti voru einungis
birt í 200 millisekúndur sýndi að ýfing vegna
endurtekinnar staðsetningar markáreitis var háð
því að sjúklingarnir tækju eftir markáreitinu.
Starfræn segulómmyndunarrannsókn (fMRI) á
heilbrigðum þátttakendum leiddi í ljós að tauga-
kerfi í hvirfil- og ennisblaði sem tengjast verkan
eftirtektar tengdust ýfingaráhrifum, en jafnframt
tengdust litaýfingaráhrif virkni í sjónsvæðum
hnakkablaðs og á litasvæðum í gagnaugablaði.
Ýfingaráhrif tengd endurtekningu staðsetningar
markáreitisins tengdist jafnframt virkni á svæðum
á mótum hnakka- og gagnaugablaðs og á hlið-
lægum hluta ennisblaðs sem hafa verið talin tengd
því þegar eitthvað fangar athygli okkar, og eru
þessi svæði í gagnauga- og hvirfilblaði einmitt þau
svæði sem eru oftast skemmd í gaumstoli. í heild
staðfesta niðurstöðurnar tengsl ýfingaráhrifa í
sjónskynjun og eftirtekt, en bera því jafnframt vott
að breytingar á virkni í sjónsvæðum heilans tengist
ýfingaráhrifum.
Inngangur
Nefna má mörg dæmi úr daglegu lífi og úr rann-
sóknum í sálfræði um það hvernig það sem á
undan er gengið hefur áhrif á hvernig við skynjum
umhverfi okkar og bregðumst við og túlkum þau
ENGLISH SUMMARY
Kristjánsson Á
Neural correlates of priming in vision: Evidence
from neuropsychology and neuroimaging
Læknablaðið 2005; 91: 345-51
When we look around us, we are overall more likely
to notice objects that we have recently looked at;
an effect known as priming. For example, when the
color or shape of a visual search target is repeated,
observers find the target faster than otherwise. Here I
summarize recent research undertaken to uncover the
temporary changes in brain activity that accompany
these priming effects. In light of the fact that priming
seems to have a large effect on how attention is
allocated, we investigated priming effects in a visual
search task on patients suffering from the neurological
disorder „hemispatial neglect" in which patients
typically fail to notice display items in one of their visual
hemifields. Priming of target color was relatively normal
for these patients, while priming of target location
seemed to require awareness of the briefly presented
visual search target. An experiment with functional
magnetic resonance imaging of normal observers
revealed that both color and location priming had a
strong modulatory influence on attentional mechanisms
of the frontal and parietal cortex. Color priming was
also correlated with changes in activity in visual cortex
as well as color processing areas in the temporal
lobe. Location priming was correlated with changes in
activity near the temporo- parietal junction and lateral
inferior frontal cortex, areas that have been connected
with attentional capture; which ties well with our finding
of deficits of location priming for the neglect patients
who indeed have lesions in the temporo-parietal
junction. Overall, the results confirm the tight coupling
of visual attention and priming in vision, and also that
the visual areas of the brain show some modulation of
activity as priming develops.
Keywords: visual perception, priming, hemispatiat neglect,
functional magnetic resonance imaging (fMRI).
Correspondence: Árni Kristjánsson, ak@hi.is
áreiti sem birtast okkur á hverjum tíma. Qrðið
„atkvæði" skiljum við á mismunandi hátt eftir því
hvert samhengið er - hvort umræðan hefur snúist
um setningafræði eða kosningaúrslit. Ef þátt-
takendur eru beðnir um að búa til orð sem byrjar
á HE geta orðin sem þátttakendur mynda verið
Læknablaðið 2005/91 345