Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / MELTINGARSJÚKDÓMAR
ekki aukið skilning á meingerð (5). Kerfisbundnar
rannsóknir hafa sýnt fram á mismunandi tíðni
meltuónota, aðallega vegna mismunandi skilgrein-
inga (6). I DIGEST-rannsókninni voru 28% með
einkenni frá efri meltingarvegi (meltuónot) sem
flokkuð voru marktæk (7) á þremur undanförn-
um mánuðum. Áhrif meltuónota á lífsgæði (8) og
vinnugetu (9) sjúklinga eru töluverð þótt aðeins
minnihluti þeirra sem fá meltuónot leiti til læknis
(10).
Skilgreining iðraólgu er jafn vandráðin og
skilgreining meltuónota. Iðraólga er langvinnur
starfrænn kvilli í meltingarvegi sem birtist aðallega
í kviðverkjum og hægðaóreglu. Orsakir sjúkdóms-
ins eru óþekktar en hann er talinn tengjast lífeðlis-
fræðilegum, sálfræðilegum og félagslegum þáttum
og streitu (11). Þrátt fyrir að aðeins minnihluti
iðraólgu sjúklinga leiti sér læknisaðstoðar (12) þá
skerðir hún verulega lífsgæði þeirra (13) og heild-
aráhrif sjúkdómsins á notkun viðfanga heilsugæslu
er töluverður (14,15).
Fyrsta skilgreining iðraólgu kom fram árið
1978 hjá Manning (16) og var gerð á grundvelli
einkenna frá meltingarvegi hjá hópi sjúklinga sem
greindust með iðraólgu eftir útilokun vefrænna
sjúkdóma. Sýnt hefur verið fram á að tvö eða
fleiri viðmið Mannings hafa 94% næmni og 54%
sérhæfni til að greina iðraólgu. Þessum viðmiðum
hefur síðan verið breytt og að hluta skipt út fyrir
sameiginleg viðmið frá Róm I (17, 18) og nýlega
endurskoðun þeirra, Róm II (19). Þrjár rannsóknir
hafa borið þessar þrjár aðferðir beint saman með
því að rannsaka sama úrtak sjúklinga. Niðurstöður
sýndu lægri tíðni iðraólgu þegar ströng viðmið
Róm II voru notuð miðað við Mannings eða Róm
I viðmiðin. (20-22).
Því hefur verið haldið fram að skipting SEM í
meltuónot og undirflokka þeirra og iðraólgu kunni
að vera óraunhæf (23). Ein rannsókn sýndi að um
það bil 50% sjúklinga breyttu lýsingu einkenna
sinna á eins árs tímabili sem bendir til þess að slík
einkenni birtist á margvíslegan hátt til lengri tíma
(5).
Einkenni utan meltingarvegar tengd iðraólgu
koma iðulega fram og eru ástæða allt að þremur
fjórðu aukaheimsókna til heilbrigðisstofnana (24,
25) og þetta samband breytist ekki þótt notuð séu
strangari viðmiðin (5). Aðeins lítill minnihluti ið-
raólgu sjúklinga leitar sér læknisaðstoðar (10).
Nokkrar tilgátur hafa verið settar fram til að
skýra hvers vegna aðrir kvillar koma fram samtím-
is iðraólgu. Flestar gera þær ráð fyrir að iðraólga
sé einsleitt fyrirbæri en ein tilgáta er að þeim sem
þjást af iðraólgu megi skipta aðallega í tvo flokka:
þeir sem hafa einkenni sem eru fyrst og fremst af
lífeðlisfræðlegum toga og þeir sem hafa einkenni
sem eru aðallega af sálrænum toga. Talið er að
þegar margir kvillar koma fram samtímis iðraólgu
og jafnframt séu mikil líkamleg einkenni, þá sé
það vísbending um geðvefræna svörun sem ein-
kennir undirhóp með aðallega sálrænan uppruna
iðraólgu. Sjúklingar, sem ekki eru með önnur
einkenni samtímis og hafa fá líkamleg umkvört-
unarefni eru líklegri til að hafa iðraólgu einkenni
af vefrænum uppruna (26).
Markmið þessarar rannsóknar er að meta
algengi og skörun meltuónota og iðraólgu hjá
íslendingum og að áætla þau áhrif sem SEM hefur
á lífsgæði. Jafnframt að meta notkun lækningavið-
fanga hjá þeim sem eru með sjúkdóminn.
Efni og aðferðir
Árið 1996 var 2000 íslendingum á aldrinum 18-75
ára boðið að taka þátt í faraldsfræðilegri rann-
sókn á SEM með því að útfylla spurningalista.
Urtakið var gert með slembivali og um það bil
1% þjóðarinnar á þessu aldursbili tók þátt. Leyfi
fyrir rannsókninni var fengið hjá Tölvunefnd.
Spurningalistinn sem samanstóð af 80 spurningum
var byggður á lista sem þróaður var af Talley (27)
en þýddur og staðfærður fyrir ísland. Framkvæmd
rannsóknarinnar var byggð á heildaraðferð Dill-
mans (28). Einstaklingar sem óskuðu ekki eftir því
að taka þátt í rannsókninni voru teknir út og ekki
haft samband við þá aftur.
Spurningalistinn samanstóð af 46 spurningum
sem tengdust SEM, 16 spurningum um heilsutengd
atriði bæði núverandi og í fortíð, einni spurningu
um æsku, þrem tengdum félagsfæðilegum þáttum,
fimm heilsutengdum spurningum og 17 spurning-
um af sálfræðilegum toga.
Einstaklingum var skipt niður í tvo flokka;
meltuónot og iðraólgu samkvæmt svörum þeirra á
einkennalista. Þeir voru spurðir út frá einkennum
á síðastliðnu ári. Fólk var beðið um að merkja
við hvernig það upplifði einkennin á kvarðanum:
engin, væg, meðal og slæm einkenni.
Meltuónot. Einstaklingar voru greindir með
meltuónot ef þeir voru með óþægindi í efri hluta
kviðar meira en sex sinnum á síðastliðnu ári og til-
tóku að minnsta kosti nítján mismunandi einkenni
meltuónota í spurningalistanum. Þeir máttu ekki
hafa vefræna sjúkdóma (sár í maga/skeifugörn
eða krabbamein og svo framvegis) sem gátu skýrt
einkennin.
Iðraólga var skilgreind sem tvö eða fleiri af sex
viðmiðum Mannings hjá þeim sem voru með kvið-
verki sex sinnum eða oftar árið áður (27, 30).
Skráning gagna og úrvinnsla
Rannsóknargögn voru setl inní SPSS (Statistical
330 Læknablaðið 2005/91